Þjóðmál - 01.09.2011, Page 58

Þjóðmál - 01.09.2011, Page 58
56 Þjóðmál HAUST 2011 Breivik, fjölmenning – og mörk umræðunnar K lukkan 15 .26 (að norsk-um tíma) föstudaginn 22 . júlí 2011 sprakk öflug sprengja í stjórnarráðshverf- inu í mið borg Osló . Átta dóu, margir særð ust og eignatjón varð mikið . Rúmum 90 mínútum síðar hóf maður, dulbúinn sem lögreglumaður, að skjóta á ungmenni í sumarbúðum norska Verka- manna flokksins í Úteyju um 40 km frá Ósló . Þegar þetta er skráð er sagt að 69 hafi fallið í eyjunni . Alls létust því 77 manns í þessum ódæðisverkum . Anders Behring Breivik, 32 ára Norð- maður, hefur játað þessar árásir á saklausa samborgara sína á hendur sér . Hann hafði birt 1 .500 blaðsíðna stefnuyfirlýsingu á neti nu undir yfirskriftinni: 2083 — A European Declaration of Independence (2083 — Sjálfstæðisyfirlýsing Evrópu) . Þar lýsir Breivik pólitískum skoðunum sínum, and stöðu gegn fjöl menningar stefnu, menn ing arlegum marx isma og íslams væð- ingu Vest ur landa . Hann sé krossfari gegn þeim sem veiki varðstöðu um vestræn, kristin gildi . Norsk stjórnvöld og almenningur brugð- ust við ódæðisverkunum af æðruleysi og vöktu aðdáun um heim allan . Jens Stolt- en berg forsætisráðherra flutti hverja stór ræðuna eftir aðra og hvatti þjóðina til dáða með fyrirheiti um meira lýðræði, meira frelsi, meiri mannúð, meiri umræður og meiri fjölbreytni . Fordæming á framgöngu Anders Behr - ings Breiviks er afdráttarlaus og almenn . Eng inn mælir verknaði hans bót . Enginn mál staður réttlætir fjöldamorð og skemmd- ar verk . Forherðing Breiviks og fyrirlitn ing á þeim sem eru honum ósammála vekur rétt- láta reiði . En umræður í tilefni af blóðbaðinu taka á sig ýmsar myndir — eins og rakið er í þessari úttekt Þjóðmála þar sem litið er til umræðna í Danmörku og hér á landi . Fjölmenningarsamfélagið Hugtakið fjölmenning (multicultural-ism) er notað til að lýsa því hvernig fólk af af ólíkum kynþáttum, ólíkri menn- ingu og trú býr saman í þjóðfélagi og virðir sérkenni hvers og eins . Sé leitað undir þessu orði á Google sést að leikskólar og grunnskólar hér á landi leggja mikla áherslu á fræða börn um fjölmenningu . Á stjórnmálavettvangi í flestum Vestur- ÞJÓÐMÁL • ÚTTEKT •

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.