Þjóðmál - 01.09.2011, Qupperneq 70

Þjóðmál - 01.09.2011, Qupperneq 70
68 Þjóðmál HAUST 2011 Iðnaðarmál R íkisstjórn félagshyggjunnar sýndi frekari iðnvæðingu landsins og nýjum virkjanaáformum og línulögnum kalt viðmót og lítilsvirðingu undir merkjum kjörorðs afturhaldsins, að nátt- úran skuli njóta vafans, og þess vegna var ekkert framkvæmt, þveröfugt við borg- aralegu ríkis stjórnina, sem við tók . Hún hefur á stefnuskrá sinni að láta fólk ið njóta vafans og að auka erlendar fjár fest- ingar og lítur svo á, að þær verði aðal- aflvaki hagvaxtar í landinu, sem nemi a .m .k . 4% á ári til 2020 . Það þýðir 37% aukningu landsframleiðslu 2012–2020, sem þá yrði um 2 .400 milljarðar kr . í lok tímabilsins . Í því augnamiði að efla erlendar fjárfestingar og til að uppræta svartan markað með gjaldeyri afnam borgaralega ríkisstjórnin gjaldeyrishöftin, sem ríkisstjórn forræðisflokkanna hafði síhert, í einni svipan, skömmu eftir valda- töku sína . Gengið tók dýfu, en náði fyrra stigi á þremur mánuðum og er nú, árið 2015, gengi bandaríkjadals um 100 kr og evru um 120 kr . Þetta er sama hlutfall evru og dollars og lagt var upp með í upphafi evru um aldamótin 2000 og virðist vera nálægt jafnvægi eftir miklar hremmingar á evrusvæðinu og skipbrot einstaka ríkja . Búizt er við hækkandi gengi íslenzku krónunnar fram um 2020 vegna vaxandi jákvæðs viðskiptajafnaðar við útlönd og lækkandi skulda ríkisins við útlönd . Verið er að virkja í Neðri-Þjórsá, og mun orkan fara til álvers, sem verið er að reisa við Þorlákshöfn . Einnig hafa náðst samningar um orku- sölu til álvers í Helguvík frá Hitaveitu Suður nesja og Hitaveitu Reykjavíkur í þremur 150 MW áföngum . Rannsóknir standa yfir af fullum krafti á orkuöflun á Norðausturlandi til iðjuvera á Bakka við Húsavík . Komið hefur fram tillaga um að virkja Jökulsá á Fjöllum án þess að breyta útliti Dettifoss . Verður kosið um þessa tillögu í þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2015 . Álver á Bakka er áformaður orku- kaupandi, sem einnig mun kaupa raforku frá jarðvarmavirkjunum á Norðaustur landi; í Bjarnarflagi, á Þeistareykjum og í Kröflu, en Jökulsárvirkjunin verður kjölfestan . Í Straumsvík er gjörnýting framleiðslu- tækjanna að ná endapunkti . Einn ker skál - anna þriggja hefur verið lengdur og straum- ur í öllum kerskálunum hækkaður um 43% eftir um 500 milljóna bandaríkjadala (MUSD) fjárfestingar, sem einnig voru til að auka verðmæti afurð anna per tonn . Með hátækni og góðri stjórnun er fram leiðslan hámörkuð á gömlu verk smiðju lóðinni . Heildarframleiðsla áls í landinu er árið 2015 áætluð að ná 1,7 milljónum tonna árið 2020 . Álverð hefur farið stöðugt hækkandi vegna eftirspurnaraukningar frá Kína og Indlandi og öðrum vaxandi mörkuðum og lokunar úreltra álvera víðs vegar um heiminn, þar sem hátt orkuverð, mengunarákvæði og koltvíildisgjald hafa gert þeim ókleift að standast samkeppni . Íslenzku álverin eru tæknilega í fremstu röð og njóta aðgangs að endurnýjanlegum og tiltölulega hreinum orkulindum . Þau standa þess vegna sterkt að vígi í alþjóðlegri samkeppni . Árið 2015 er álverð á LME (London Metal Exchange) komið upp í 3100 USD/t (bandaríkjadali á tonn), og spáð er verðinu 3700 USD/t árið 2020 . Verðið til íslenzkra álvera er hærra vegna virðisaukningar í framleiðsluferlinu og gæti þá numið 4000 USD/t árið 2020 . Þetta jafngildir þá útflutningsverðmætum áls um 6,8 milljörðum bandaríkjadala eða 680 milljörðum kr árið 2020 . Viðkomandi sveitarfélög, ríkissjóður og hagkerfið allt njóta góðs af .
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.