Þjóðmál - 01.09.2011, Side 71

Þjóðmál - 01.09.2011, Side 71
 Þjóðmál HAUST 2011 69 Ríkisfjármál Vinstri stjórnin gafst upp á limminu áður en kjörtímabilinu lauk, eins og allar vinstri stjórnir hafa gert á undan henni . Hún missti reyndar meirihluta sinn, þegar kom að atkvæðagreiðslu um ESB, en hún var þá komin í algert öngstræti með hagkerfi landsins og ríkisfjármálin . Hagvöxtur var enginn og skatttekjur ríkisins fóru þverrandi þrátt fyrir stöðugt meiri skattheimtu . Atvinnuleysið var komið yfir 10%, og þjóðinni fjölgaði ekkert . Innviðir samfélagsins, s .s . heilbrigðiskerfið, voru að hruni komnir vegna atgervisflótta . Snöggur viðsnúningur varð við stjórnar- skiptin, því að þjóðinni var þá blásin bjartsýni í brjóst og skelegg áætlun lögð fram um að leiðrétta skuldabyrði einstaklinga og fyrirtækja og að koma hjólum atvinnulífsins í gang með fjárfestingum í sjávarútvegi, landbúnaði, iðnaði og virkjunum, svo að fjárfestingar í landinu næmu um 400 milljörðum kr á ári fram undir 2020, sem er tvöföldun frá 2010 . Árið 2015 er búið að hækka frítekjumark tekjuskatts einstaklinga í 2 milljónir kr, setja á eitt skattþrep, 35%, og fær ríkið 20% og sveitarfélögin 15% . Skattkerfið hefur með þessu móti, og afnámi afsláttar og endurgreiðslna, verið einfaldað . Tekjuskatt- ur fyrirtækja hefur verið lækkaður niður í 12% til að örva fjárfestingar og möguleiki á flutningi tekjuafgangs á milli ára afnuminn . Fjármagnstekjuskattur var einnig settur í 12% af heildarfjármagnseign til að örva sparnað, sem er grundvöllur fjárfestinga . Virðisaukaskattur var einfaldaður í eitt þrep, 22%, árið 2013 og rætt er um lækkun í 20% árið 2015 . Allar þessar skattalagabreytingar, sem komu til framkvæmda árið 2013, hafa þegar nú, árið 2015, ásamt öðrum hag- vaxta rh vetjandi aðgerðum, aukið skatt- tekjur ríkisins um 100 milljarða kr . Með einka væðingu í ríkisrekstri á sviði heil- brigðis mála og menntamála hefur þegar tekizt að minnka útgjöld ríkissjóðs um 50 milljarða kr, svo að nú er a .m .k . 50 milljarða kr tekjuafgangur hjá ríkissjóði, sem allur fer til að grynnka á skuldasúpunni og til að efla gjaldeyrisvarasjóðinn . Með þessu áframhaldi verða skuldir ríkissjóðs komnar undir 50% af vergri landsframleiðslu, VLF, árið 2020, en betur má, ef duga skal . Þessi þróun mála hefur þegar á árinu 2015 stórbætt lánshæfismat ríkissjóðs og þar með allra ríkisfyrirtækja og lækkað vaxtakostnað í landinu . Krónan er traustur gjaldmiðill vegna mikils greiðsluafgangs á viðskiptajöfnuði við útlönd . Seðlabankinn, sem er sjálfstætt stjórnvald samkvæmt nýrri stjórnarskrá, er ábyrgur fyrir gengi og verð- lagsþróun . Hann hindrar hækkun geng is- ins með lækkun vaxta og kemur í veg fyrir eigna bólumyndun með takmörkun á fé í umferð, þ .e . bindur fjármagn banka í Seðla- bank anum . Í nýrri stjórnarskrá eru ákvæði um strang- ar takmarkanir við samþykkt Alþingis á tekjuhalla ríkissjóðs sem og á útgjaldaauka . Ríkissjóður er þess vegna rekinn með hagn- aði, nema óvænt og óhjákvæmileg útgjöld beri að garði, og útgjaldaaukinn er innan þeirra marka, sem meðalhagvöxtur undan- farinna 5 ára leyfir . Þar að auki hafa verið sett lög um hámark ríkisútgjalda við 35% af VLF ársins á undan samkvæmt áætlun Hagstofunnar . Með þessu móti er stöðugleiki efnahags- mála tryggður í landinu . Árið 2015 er búizt við, að allar framan- greindar ráðstafanir komi atvinnuleys inu niður í 3%, og brottfluttir Íslending- ar, þ .á m . hámenntaðir sérfræðingar, eru tekn ir að snúa heim, reynslunni ríkari, til að freista gæfunnar í öflugu hagkerfi, enda er spáð 4% kaupmáttaraukningu, og

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.