Þjóðmál - 01.09.2011, Síða 73

Þjóðmál - 01.09.2011, Síða 73
 Þjóðmál HAUST 2011 71 Jón Þ . Þór Paul Johnson Enski sagnfræðingurinn og rithöfund-urinn Paul Johnson er tvímælalaust í hópi þekktustu rithöfunda í hinum ensku- mælandi heimi og hér á landi á hann sér marga aðdáendur . Ferill hans er ærið litríkur, svo ekki sé fastar að orði kveðið . Hann er óhemju afkastamikill við bæði bóka- og greinaskrif og hefur skrifað fjölda verka um hin margbreytilegustu efni, ævisögur og æviþætti, stór rit um trúarbragðasögu, þjóðarsögu tveggja landa og mikið rit um sögu 20 . aldar . Eru þá aðeins talin stærstu rit hans . Johnson þykir einstaklega beittur og skemmtilegur penni . Hann sér hlutina oft í öðru ljósi en aðrir, er oft bráðfyndinn og meinyrtur og hefur aldrei verið þekktur fyrir að liggja á skoðunum sínum um menn og málefni . Pólítískar skoðanir hans hafa löngum farið fyrir brjóstið á mörgum og í þeim efnum hefur hann ekki hikað við að söðla um þegar honum hefur boðið svo við að horfa . Hann er sannkristinn, hákaþólskur, og lengi vel þóttist hann vera öðrum mönnum siðavandari og hikaði ekki við að senda þeim tóninn sem höfðu hrasað á hinni hálu og þröngu braut dyggðanna . Svo komst upp að í þeim efnum var ekki allt sem sýndist og að Johnson var fráleitt sá engill sem hann vildi vera láta . Hér á eftir verður fjallað stuttlega um feril Pauls Johnson og megináhersla lögð á að segja frá ritverkum hans og rithöfundarferli . Rúmsins vegna verður þó aðeins um stutt yfirlit að ræða og engin tilraun verður gerð til þess að kryfja bækur hans til mergjar . Nemandi A .J .P . Taylor Ólíkt flestum íslenskum starfsbræðrum sínum á 20 . öld hafa breskir sagn- fræðingar aldrei veigrað sér við eða talið fyrir neðan virðingu sína að rannsaka og rita um sögu annarra þjóða en sinnar eigin . Þvert á móti hafa þeir allt frá því á dögum Edwards Gibbon á 18 . öld löngum verið í fremstu röð í umfjöllun um sögu Evrópu, allt frá fornöld og fram á okkar daga, og margir þeirra hafa samið ágæt rit um sögu landa og þjóða í öðrum heimsálfum . Ekki leikur á tvennu, að þessi iðja hefur auðgað breska sagnfræði og menningu og ýmis rök má færa fyrir því að vegna hennar hafi rannsóknir á breskri sögu orðið frjórri og betri en ella . Sagnfræðingarnir sem fást við erlenda sögu hafa betri yfirsýn og víðara sjónarhorn en þeir sem aldrei hafa hleypt heimdraganum í fræðum sínum og geta fyrir vikið sett sögu eigin þjóðar í alþjóðlegt samhengi . Þetta sést best af því að margir þeirra bresku sagnfræðinga, sem mest og best hafa fjallað um erlenda sögu, hafa flestir einnig verið í fremstu röð í ritun breskrar sögu . Margir þeirra hafa orðið heimsþekktir fyrir verk sín, sem mörg hafa verið þýdd á erlend
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.