Þjóðmál - 01.09.2011, Qupperneq 78

Þjóðmál - 01.09.2011, Qupperneq 78
76 Þjóðmál HAUST 2011 þegar hann sneri sér að bókaskrifum, og víst er, að fréttagreinar hans og viðtöl í The New Statesman nutu vinsælda . Á þessum árum hélt hann jafnan dagbók og nú um mitt sumar kom út bók sem nefnist Brief Lives og byggist á dagbókunum . Þar segir Johnson frá kynnum sínum af ýmsum valda- og áhrifamönnum í stjórnmálum, bókmenntum og listum víða um heim . Stjórnmálaskoðanir Johnsons tóku að breyt ast þegar kom fram á 8 . áratuginn . Að eigin sögn ofbauð honum hnignunin sem hvar vetna blasti við á Bretlandi, dáðleysi vinstri manna og Verkamannaflokksins og um fram allt ofríki verkalýðshreyfingarinnar sem barðist gegn öllum nýjungum og hékk eins og hundur á roði á gömlum rétt indum og oft úreltum kennisetningum . Hann þokaðist smám saman til hægri og eftir kosn- ingasigur Margrétar Thatcher og Íhalds- flokksins í kosningunum árið 1979 varð Johnsons einn af nánustu ráðgjöfum hennar og ræðuskrifurum . Sem slíkur hafði hann umtalsverð áhrif og undanfarna þrjá áratugi hefur hann verið í hópi áhrifamanna í Íhalds- flokknum . Á seinni árum hefur þó sumum félögum hans á þeim slóðum þótt nóg um íhaldssemi hans sem sumir þeirra vilja fremur kenna við afturhald en íhald . Johnson hefur í greinaskrifum verið mjög gagnrýninn á nútímann og þau gildi sem einkenna nútíma- samfélag . Hann er einnig þekktur fyrir íhalds- semi í trúmálum og hefur ekki síst beint spjótum sínum gegn hinum þekkta guð leys- ingja Richard Dawkins . Fyrir það og ýmsar pólitískar yfirlýsingar, m .a . um Richard Nixon og Bill Clinton, nýtur hann álits og vinsælda meðal bandarískra íhaldsmanna og er vinsæll fyrirlesari í Bandaríkjunum . Þá skrifar hann reglulega í bandarísk blöð, m .a . The New York Times og The Wall Street Journal . Paul Johnson kvæntist árið 1958 Marigold Hunt og eiga þau fjögur börn . Hann var lengi vel talinn fyrirmyndar eiginmaður og fjölskyldufaðir og boðaði mikilvægi hjónabandsins, siðavendni og tryggð við fornar dyggðir í blaðagreinum sínum . Árið 1998 kom hins vegar upp úr dúrnum að hann hafði undanfarin ellefu ár átt í ástarsambandi við rithöfundinn Gloriu Stewart . Hún sagði frá sambandi þeirra í blöðum, að eigin sögn vegna þess að henni ofbuðu siðapredikanir Johnsons á opinberum vettvangi . Þær þóttu henni harla hræsnisfullar í ljósi þess sem hún vissi . Paul Johnson er nú orðinn roskinn maður og hætt er við að hann fari heldur að hægja ferðina í bóka- og greinaskrifum . Enn má þó vafalítið vænta nýrra verka frá hans hendi og fátt bendir til annars en að hann haldi áfram skriftum svo lengi sem hann fær valdið pennanum . Samtök fjármálafyrirtækja segjst hafa lækkað skuldir heimilanna um 143 .9 milljarða . Er þetta virkilega rétt? Þegar betur er að gáð þá er þetta röng og villandi fram setning á einföldu máli . Staðreyndin er sú að með endurreikningi ólög- mætra gengistryggðra lána lækka þau um 119 milljarða . Þetta er ekki lækkun heldur leiðrétting í samræmi við niðurstöðu Hæstaréttar . Þá standa eftir 24 .9 milljarðar en af þeim eru 18 .7 milljarðar sem er lækkun vegna þess að fjármála- fyrirtæki samþykktu lækkun óveðtryggðra lána með svo kallaðri 110% leið . Rúmir 5 milljarðar eru síðan lækkun vegna sértækrar skuldaaðlögunar . Staðreyndin er þá sú að engin lækkun hefur orðið á innheimtanlegum skuldum eins og þær eru kallaðar . Eina lækkunin sem hefur orðið og fjármálafyrirtækin telja sér til gæða er lækkun í samræmi við landslög og langt umfram veðmörk þannig að sýnt var að þær mundu aldrei innheimtast . Sýnist einhverjum að það sé verið að gefa gjafir? jonmagnusson .blog .is, 31 . ágúst 2011 Gjafir eru yður gefnar
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.