Þjóðmál - 01.09.2011, Page 80

Þjóðmál - 01.09.2011, Page 80
78 Þjóðmál HAUST 2011 Ljósmyndirnar í verkinu vekja sérstaka athygli, en flestar þeirra hafa ekki komið fyrir almenn ings sjónir áður . Myndirnar eru einstakar heimilir um byggingarsögu bæjarins og mannlífið á fyrri tíð . Í fyrsta bindinu eru á þriðja þúsund ljós- myndir, húsamyndir, mannamyndir og þjóðlífsmyndir . Það vekur nokkra at- hygli hversu ítarlegt safn ljósmynda af íbúunum á þessum tíma hefur varðveist og hvað margir létu taka af sér myndir . Tímasetningin um 1910 er greinilega heppileg að því leyti að þá virðast flestir íbúanna hafa átt ljósmyndir af sér og sínum nánustu . Sigfús Eymundsson hafði hafið rekstur ljós mynda stofu sinnar um 1870 en eftir aldamótin voru fjölmargir ljósmyndarar teknir til starfa í Reykjavík . Í bókinni Reykvíkingar er að finna stórskemmtilegar myndir úr gömlu Reykjavík ásamt greinargóðum kortum sem sýna þróun bæjarins . Vetrarmyndin að ofan mun tekin skömmu eftir aldamótin 1900 . Á henni sér vestur yfir bæinn úr Bankastræti . Fremst er Bernhöftsbakarí, en síðan hús Sigfúsar Eymundssonar ljósmyndara á horni Lækjargötu og Austurstrætis . Hinum megin við Austurstræti og við Lækjartorg er nýtt hús Íslandsbanka . Efst til vinstri er Landakot .

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.