Þjóðmál - 01.09.2011, Blaðsíða 83

Þjóðmál - 01.09.2011, Blaðsíða 83
 Þjóðmál HAUST 2011 81 Stefán Gunnar Sveinsson Sósíalistaflokkurinn og Vesturveldin 1939–1941 Sósíalistaflokkurinn og arftakar hans háðu um langa hríð harða baráttu gegn áhrifum Vesturveldanna hér á landi . Þeir kröfðust meðal annars úrsagnar Íslands úr Atlantshafsbandalaginu og vildu að varnarsamningi Íslands og Bandaríkjanna frá 1951 yrði rift . Þessi barátta sósíalista gegn Bandaríkjunum átti rætur að rekja til stríðsáranna og þeirrar afstöðu sem sósíal- ist ar tóku þá til stórveldanna . Í þessari grein verður athugað hvaða augum flokksmenn Sam einingarflokks alþýðu – Sósíalista- flokks ins litu Vesturveldin, Bretland og Banda rík in, frá upphafi styrjaldar innar og fram til vors 1941 .1 Sósíalistaflokkurinn var tæplega ársgamall þegar stríðið hófst en í honum mættust tveir hópar manna, kommúnistar úr Komm ún - ista flokki Íslands – deild í Komintern (KFÍ) og sósíaldemókratar, undir forystu Héð- ins Valdimarssonar, sem höfðu klofið sig úr Alþýðuflokknum . Stofnun flokksins var af- rakst ur stefnu þeirrar sem Komm únista flokk - ur inn hafði rekið síðan um 1935 og kennd var við „Samfylkingarstefnu“ (e . Popul ar 1 Þessi grein er byggð á BA-ritgerð höfundar í sagnfræði, sem samin var árið 2004 við Háskóla Íslands, „Baráttan gegn auðvaldinu . Íslenskir sósíalistar, Bretland og Bandaríkin 1939–1946 .“ Front) . Systurflokkar KFÍ um allan heim höfðu tekið þessa stefnu upp á arma sína að boði Komintern .2 Aðalatriði hennar var það að taka ætti höndum saman við sósíal dem- ó krata til þess að reyna að stemma stigu við uppgangi fasismans, sem komm únistar töldu vera erkióvin sameignarstefn unnar . Þegar griðasáttmáli Stalíns og Hitlers var undirritaður í Moskvu 23 . ágúst 1939 var þeim fregnum víðast hvar tekið með vantrú og ótta, enda ljóst að Þjóðverjum hafði verið afhent frítt spil gegn Pólverjum í milliríkjadeilu þeirra . Til dæmis sagði Morgun blaðið að tilkynningin hefði komið sem „þruma úr heiðskíru lofti“ .3 Ekki voru þó allir jafnvondaufir yfir þessum tíðindum . „Brjóta Sovétríkin öxulinn?“ var spurt með stríðsletri á forsíðu Þjóðviljans eftir að griðasáttmáli Þjóðverja og Sovétríkjanna var undirritaður .4 Sovétríkin höfðu þar með 2 Sjá McDermott, Kevin, og Jeremy Agnew: The Comint­ ern (London, 1996), bls . 120–121, og Jón Ólafsson: Kæru félagar (Reykjavík, 1999), bls . 85–98 . 3 „Sem þruma úr heiðskíru lofti“, Morgunblaðið 23 . ágúst 1939 . Heiti dagblaðsgreina í tilvísunum eru jafnan styttar . 4 „Brjóta Sovétríkin „öxulinn“?“, Þjóðviljinn 28 . ágúst 1939 . – Upphaflega átti fyrirsögnin að vera svohljóðandi: „Sovétríkin bjarga friðnum í Norðurálfu“ ef marka má orð Arnórs Sigurjónssonar, miðstjórnarmanns í Sósíalista flokkn- um, sem sagði sig svo úr honum síðar . Þór Whitehead: Milli vonar og ótta (Reykjavík, 1995) bls . 59 .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.