Þjóðmál - 01.09.2011, Blaðsíða 83
Þjóðmál HAUST 2011 81
Stefán Gunnar Sveinsson
Sósíalistaflokkurinn og
Vesturveldin 1939–1941
Sósíalistaflokkurinn og arftakar hans háðu um langa hríð harða baráttu gegn
áhrifum Vesturveldanna hér á landi . Þeir
kröfðust meðal annars úrsagnar Íslands
úr Atlantshafsbandalaginu og vildu að
varnarsamningi Íslands og Bandaríkjanna
frá 1951 yrði rift . Þessi barátta sósíalista
gegn Bandaríkjunum átti rætur að rekja til
stríðsáranna og þeirrar afstöðu sem sósíal-
ist ar tóku þá til stórveldanna . Í þessari grein
verður athugað hvaða augum flokksmenn
Sam einingarflokks alþýðu – Sósíalista-
flokks ins litu Vesturveldin, Bretland og
Banda rík in, frá upphafi styrjaldar innar og
fram til vors 1941 .1
Sósíalistaflokkurinn var tæplega ársgamall
þegar stríðið hófst en í honum mættust tveir
hópar manna, kommúnistar úr Komm ún -
ista flokki Íslands – deild í Komintern (KFÍ)
og sósíaldemókratar, undir forystu Héð-
ins Valdimarssonar, sem höfðu klofið sig úr
Alþýðuflokknum . Stofnun flokksins var af-
rakst ur stefnu þeirrar sem Komm únista flokk -
ur inn hafði rekið síðan um 1935 og kennd
var við „Samfylkingarstefnu“ (e . Popul ar
1 Þessi grein er byggð á BA-ritgerð höfundar í sagnfræði,
sem samin var árið 2004 við Háskóla Íslands, „Baráttan
gegn auðvaldinu . Íslenskir sósíalistar, Bretland og
Bandaríkin 1939–1946 .“
Front) . Systurflokkar KFÍ um allan heim
höfðu tekið þessa stefnu upp á arma sína að
boði Komintern .2 Aðalatriði hennar var það
að taka ætti höndum saman við sósíal dem-
ó krata til þess að reyna að stemma stigu við
uppgangi fasismans, sem komm únistar töldu
vera erkióvin sameignarstefn unnar .
Þegar griðasáttmáli Stalíns og Hitlers
var undirritaður í Moskvu 23 . ágúst 1939
var þeim fregnum víðast hvar tekið með
vantrú og ótta, enda ljóst að Þjóðverjum
hafði verið afhent frítt spil gegn Pólverjum
í milliríkjadeilu þeirra . Til dæmis sagði
Morgun blaðið að tilkynningin hefði komið
sem „þruma úr heiðskíru lofti“ .3 Ekki voru
þó allir jafnvondaufir yfir þessum tíðindum .
„Brjóta Sovétríkin öxulinn?“ var spurt
með stríðsletri á forsíðu Þjóðviljans eftir að
griðasáttmáli Þjóðverja og Sovétríkjanna
var undirritaður .4 Sovétríkin höfðu þar með
2 Sjá McDermott, Kevin, og Jeremy Agnew: The Comint
ern (London, 1996), bls . 120–121, og Jón Ólafsson: Kæru
félagar (Reykjavík, 1999), bls . 85–98 .
3 „Sem þruma úr heiðskíru lofti“, Morgunblaðið 23 . ágúst
1939 . Heiti dagblaðsgreina í tilvísunum eru jafnan styttar .
4 „Brjóta Sovétríkin „öxulinn“?“, Þjóðviljinn 28 . ágúst
1939 . – Upphaflega átti fyrirsögnin að vera svohljóðandi:
„Sovétríkin bjarga friðnum í Norðurálfu“ ef marka má orð
Arnórs Sigurjónssonar, miðstjórnarmanns í Sósíalista flokkn-
um, sem sagði sig svo úr honum síðar . Þór Whitehead: Milli
vonar og ótta (Reykjavík, 1995) bls . 59 .