Þjóðmál - 01.09.2011, Qupperneq 86

Þjóðmál - 01.09.2011, Qupperneq 86
84 Þjóðmál HAUST 2011 talið að þau hafi borist 25 . september með Dave Springhall, fulltrúa breska komm- únistaflokksins hjá Komintern, en þau höfðu borist til kommúnistaflokks Banda- ríkjanna um 11 . september 1939 . Franski flokkurinn fékk fyrirmælin 19 . september og snerist gegn stríðinu 21 . september . Breski flokkurinn náði ekki að útkljá innan flokksdeilur sínar fyrr en í byrjun október .22 Ýmsar spurningar vakna varðandi fyrir- mæli Komintern og Sósíalistaflokkinn ís- lenska . Sósíalistaflokkurinn var stofnaður 1938 við samruna Kommúnistaflokks Íslands (K .F .Í .) við hóp manna er höfðu klofið sig úr Alþýðuflokknum undir forystu Héðins Valdimarssonar og flokkurinn var á ýmsan hátt ólíkur KFÍ . Sósíalistaflokkurinn var til dæmis ekki formlega séð deild í Komintern eins og fyrirrennari hans . Flokksstjórn hans samanstóð af mönnum úr báðum þeim fylkingum sem komu saman í hinum nýstofnaða flokki . Fékk flokkurinn sams konar fyrirmæli og aðrir flokkar í Evrópu? Ef svo var, hvenær bárust þau? Ef engin fyrirmæli bárust, hvers vegna breytti Þjóðviljinn um stefnu á sama hátt og aðrir kommúnistaflokkar í Evrópu? Svör við þessum spurningum liggja ekki á lausu en hægt virðist að fullyrða að ef bein fyrirmæli hafa borist frá Komintern til Sósíalistaflokksins hefði tilvist þeirra verið vel auglýst af „Héðinsmönnum“ eftir að Sósíal ista flokkurinn klofnaði 1940 . Í ljósi þess að sambandið milli Sósíalistaflokksins og Kom in tern var stopult eftir stofnun flokksins 1938 verður að telja ólíklegt að Sósíalista flokkurinn sem slíkur hafi fengið bein fyrirmæli frá Moskvu, heldur einungis kommúnistaarmur hans, sem hafði til þess ýmsar boðleiðir . 22 Johnstone, Monty: „Introduction“, About Turn (Lon- don, 1990), bls . 22-23 . – McDermott, Kevin, og Jeremy Agnew: The Comintern, bls . 195 . Þór Whitehead greinir frá því í bók sinni Sovét­Íslandi að helsta boðleiðin frá Moskvu til íslenskra kommúnista innan Sósíalista- flokksins hafi legið í gegnum Danmörku með skipum Eimskipafélagsins áður en Þjóð verjar hernámu landið í apríl . „Stutta tesan“ hefur því líklega náð í hendur Einars Olgeirssonar og Brynjólfs Bjarnasonar án mikilla vandræða . Þá vekur athygli hvað íslenskir sósíalistar hafa í raun fylgst vel með stefnu Komintern og verið fljótir að tileinka sér breytingar á henni í þessu tilviki . Hægt er að greina fyrstu merki um breytingar á stefn- unni rétt fyrir mánaða mótin september- október 1939 eða á sama tíma og grann- þjóðirnar og jafnvel fyrr en hjá Bretum en þar urðu miklar deilur um fyrirmælin sem ekki voru leystar fyrr en í byrjun október .23 Einar Olgeirsson segir í æviminningum sínum að Stalín og Komintern hafi einfaldað „um of skilgreininguna á stríðinu með því að kalla það eingöngu imperíalískt stríð og setja auðvaldsríkin þannig undir einn hatt . . .“24 Í staðinn hefðu sósíalistar átt að leggja áherslu á að berjast gegn fasismanum og jafnframt að berjast fyrir því að skipt yrði um stjórn innanlands til að koma í veg fyrir samninga við Þjóðverja . Einar segir að afstaða Sósíalistaflokksins hafi einkennst af því að þýska auðvaldið bæri höfuðábyrgðina en enska og franska auðvaldið ætti líka sök á stríðinu, eins og getið var hér að ofan . Hann lætur þess hins vegar alveg ógetið að skilningur íslenskra sósíalista á stríðinu breyttist seinni hlutann í september . Líkt og kallað var eftir í fyrirmælum Komintern fóru þeir að setja öll auðvaldsríkin undir sama hatt, og í þeim samanburði veitti Bretum og Frökkum jafnan verr en Þjóð verjum .25 23 McDermott, Kevin, og Jeremy Agnew: The Comintern, bls . 195; Þór Whitehead, Sovét­Ísland, óskalandið, (Reykja- vík 2010), bls . 122-3 og 367-8 . 24 Einar Olgeirsson: Ísland í skugga heimsvaldastefnunnar (Reykjavík, 1980), bls . 90 . 25 Einar Olgeirsson: Ísland í skugga heimsvaldastefnunnar,
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.