Þjóðmál - 01.09.2011, Síða 88

Þjóðmál - 01.09.2011, Síða 88
86 Þjóðmál HAUST 2011 Ekki er ástæða til þess að rekja hér í smá- atriðum vetrarstríðið og þann gríðar lega mót byr („Finnagaldurinn“) sem Sósíal- ista flokk urinn varð fyrir vegna þess að hann studdi Sovétríkin í stríðinu . Rétt er þó að drepa á nokkur atriði . Um 40% af áskrifendum Þjóðviljans sögðu blaðinu upp .31 Auglýsendur settu blaðið í auglýsingabann . Viðbrögð stjórnmálamanna létu heldur ekki á sér standa . Alþingi gerði nokkurra daga hlé á störfum sínum meðan þingmenn Þjóðstjórnar innar ásamt Bændaflokknum athuguðu næstu skref . Uppi voru kröfur um að banna flokkinn þar sem sannast hafði að mati sumra að Sósíalistaflokkurinn lyti erlendum yfirráðum . Það var hins vegar ekki gert en í staðinn sagt að virðingu Alþingis væri misboðið með setu sósíalista á þingi . Einari Olgeirssyni, Brynjólfi Bjarnasyni og Ísleifi Högnasyni var svo vísað úr Íslandsdeild Norræna þingmannasambandsins sem var forveri Norðurlandaráðs .32 Á sama tíma voru þingmenn Sósíalistaflokksins einangraðir, enginn svaraði ræðum þeirra, og aðrir þingmenn létu eins og þeir væru ekki til . Sósíalistar brugðust þá við með að halda uppi málþófi þannig að þingstörfin sóttust seint .33 Áhrif klofningsins á málflutning sósíal- ista eru augljós . Þjóðviljinn varð mun ofsa- fengnari í afstöðu sinni til utanríkismála og þá sérstaklega til Breta . Alls staðar mátti greina „rödd enska auðvaldsins, sem heimtar Norðurlönd í stríð við Sovétríkin .“34 Einnig þótti augljóst að Bandamenn vildu gera „allt til þess að gera Norðurlönd að styrjaldarsvæði, ekki fyrst og fremst til þess að hjálpa Finnum, heldur til þess að fá betri aðstöðu til baráttu gegn Þýskalandi .“35 31 Árni Bergmann: Blaðið okkar (Reykjavík, 1986), bls . 51 . 32 „Þjóðstjórnarliðið á þingi gerir sig að athlægi“, Þjóðviljinn 5 . desember 1939 . 33 Þór Whitehead: Milli vonar og ótta, bls . 68-69 . – Einar Olg- eirsson: Kraftaverk einnar kynslóðar (Reykjavík, 1983), bls . 382 . 34 „Stríðsæsingamenn á Íslandi“, Þjóðviljinn 21 . febrúar 1940 . 35 „Daladier hótar að fara með her yfir Norðurlönd“, Þjóðviljinn 13 . mars 1940 . Var talið að Bandamenn hefðu ekki einu sinni áhuga á baráttu gegn Þýskalandi heldur sæktust fyrst og fremst eftir að herja gegn Rússum . Þeir hefðu því æst Finna til þess að ráðast gegn Rússum .36 Styrjöldin var ekki styrjöld milli Finna og Rússa „heldur var hér um að ræða styrjöld milli Sovétríkjanna og Vesturveldanna,“ sem væru að „búa sig undir árás á Rússland og notuðu finnsku hvítliðana sem verkfæri .“37 Árás „heimsauðvaldsins [Breta og Frakka] á Sovétríkin“ var ekki langt undan .38 Þegar friður var saminn á milli Rússlands og Finn- lands var því lýst sem stórkostlegum ósigri fyrir „afturhaldsstjórnir Bretlands og Frakk- lands .“39 Friðarsamningarnir voru teknir sem óræk sönnun fyrir því að stríðið í Finn- landi var „varnarstríð“ gegn „fyrir hugaðri árás brezka og franska auðvaldsins .“40 Bretar þóttu ekki einungis varhugaverðir með tilliti til Rússlands . Þegar þjóðstjórnin lét gera leynilegan viðskiptasamning við Breta í ársbyrjun 1940 kom Þjóðviljinn upp um hann . Hneykslaðist blaðið mjög á ákvæðum hans, einkum sameiginlegri viðskipta- nefnd þjóðanna tveggja . Samningurinn var kallaður landráðasamningur sem stofnaði hlutleysi Íslands í hættu .41 Með honum hefði afstaða íslensku þjóðarinnar til brezku heimsveldisstefnunnar orðið „enn einu sinni að stærsta utanríkisvandamáli þjóðar vorrar .“42 Raunverulegt sjálfstæði íslensku þjóðarinnar gæti ef til vill aldrei orðið „á meðan brezka heimsvaldastefnan 36 „Sendiherrar Breta, Frakka og Ítala í Moskva“, Þjóðviljinn 4 . janúar 1940 . 37 Brynjólfur Bjarnason: „Innlend víðsjá“, Réttur 1:25 (1940), bls . 37 . 38 „Er árás auðvaldsríkjanna á Sovétríkin að hefjast?“, Þjóðviljinn 4 . janúar 1940 . 39 „Sovétríkin og Finnland hafa samið frið“, Þjóðviljinn 14 . mars 1940 . 40 „Hvað sýna friðarsamningar Sovétríkjanna og Finn- lands?“, Þjóðviljinn 14 . mars 1940 . 41 „Utanríkisverzlun Íslands“, Þjóðviljinn 25 . janúar 1940 . 42 „„Fleiri en Danir kunnu að leika grátt““, Þjóðviljinn 26 . janúar 1940 .
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.