Þjóðmál - 01.09.2011, Síða 89

Þjóðmál - 01.09.2011, Síða 89
 Þjóðmál HAUST 2011 87 og aðrar yfirdrottnunarstefnur“ væru til í heiminum .43 Lítið sem ekkert var minnst á heimsvaldastefnu Þjóðverja . Hinn fjandsamlegi tónn sem heyrst hafði í upphafi stríðs var nú horfinn . Ekki var lengur þörf á því að banna flokksdeild þýska nasistaflokksins hér á landi . Öðru nær, í kjölfar viðskiptasamnings Íslendinga við Breta og stofnunar viðskiptanefndar Íslendinga og Breta var þörf á því að samn- ingar væru „tafarlaust teknir við Þjóðverja um myndun samskonar nefndar, sem í sé fulltrúi frá þeim . . .“44 Þjóðviljinn taldi „ríkis stjórnina hafa framið hið háskalegasta verk með samkomulaginu við brezku stjórnina“ og þess vegna yrði „þjóðin að taka í taumana og eyðileggja afleiðingarnar af þessu glapræði með því að gera samning við Þjóðverja líka .“45 Hlutleysið, sem áður hafði krafist þess að fylgst yrði með starfsemi Þjóðverja hér á landi, krafðist nú að teknir yrðu upp samningar um viðskipti við þá . Þjóðviljinn eyddi mestu púðri í að gagnrýna Breta en greint er á nokkuð vinsamlegan hátt frá viðskiptasamningi Þjóðverja og Rússa .46 Bretum voru hins vegar bornar á brýn ýmsar ávirðingar, svo sem sífelld brot á réttindum hlutlausra þjóða . Hinn 9 . apríl 1940, daginn sem Þjóðverjar réðust á Danmörku og Noreg fjallar forsíðufréttin með stríðsfyrirsögn um gróft hlutleysisbrot Breta í norskri landhelgi, þar sem Bretar höfðu lagt tundurdufl . „Verndarar smáþjóðanna“ höfðu kastað grímunni .47 Ekki nóg með það, heldur gat verið von á „tafarlausum 43 Sama heimild . 44 „Þjóðstjórnarblaðið Vísir“, Þjóðviljinn 28 . janúar 1940 . – Sjá einnig Þór Whitehead: Milli vonar og ótta, bls . 186-188 . 45 „Þjóðstjórnarblaðið Vísir“, Þjóðviljinn 28 . janúar 1940 . – Sjá einnig „Utanríkisverzlun Íslands sett undir leynilegt eft- irlit brezku ríkisstjórnarinnar“, Þjóðviljinn 25 . janúar 1940 . 46 „Isvestia um viðskiptasamning Sovétríkjanna og Þýzkal .“, Þjóðviljinn 20 . febrúar 1940 . 47 „Brezkur floti ræðst inn í landhelgi Noregs“, Þjóðviljinn 9 . apríl 1940 . mótaðgerðum“ af hálfu Þjóðverja vegna aðgerðanna .48 Daginn eftir, hinn 10 . apríl, er önnur fyrirsögn með stríðsletri: „Þýzkur her ræðst inn í Danmörku og Noreg .“49 Tekið var sérstaklega fram að tundurduflalagnir Breta frá því deginum áður gætu ekki verið ástæðan fyrir innrásinni . Þótt Þjóðviljinn lýsti yfir djúpri samúð sinni með Dönum og Norðmönnum er dregist hefðu inn í stórveldastyrjöldina, fór lítið á því að Þjóðverjar væru fordæmdir sérstaklega fyrir framferði sitt og hlutleysisbrot . Skuldinni var frekar skellt á heimsauðvaldið: Saklausri og friðsamri alþýðu Norðurlanda á að blæða fyrir það að enskir, franskir og þýzkir auðmenn eiga í hildarleik sín á milli um það, hvernig þeir skuli skipta heiminum á milli sín . . . . Með ískaldri útreiknandi eigingirni pen ingafurstanna í London, París og Berlín eru nú þessi friðsömu lönd [Danmörk og Noregur] gerð að reitum á blóðugu tafli þeirra um heimsyfirráðin og þessum varnarlitlu smáþjóðum skákað fram á móti vilja sínum, fórnað fyrir framandi hagsmuni, sem ekkert eiga skylt við frelsi, lýðræði eða réttlæti .50 Áhugavert er að sjá hér vísað í frelsi, lýð- ræði og réttlæti en sósíalistar höfðu kallað bandamenn hræsnara sem segðust berjast fyrir þessum gildum með annarri hendi en kúguðu svo aðrar þjóðir með hinni .51 Jafnað var saman hlutleysisbrotum Breta og Frakka við innrás Þjóðverja jafnvel þótt að hinir fyrrnefndu væru nú að hjálpa Norðmönnum að verjast gegn innrásinni: „Þó finna menn að eitthvað mun vera bogið við það siðgæði sem fær Breta, Frakka og Þjóðverja, alla í einum hóp, til þess að fótumtroða rétt og 48 „Þýzkur floti á leið til Noregs?“, Þjóðviljinn 9 . apríl 1940 . 49 „Þýzkur her ræðst inn í Danmörku“, Þjóðviljinn 10 . apríl 1940 . 50 „Hrammur stórveldastyrjaldarinnar“, Þjóðviljinn 10 . apríl 1940 . 51 Sjá t .d . „Brezka landvinningastefnan og Ísland“, Þjóðviljinn 29 . mars 1940 og „Bretar heimta að skoða allan póst“, Þjóðviljinn 29 . febrúar 1940 .
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.