Þjóðmál - 01.09.2011, Qupperneq 92

Þjóðmál - 01.09.2011, Qupperneq 92
90 Þjóðmál HAUST 2011 hervald, sem traðkar rétt og sjálfstæði vort undir fótum væri ánægt með blað, sem ekki hvikaði frá málstað íslenzku þjóðarinnar .“73 Þegar Bretar hófu flugvallargerð í Reykjavík mótmælti Þjóðviljinn enn, sagði flugvöllinn stórauka árásarhættu á Reykjavík og bætti svo um betur: „Enn á ný skal Bretum sagt það, að Íslendingar líta á allt þeirra framferði hér sem ofbeldi og brot á þeim hugsjónum sem þeir sjálfir segjast vera að berjast fyrir .“74 Einna verst varð þó orrahríðin vegna Spitfire-málsins, en þá ætlaði breski herinn að nýta sér vinsældir Spitfire-flugvélarinnar eftir orustuna um Bretland til þess að selja happdrættismiða, þar sem ágóðinn færi til kaupa á einni slíkri . Setuliðið gætti sín ekki á því að ólöglegt var að starfrækja hér happdrætti án samþykkis ríkisstjórnarinnar . Þjóðviljinn blés málið út á forsíðu og lét að því liggja að ef verkamenn í Bretavinnunni keyptu ekki happdrættismiða, þá yrðu þeir reknir: Kúgun sú, sem brezka herstjórnin hér sýnir, er því alveg opinber og ófyrirleitin . Ef íslenzkir verkamenn dirfast að mögla við því að láta fé sitt í herkostnað til Breta, þá er uppsögn yfirvofandi . . . . Íslendingar eiga ekki að taka þátt í herkostnaði Breta . Brezka auðvaldið getur sjálft kostað sitt stríð . Með fjársöfnun hér til kaupa á flugvél handa brezka flugflotanum er beinlínis verið að gera Íslendinga að hernaðaraðiljum, það er verið að fá þá sjálfa til að brjóta hlutleysi lands ins .75 Í utanríkismálanefnd Alþingis þóttu þessi skrif vera ástæða til þess að athuga hvort að íslensk stjórnvöld ættu að banna Þjóðviljann áður en Bretar myndu gera það . Stefán Jóhann Stefánsson, utanríkisráðherra og 73 „Þjóðviljinn og brezka herstjórnin“, Þjóðviljinn 13 . október 1940 . 74 „Bretar hefja flugvallargerð“, Þjóðviljinn 18 . október 1940 . 75 „Brezka herstjórnin“, Þjóðviljinn 20 . október 1940 . formaður Alþýðuflokksins, var sérstaklega hlynntur því „m .a . vegna skemmdarverka, sem opið lægi fyrir, að setja í samband við æsingaskrif kommúnistablaðsins gegn Bretum hér á landi .“76 Mestöll áhersla sósíalista á þessum tíma var lögð á „andspyrnu“ gegn Bretum hér á landi sem og stefnu þeirra í stríðinu . Stöku sinnum heyrðust þó fregnir um að andstaða gegn Þjóðverjum á meginlandinu færi vaxandi . Harðorðastur var Þjóðviljinn í garð Þjóðverja þegar íslenskum togurum er sökkt af þýskum kafbátum, þá var talað um níðingsverk gegn vopnlausum skipum .77 Málflutningur sósíalista gagnvart Þjóðverjum fellur hins vegar algjörlega í skuggann af ávirðingum við Breta, einkum og sér í lagi vegna nýlendumála þeirra á Indlandi . Í febrúar 1941 mátti til dæmis sjá á forsíðu Þjóðviljans þessar tvær fyrirsagnir hlið við hlið: „Nazistar herða kúgunartakið á hollenzku þjóðinni“; „Bretar herða kúgunartakið á indversku þjóðinni .“78 Þessi samanburður á breskri stjórn á Indlandi og þýskri stjórn í Evrópu var alls ekkert einsdæmi .79 Hámark andstöðu sósíalista við banda- menn hlýtur að miðast við dreifi bréfsmálið . Þegar Verkamannafélagið Dags brún hóf allsherjarverkfall í janúar 1941 ákváðu sósíalistar að vélrita og dreifa miða meðal breskra hermanna, í því skyni að fræða þá um verkfallið . Í lok dreifibréfsins stóð hins vegar ákall til hermanna um að leggja niður vopn fremur en að ganga í störf verkfallsmanna . Breska setuliðið taldi að þessi tilmæli væru hvatning til agabrots, sem er litið mjög alvarlegum augum í hernaði . Bretar ákváðu 76 Alþ. 200 . fundur utanríkismálanefndar, 25 . október 1940 . 77 „Þýzkur kafbátur skýtur á vopnlaust skip“, Þjóðviljinn 13 . mars 1941 . 78 „Nazistar herða“ og „Bretar herða“, Þjóðviljinn 18 . febrúar 1941 . 79 Sjá t .d . „Barátta hinna undirokuðu“, Þjóðviljinn 10 . nóvember 1940 .
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.