Þjóðmál - 01.09.2011, Page 96

Þjóðmál - 01.09.2011, Page 96
94 Þjóðmál HAUST 2011 Brotin egg í eggjaköku Stalíns Jim Powell: Brotin egg, Arnar Matthíasson og Guðrún Vilmundardóttir þýddu, Neon- Bjartur, Reykjavík 2011, 334 bls . Eftir Björn Bjarnason Fyrir nokkru sendi bókaútgáfan Bjartur frá sér skáldsöguna Brotin egg eftir Jim Powell í bókaklúbbinum Neon . Þetta er fyrsta bók Powells . Weidenfeld & Nicolson í Bretlandi gáfu hana út á árinu 2010 og síðan Penguin í Bandaríkjunum . Hún kom út sem kilja í Bretl andi hjá Phoenix í mars 2011 . Í sama mánuði valdi The Culture Show á BBC 2 Pow ell einn af 12 bestu, nýju skáld sagna höfundunum . Arn ar Matthías son og Guðrún Vil mund ardóttir þýddu bók ina á íslensku . Jim Powell er 62 ára, fæddist árið 1949 í London . Hann hlaut menntun í sagnfræði við háskólann í Cambridge . Starfaði við auglýsingagerð að námi loknu en sneri sér síðan að keramik-vinnslu sem reyndist ekki arðbær . Úr því að hann gat ekki haft framfæri sitt af því að selja keramik sneri hann sér að viðskiptaráðgjöf og hóf að rita The Breaking of Eggs — Brotin egg — fyrstu skáldsöguna sem birtist eftir hann . Powell lét í mörg ár að sér kveða í stjórnmálum og lagði Íhaldsflokknum lið . Á kápu bókarinnar segir: „Byltingar- sinninn Felix Zhukovski býr í Frakklandi og hefur helgað líf sitt kommúnismanum og ritun ferðahandbóka um Austantjalds- löndin . Áratugum saman hafa sáralitlar breytingar orðið á lífi hans . En þá hrynur múrinn og af stað fer atburðarás sem á eftir að kollvarpa lífi hans .“ Powell leiðir lesandann með Zhukovski í gegnum líf hans og segir um leið sögu Evrópu frá síðari heimsstyrjöld fram til okkar daga . Hann bregður ljósi á átök austurs og vesturs frá sjónarhóli Parísarbúa sem leit á sig sem vinstrisinna en ekki komm únista eftir að hafa gengið erinda þeirra sem unnu að því að innleiða komm únism ann í Evrópu og trúðu því allt þar til Berlínarmúr inn féll 9 . nóvember 1989 að þeir mundu hafa betur, bæði við stjórn efnahagsmála og í baráttu hugmyndanna . Þeir sem muna þessa sögu og kynntust átökum á tíma kaldastríðsins af eigin raun hitta gamla kunningja og áróðurstuggur í frásögn Powells . Hann hefur auga fyrir þeim fordómum sem settu svip á viðhorf andstæðinga hinna frjálsu og opnu þjóð- félaga og bregður einnig ljósi á hve erfitt er fyrir þá að sætta sig við að hafa orðið undir í átökum stjórn- og þjóðfélagskerfanna . Söguhetjan er maður sem telur að hann hafi á hógværan hátt boðið annan valkost með því að útskýra Austur-Evrópu fyrir vestrinu . „Ég hef reynt að hreinsa burt lygar og misskilning . Ég hef hvatt fólk Bókadómar _____________

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.