Þjóðmál - 01.06.2013, Síða 15

Þjóðmál - 01.06.2013, Síða 15
14 Þjóðmál SUmAR 2013 Augu og eyru úti um allt Skömmu fyrir fall Þýska alþýðulýðveld-is ins 1989 voru starfsmenn Stasi orðnir 91 .015 talsins . Til viðbótar voru 174 .000 skráðir uppljóstrarar (Mitarbeiter), en þeir voru mikilvæg viðbót við hið alsjáandi auga Stasi . Meira að segja í Vestur-Þýskalandi var Stasi með ríflega 1 .500 uppljóstrara . Um 2,5% austur-þýsku þjóðarinnar, á aldrinum 18 ára til 60, störfuðu fyrir Stasi sem var stærsti atvinnurekandi landsins . Á 40 ára tímabili, frá 1950 til 1989, þáðu 274 .000 manns föst laun frá Stasi . Talið er að einn af hverjum 63 Austur-Þjóðverjum hafi unnið með Stasi sem náði slíkum völdum yfir þjóðinni að meira að segja Gestapo-menn hefðu orðið grænir af öfund . Á sumum sviðum eru tölur enn á reiki, talið er að allt að 500 .000 manns hafi með einhverjum hætti starfað fyrir Stasi en eyðilegging gagna eftir fall Berlínarmúrsins hefur torveldað upplýsingaöflun . Fyrrverandi stjórnendur leyniþjónustunnar eins og Rainer Wiegand, sem var ofursti innan Stasi, hafa áætlað að allt að tvær milljónir manna hafi með einum eða öðrum hætti unnið fyrir Stasi . Hlutverk uppljóstraranna var að hafa augu og eyru opin í hinu daglega lífi, reka erindi fyrir tengiliði sína og leggja íbúðir sínar undir eftirlit eða fundi ef ástæða var til . Um 10 .000 hinna svokölluðu uppljóstrara voru undir 18 ára aldri . Hvað eftir annað komu börn upp um „andbyltingarstarfsemi“ for eldra sinna sem að sjálfsögðu eitraði fjöl skyldu líf . Í hverjum stigagangi var að minnsta kosti einn uppljóstrari sem gaf reglu lega skýrslu um athafnir fólks og sagði sam stundis frá öllu óvenjulegu . Það að dveljast úti við um nótt gat verið hluti af því . Hótelherbergi og jafnvel heimili voru hlaðin upptökuvélum . Skráagataeftirlitið var algert . Á Stasi- safninu getur maður ekki annað en kímt yfir tæknistigi og búnaði Stasi sem oft einkenndist af kauðskri hugkvæmni en bar þess auðvitað vitni að landið hafði ekki efni á að tæknivæða uppljóstrarakerfið . Það sem skorti í tækni var bætt upp með fjölda . Eigi að síður var kerfið skilvirkt upp að vissu marki og gríðarlegum upplýsingum um nánast allt er varðaði einkalíf borgaranna var safnað saman . Starfsskyldur starfsmanna Stasi tóku mið af heraga . Því voru engin tækifæri til að efast um tilgang tilskipana eða hika við framkvæmd þeirra . Það varðaði ströngum agaviðurlögum, fangels unum og jafnvel dauða . Stasi rak 15 héraðs- skrifstofur (Bezirksverwaltungen) og 209 svæðaskrifstofur (Kreisdienstellen) í Austur-Þýskalandi . Net stofnunarinnar náði til hvers einasta kima þjóðfélagsins . Þegar hugsað er til þess að Sovétmenn ráku til viðbótar þessu ríflega þúsund manna njósnanet í Austur-Þýskalandi þá er ljóst að erfitt var að hreyfa sig án þess
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.