Þjóðmál - 01.06.2014, Qupperneq 35

Þjóðmál - 01.06.2014, Qupperneq 35
34 Þjóðmál SUmAR 2014 og olíuhagsmunir komu þar sterklega við sögu . Má með sanni segja að Ögmundur sé trúr fortíð sinni og má mikið læra af því sem hann þegir um ekki síður en því sem hann segir . Brynjar, sem ekki leggur sig eftir að orðlengja um hlutina og nær þar af leiðandi ekki að krækja í nema um það bil 10% af út send inga rtímanum, var í þetta sinn fyrri til að svara spurningu Heimis . Sagðist hann hafa þá kenningu að ástæðan fyrir þessum vægu viðbrögðum væri sú að pressan á Vesturlöndum væri svo vinstri sinnuð . Því tæki hún frekar málstað þessara Langt-í-burtu-þjóða og benti á að meira að segja hörðustu femínistar láti vera að gagnrýna mannréttindabrot gegn konum, þótt þeir séu fljótir til þegar eitthvað ber út af á Vesturlöndum . Allt er þetta rétt, þótt það útskýri í sjálfu sér fátt og kafi ekki djúpt . Þó virtist Brynjar snerta þarna auman blett hjá Ögmundi, því ekki er að orðlengja að hann tókst á flug og kvað langa drápu um störf sín sem fréttamaður, átök í Sýrlandi, afstöðu fólks til frelsis — og svei mér þá ef heilbrigðisþjónustan hér heima og strætó komu ekki líka við sögu . Og ekki má gleyma hinni klassísku kanínu í hatti vinstri manna: hrikalegum ofsóknum kirkjunnar á miðöldum . Eftir að hafa slengt öllu nema eldhúsvaskinum inn í umræðuna stóð ekkert eftir annað en að Ögmundur hafði ekki minnst einu orði á afstöðu sína til upphaflegu spurn ingar innar: „Hvers vegna eru viðbrögð Vesturlanda svona veik í þessum málum?“ Þáttarstjórnandinn var ekki sáttur við þessi undanbrögð og hélt áfram að spyrja um afstöðu þeirra og benti á hávær mótmæli hér og annars staðar þegar illa væri farið með konur á Indlandi eða í Rússlandi . En þegar kæmi að konum í arabaheiminum væri eins og enginn þyrði að segja neitt . Brynjar ákvað að halda sig við kenningu sína og benti Ögmundi á að það stæðist ekki að kalla þetta annan menningarheim því að Rússland væri annar menningarheimur og sama mætti segja um Indland . Ögmundur var kominn út í horn og klykkti því út með að hann hafnaði vinstri-hægri kenningu Brynjars en sagði svo: „Skýringin er sú að við gagnrýnum síður það sem fjær okkur er, en nær okkur .“ Þegar þarna var komið skellti ég upp úr . Þennan útvarpsþátt mætti nota sem kennslu efni í tvískinnungi og undan- bragðahefð vinstri manna . Á sigurvegara um ræð unnar — þáttarstjórnand ann sem sleppti viðmælendunum ekki af önglinum fyrr en allt líf var úr þeim undið — má hins vegar hengja orðu . Þótt Brynjar hafi átt loka lagið í síðu Ögmundar hefði hann mátt fylgja kenningu sinni betur eftir, því að kenning er ekki kenning ef hún er ekki rökstudd á trúverðugan hátt . Brynjar hafði greini lega ekki hugsað þetta mál mjög djúpt en í þess stað reitt sig á eigið innsæi . Ög mund ur brást hins vegar við að vinstri manna sið; fór undan í flæmingi og dreifði um ræðunni með orðgnótt, sem hljómað hefði glimrandi í óperettu eftir Gilbert og Sullivan, en svaraði engu . Erfitt er að trúa að svo skynugur maður sem Ögmundur er trúi því fimbul fambi sem hann bar þarna á borð, en svo vill til að Þ áttarstjórnandinn var ekki sáttur við þessi undanbrögð . . . og benti á hávær mótmæli hér og annars staðar þegar illa væri farið með konur á Indlandi eða í Rússlandi . En þegar kæmi að konum í arabaheiminum væri eins og enginn þyrði að segja neitt . . .
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.