Þjóðmál - 01.06.2014, Blaðsíða 60

Þjóðmál - 01.06.2014, Blaðsíða 60
 Þjóðmál SUmAR 2014 59 Dæmi um áhrif feminisma á aðrar greinar félagsvísinda Áhrif feminista sjást einnig í náms-ritgerðum við félagsvísindadeild HÍ . Ég læt nægja að nefna MA-ritgerð Guðrún- ar Margrétar Guðmundsdóttur mannfræð- ings: Af hverju nauðga karlar? Ástæðan fyrir því að ég tek Guðrúnu Margréti sem dæmi er sú að hún er einn höfunda Kynunga bókar sem fjallað verður um hér á eftir . Í inngangi ritgerðarinnar lýsir höfundur verkefni sínu þannig: Með þessar hugleiðingar, vísbendingar, mót sagnir og spurningar að leiðarljósi ákvað ég að búa til rannsóknarspurningu sem væri nógu víð til að varpa ljósi á öll þessi viðhorf og væri á sama tíma nógu afmörk uð til að svara afar mikilvægri fem ín ískri spurningu: Af hverju nauðga karlar? Þessi spurning er rauði þráður inn í ritgerðinni og byggir á þeirri hug mynd að nauðgun sé kynbundið menn ingar- fyrirbæri . Skoðað verður hvað það sé í félags mótun og menningu karla almennt sem veldur því að undir vissum kringum- stæð um langar suma þeirra til að nauðga konum, ákveða að gera það eða fram- kvæma það .6 Eins og sjá má er gengið út frá því að kyn- ferðisofbeldi skýrist af félagsmótun og karla- kúltúr; rannsóknarspurningin er fem in ísk . Hluti af ritgerð Guðrúnar er eigindleg rann sókn á karlamenningu . Viðtöl voru tekin við átta menn á aldrinum 18–23ja ára . Höfundur segist hafa staðið sjálfa sig að for- dómum, því þegar mennirnir sýndu ekki þá karl rembuhegðun sem hún hafði búist við, hafi hún farið að leita að „venjulegum“ við- mælendum . Hún lét samt ekki verða af því að skipta út þátttakendum því hún komst að þeirri niðurstöðu að hún hefði misskilið menningu karla . Karlmennskudýrkunin var þó að hennar mati til staðar en birtist ekki á þann hátt sem hún hafði búist við, heldur til dæmis í hommafælni, því að gera sér leik að því að espa konur upp og í neikvæðum viðhorfum til stúlkna sem leggja mikið upp úr útliti sínu .7 Enda þótt ekkert bendi til þess að þessir átta piltar séu nauðgarar telur höfundur að viðtölin styðji þá niðurstöðu hennar að nauðganir séu þáttur í karlamenningu; karlar nauðgi af því að það sé talið karlmannlegt . Hin fyrirframgefna niðurstaða, að nauðganir skýrist af menningu karla, er þannig staðfest með túlkun höfundar á gögnunum . Hefði henni ekki þótt sú túlkun nærtæk hefði eflaust verið hægt að finna „venjulega“ viðmælendur . Hvernig ætli vísindasamfélagið brygðist við ef mannfræðingur kynnti rannsókn sem ætlað væri að svara „afar mikilvægri spurningu þjóðernishyggjunnar: Af hverju stela svertingjar?“ og drægi svo víðtæka ályktun um glæpakúltúr svartra af viðtölum við átta þeldökka menn með hreina sakaskrá? 6 Guðrún Margrét Guðmundsdóttir: 2004, bls 10 . 7 Sama heimild, bls 87–104 . Hvernig ætli vísindasam-félagið brygðist við ef mann- fræðingur kynnti rannsókn sem ætlað væri að svara „afar mikil vægri spurningu þjóðernis hyggj unnar: Af hverju stela svertingjar?“ — og drægi svo víðtæka ályktun um glæpa kúltúr svartra af viðtölum við átta þel dökka menn með hreina sakaskrá?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.