Þjóðmál - 01.06.2014, Blaðsíða 59

Þjóðmál - 01.06.2014, Blaðsíða 59
58 Þjóðmál SUmAR 2014 Fyrsta rannsóknarspurning T .B . Smidt var ekki hvort klám þrifist á vinnustöðum Reykjavíkur, heldur á hvaða hátt klámfeng- in orðræða birtist í starfs- og námsumhverfi borgarinnar . Hann gengur beinlínis út frá því að klám og kynferðisáreitni ein- kenni vinnustaði hins opinbera . Túlkanir á viðtölunum eru svo í besta falli um- deilanlegar, því að af örfáum dæmum um ósæmi lega hegðun (að því gefnu að allt sem máli skiptir komi fram í frásögnunum, sem er óvíst) er dregin þessi niðurstaða: . . . the roots of patriarchy still have a very firm hold and continue to nurture the pornification of the culture that grows above it . Í íslenskri þýðingu: . . . rætur feðraveldisins hafa enn sterk tök og halda áfram að næra klámvæðingu menningarinnar sem vex upp úr því .3 Ástæðan fyrir því að rannsókn Smidt er vel þekkt meðal almennings er sú að í mars 2012 gaf Mannréttindaskrifstofa Reykja- víkurborgar út fræðslubækling byggðan á þessari rannsókn, undir heitinu „Klám væð - ing er kynferðisleg áreitni“ og var hann ræki- lega kynntur í fjöl miðl um . Í ritstjórn bækl- ings ins sátu, auk fulltrúa Mannréttinda- skrif stofu, tveir kynja fræðingar .4 Maður gæti haldið að þegar Mannréttindaskrifstofa stendur fyrir útgáfu 20 blaðsíðna fræðslu- bækl ings væri um umfangsmikið vandamál að ræða . Það kemur því nokkuð á óvart að viðhorfskönnun, sem gerð var meðal starfs manna borgarinnar árið 2011, sýnir að aðeins um 0,2% svarenda sögðust hafa orðið fyrir líkamlegri kynferðislegri áreitni, og um 0,3% fyrir kynferðislegri áreitni í orðum .5 Hvers vegna réðst Mannréttindaskrif- stofa Reykjavíkur í útgáfu þessa bæklings þegar fyrir lá rannsókn sem sýndi allt annað en það víðtæka klámvæðingarvanda mál sem Thomas Brorsen Smidt telur sig hafa sýnt fram á? Því verður ekki svarað hér en útgáfa bæklingsins vekur þá hugmynd að klám og kynferðisofbeldi sé stórt vandamál á vinnustöðum hins opinbera . Það eru afar vond vísindi sem gefa svo ranga mynd af veruleikanum og hætta á að það ýti undir ástæðulítinn ótta . 3 Smidt, Thomas Brorsen (2011) bls 31 . Einar Steingríms- son þýddi tilvitnunina úr ensku . 4 Fyrrnefnd Þorgerður Einarsdóttir, þáverandi deildarfor- seti Stjórnmálafræðideildar er ein þeirra sem sat í ritnefnd . 5 Viðhorfskönnun meðal starfsmanna Reykjavíkurborgar 2011, bls . 56 . A lgengast er að rannsakendur gefi sér niðurstöðurnar fyrst og taki svo viðtöl við nokkra einstaklinga sem líklegir eru til að gefa svör sem styðja þær niðurstöður sem ætlað er að ná fram . Sjaldan er reynt að breiða yfir þessar aðferðir, enda eru þær álitnar eðlilegar innan kynjafræðinnar . Í inngangi ritgerða er oft tekið fram að gengið sé út frá feminískri hugmyndafræði eða öðrum tengdum hugmyndum sem engin sátt ríkir um, hvorki innan vísindasamfélagsins né meðal almennings . Túlkun gagnanna minnir svo iðulega meira á skáldskap en vísindi .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.