Þjóðmál - 01.06.2014, Page 50

Þjóðmál - 01.06.2014, Page 50
 Þjóðmál SUmAR 2014 49 þegar ég er á slíku sveimi . Svo skrifaði ég þessa síðustu bók á leiðinni líka . — Með frægðina er líkt og ferðalögin, minna en ég vildi, nafnið að lafa í að verða heimsþekt — meðal bókamanna, og þó hygg ég fáa hafa heyrt mín getið í Kína! (Á japönsku hef ég þó verið þýddur .) — En ég er hættur að hugsa um alt þetta í sambandi við Íslandsferð . Nú vil ég „heim“ og slá föstu, að ég er þar jafn heimilislaus og annarsstaðar! Þá hugsa [ég] að Noregur veiti mjer á eftir þá hugarins rósemi sem ég þarf til að klára „Det hellige fjell“ . — Þér spyrjið nú sjálfan yður hvern skollann maðurinn meini með því að ausa upp þessari raunarollu fyrir yður? Og sama segi ég! — Kannski er ástæðan sú að þó mjer sé kært til norðmanna: eigi þeim líf mitt að þakka, fyrir nú utan allt annað, og þó ég eigi hér þónokkra ágæta vini, þó ég skilji þá (norðm .) sjálfsagt betur en flestir útlendingar hafa gert, — þá er það nú svo að þeir skilja ekki það sem er íslenskt í mjer, því það er eðli þeirra fjarlægt . Ég hef fyrir löngu hætt að vona það eða óska þess . Við verðum jafngóðir vinir fyrir því, því betra fólk og ærlegra finst ekki; (það er að segja, að undanteknum vesturnorsurum!) — En ég er enn of ungur til þess að vera „eremit“ sálarlega, og það kemur fyrir að svona bréf verða árangur þeirra leiðinda sem af því stafa . Þetta lagast náttúrlega þegar árin færast yfir, því auðvitað veit ég að hvar sem á hnöttinn kemur er það svo, að „frá himmelrand til himmelrand staar uten maal og mæle — den ensomhet som ingen kan — med nogen andan dele .“ Og það er hábölvað að það skuli vera svo; og ég neita að trúa því, þó ég viti sannleikann! — Því hvers virði er sannleikurinn, hvers virði er vissa, þegar gullnar vonir koma með ljósi hvers dags sem rennur — vonir sem kæra sig kollóttar um skegg allra stærri og minni vitringa og lofa öllu því sem þeir neita að sé til . Já, mjer liggur við að slá upp á „kiljönsku“ og segja: þeim sannleika gef ég langt nef og sparka í skottið á honum! – Svo ég snúi mér að öðru, — þakka yður kærlega fyrir ritdóminn um „Livets morgen“ . Mjer er ekki annað skiljanlegt en að talsvert oflof hafi verið í honum en það gerir ekkert til; ég gladdist yfir mannúðinni sem mjer fanst vera í honum og fyrir hana þakka ég sérstaklega . — Nóttina fyrir daginn sem ég fór frá landi, dreymdi mig tvo einkennilega drauma — ef drauma skyldi kalla, því ég er ekki enn viss um hvort ég var með öllu sofandi! Annar þessara drauma kom dálítið við yður! Ég þekti þá mjög lítið til yðar, hafði rétt séð yður! — Í öllu falli gat ég á engan hátt vitað það um yður sem ég fjekk að vita í draumnum, því vakandi fékk ég fyrst vitneskju um það — sjö — 7 — árum síðar! — Því miður get ég ekki sagt yður drauminn brjeflega, en mjer segir svo hugur um að við eigum eftir að hittast og talast við einhvern tíma, og kanski oftar en einusinni . Þetta síðasta er nú kanski hin eiginlega ástæða fyrir að ég skrifa — og sendi — þetta bréf . — Því ég hef nefnilega skrifað yður einusinni áður en það bréf fór í ofninn! (Eftir ritdóm yðar um „[?]T .m .“) Nú er líklega nóg komið af svo góðu?! Og nú skal ég hætta . Ég heyri sagt að þér séuð orðinn bóka- vörður á Landsbókasafninu . Þar inni hef ég sannarlega sett saman alt það falleg­ asta sem ég hef gert — og líklega geri ég aldrei neitt sem er fallegra . Oft hefur mig langað þangað . Verið þjer nú sælir . Það var gaman að spjalla við yður þessa stund, og ég vona þjer takið mjer það ekki illa upp? Yðar einlægur, Kristmann Guðmundsson

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.