Þjóðmál - 01.06.2014, Blaðsíða 80

Þjóðmál - 01.06.2014, Blaðsíða 80
 Þjóðmál SUmAR 2014 79 innan ramma hans“ . Lokaafrek hennar var að telja stjórnarandstöðunni hughvarf! Þessi árangur sem frú Thatcher náði er ástæðan fyrir því að henni er almennt lýst í fjölmiðlum sem „mikilvægasta for- sætisráðherra Breta á friðartímum“ að minnsta kosti á tuttugustu öldinni eða jafnvel í allri stjórnmálasögunni . Þótt þessi lýsing sé lofsamleg er hætta á að hún gefi ranga mynd eða gangi jafnvel of skammt . Í henni felst að hún hafi frekar líkst Attlee en Churchill og að afrek hennar takmarkist við innanlandsmál . Hún hafði einnig markverð áhrif á alþjóðavettvangi . Með þessum orðum er ekki aðeins vísað til Falklandseyjastríðsins . Árangur hennar þar gerir hana ekki að miklum leiðtoga á styrjaldartímum á borð við Churchill eða Lloyd George vegna þess að stríðið var smátt í sniðum . Því fer hins vegar víðsfjarri að stríð séu hið eina sem nota beri til að meta vald og áhrif á alþjóðavettvangi . Að koma í veg fyrir stríð og binda enda á örlagarík átök án vopna segir jafnvel meira um alþjóðaáhrifin . Að þessu leyti glansaði frú Thatcher . Á efri árum þótti Churchill miður að þurfa að viðurkenna að undir stjórn hans hefði Bretland veikst . Hún skilaði á hinn bóginn landi og þjóð sterkari en þegar hún tók við embætti . Hver er skýringin? Hún var traustasti bandamaður Reagans forseta á lokastigi kalda stríðsins . Hún gegndi lykilhlutverki við að aðstoða aðrar ríkisstjórnir Vestur-Evrópu við að standast ásókn hinnar öflugu friðarhreyfingar — milljónir mótmælenda létu að sér kveða í borgum landa þeirra — og tryggja flutning bandarískra eldflauga til skotpalla í Vestur- Evrópu . Þegar þær voru komnar á sinn stað á árunum 1984–1985 gætti næstum strax breytinga á stefnu Sovétríkjanna þótt leitast væri við að fela þær . Sovétmönnum varð ljóst að þeir gætu ekki framar vænst þess að sigra kalda stríðið með hernaðarlegri ógn . Hvað sem öðru líður var hún þess vegna virkur þátttakandi í baráttunni fyrir því að Vesturlönd töpuðu ekki kalda stríðinu . Næstmikilvægasta hlutverk hennar á tímum kalda stríðsins var að flytja skilaboð milli Reagans og Mikhails Gorbatsjovs á skrykkjóttri göngu þeirra í átt að friðsam- legri lausn . Leit hennar að nýrri gerð sovésks leiðtoga hætti þegar hún hitti Mikhail Gorbatsjov árið 1984 . Hann heimsótti hana í Chequers [bústað forsætisráðherra Bretlands fyrir utan London] í stuttri viðdvöl vegna tæknilegrar þjónustu við flugvél hans . Þau ræddu saman yfir hádegisverði — frú Thatcher var fræg fyrir ánægjuna sem hún hafði af því deila skoðunum með öðrum, henni líkaði almennt betur við viðmælendur sína að loknu spjallinu . Eftir að Gorbatsjov kvaddi lýsti hún honum sem „manni sem hentar okkur til viðskipta“ og mælti eindregið með honum við Bandaríkjaforseta bæði opinberlega og í einkasamtölum . Niðurstaða Reagans varð hin sama og hann hagaði sér í samræmi við það . Á næstu þremur árum vann hann að því á nokkrum Tony Blair stóð í þeim sporum tíu árum síðar að hafa sannfært Verka manna- flokkinn um að Thatcherismi hefði einmitt skapað nýjan samnefnara og að flokkurinn gæti aðeins komist til valda með því að ræða „ekki annað en tilbrigði innan ramma hans“ . Lokaafrek hennar var að telja stjórnarandstöðunni hughvarf!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.