Þjóðmál - 01.06.2014, Síða 38

Þjóðmál - 01.06.2014, Síða 38
 Þjóðmál SUmAR 2014 37 handa baráttukonunni Ayaan Hirsi Ali . Afturköllunin kom í kjölfar mótmæla frá samtökum múslima sem kallast CAIR (Council on American-Islamic Relations) og eiga rót að rekja til Múslimska bræðra- lagsins . Nú vill svo til að Hirsi Ali býr yfir öllu því sem fjölmenningarmafían með femínista innanborðs gefur sig út fyrir að berjast fyrir . Hún er kona, hún er svört, hún er trúleysingi, hún er innflytjandi og hún er umskorin . Hvað vilja menn hafa meira? En þá bregður svo við að hinir herskáu „frjálslyndu“ femínistar hafa ekki sagt múkk . Engar fjöldagöngur vegna þessarar háðuglegu framkomu hins „virta“ háskóla gagnvart þessari hugrökku baráttukonu . Engar mótmælasetur . Engin kröfuspjöld . Og hvernig skyldi standa á því? Berum það saman við mótmælin og upp- hrópanirnar þegar allt varð vitlaust vegna gítarplokkaranna í Moskvu . Þeir völdu að vanhelga athöfn í rétttúnaðarkirkjunni með gjörningi sínum; særa með því trúar- vit und fólks . Utanríkisráðherra Íslands kom mót mælum til Putins forseta (eflaust í nafni íslensku þjóðarinnar) og trúðurinn Jón Gnarr framdi gjörning . Hirsi Ali hefur sagt sig frá trú sinni og fyrir það og barátt- una gegn viðurstyggilegum misþyrming- um á kon um í nafni íslamstrúar kallað yfir sig dauða dóm (fatwa) . Samstarfsmaður hennar, kvik myndagerðarmaðurinn Theo Van Gogh, var tekinn af lífi á viðbjóðslegan hátt, fyrir augliti fjölda fólks á götu í höfuð- borg Hollands, fyrir að styðja hana í barátt- unni . Viðbrögð vinstrielítunnar voru að draga kvikmynd Van Gogh, Submission2, út úr kvikmyndahátíðahringekjunni svo að engin merki sitji eftir . Og vinstri menn, sem vegna einhverrar undarlegrar krumpu á sálinni kalla sig „frjálslynda baráttumenn fyrir réttlæti“, þegja þunnu hljóði . Hirsi Ali á engan stuðning meðal þeirra „frjálslyndu“ . Henni til varnar kemur enginn Össur, Ögmundur eða Gnarr . Engin Sóley og engin Halla . Þau hafa lýst yfir bandalagi með óvinum hennar með þögn sinni . Óvininum sem vill hana feiga af því að hún hefur hafnað trú hans . Ögmundi til upplýsingar er Brandeis-há- skóli landfræðilega staðsettur nær Reykja- vík en Gaza-ströndin svo að munar meira en 2000 kílómetrum . Það var því harla undarlegt að hlusta á hann segja að „[ . .] við gagnrýnum síður það sem er fjær okkur en nær okkur“, því aðeins er 11/2 ár liðið síðan 2 Submission = undirgefni, er bein þýðing orðsins „islam“ á arabísku . V ið sjáum enga mótmæla-fundi, hvorki hér né annars staðar, þegar uppvíst er um einhverja óhugnanlegustu trúar athöfn múslímskra sam- félaga, kynfæralimlestingar stúlkubarna . Þó er talið að um 80–120 milljónir múslimskra kvenna hafi undirgengist þessar pyntingar . Og þetta er ekki bara að gerast í svörtustu Afríku . Þúsundir kvenna um alla Evrópu eru limlestar og talið er að í Bretlandi búi um 66 .000 konur við þessi örkuml . Nú fyrst, eftir að bann við þessum óhugnanlega verknaði hefur verið í gildi í tæpa þrjá áratugi í Bretlandi, er fyrsta málshöfðunin á hendur gerendum að koma fyrir dómstóla þar .
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.