Þjóðmál - 01.06.2014, Side 43

Þjóðmál - 01.06.2014, Side 43
42 Þjóðmál SUmAR 2014 Ein fyrirferðarmesta umræða ís lensks sam félags undanfarin ár hefur verið um fýsileika aðildar Íslands að Evrópu- sambandinu (ESB) . Stóra spurningin virðist vera hvort Ísland eigi að lokast innan veggja sam bandsins, eða ekki . Það þykir mér þröng umræða . Hér verður gerð tilraun til að snúa henni við og spyrja: Er ekki frekar þörf á að minnka völd hins íslenska ríkisvalds en að færa Íslendinga inn í enn stærri og öflugri stjórneiningu? Tvö öfl togast í sífellu á í samfélagi manna . Annað er knúið áfram af þeim sem vilja völd yfir samborgurum sínum . Hitt er knúið áfram af vilja einstaklinga til að ráða meira yfir eigin örlögum . Mætti segja að hið fyrrnefnda standi að baki vinsælum sameiningum sveitarfélaga á Íslandi, en hið síðarnefnda endurspeglist í yfirleitt neikvæðri afstöðu Íslendinga gagnvart ESB- aðild . Er þjóðin klofin á geði? ESB — í átt að aukinni miðstýringu Hvað ESB varðar er vitaskuld hægt nefna góðar og slæmar hliðar á því . Hið góða er meðal annars innri markaður þess sem tryggir að tollamúrar rísi ekki á milli aðildarríkjanna og að takmörk eru sett fyrir því hversu mikið má takmarka frjálsa fólksflutninga innan sambandsins . Hið slæma er að tollamúrar umlykja sjálft sambandið auk annarra viðskiptahindrana sem settar eru á við umheiminn . Land- búnaðarstefnan er hræðileg, skrifræðið er gríðarlegt og spillingin þónokkur, svo dæmi séu nefnd . Ekki er þar með sagt að Íslendingar geri allt betur í sinni landsstjórn en ESB myndi skikka þá til að gera ef til aðildar kæmi, og margt er í raunar slæmt á Íslandi í samanburði við nágrannaríkin innan sambandsins . Það sem kemur hins vegar í stað hinna örfáu kosta aðildar er sveigjanleiki til að framkvæma umbætur sem varla er hægt að ræða um innan sambandsins . Mætti segja að sá sveigjanleiki hafi ekki verið nýttur svo vægt sé til orða tekið, en hér skal stungið upp á einni aðgerð sem mætti hrinda í framkvæmd nú þegar, sé á annað borð vilji til að bjóða Íslendingum upp á aukin tækifæri til að leita hamingjunnar á eigin vegum . Geir Ágústsson Í átt að smærri stjórnunareiningum

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.