Þjóðmál - 01.06.2014, Blaðsíða 25

Þjóðmál - 01.06.2014, Blaðsíða 25
24 Þjóðmál SUmAR 2014 á vindorkugörðum hefur í raun aukið enn á þetta vandamál vegna þess að þeir framleiða bara rafmagn á meðan vindurinn blæs — og slá svo skyndilega út ef vindhviður fara yfir 25 m/s . Vatnsafl er tæknilega einfaldasta leiðin til að bregðast skjótt við breytingum í raf- magnsþörf .11 Það gerist með því að vatns- rennsli er aukið eða minnkað eftir því sem við á . Í dag reynir mjög lítið á sveigjanleika vatnsaflsvirkjana hérlendis því um 80% framleiðslunnar er til stóriðju þar sem notkunin er fyrirsjáanleg langt fram í tímann .12 Með sæstreng myndi því opnast tækifæri til að selja þetta vatnsafl sem sérstaka þjónustu, þ .e . sem nýja „rafmagnsvöru“ frá Íslandi . Bent skal á að það er ekki síður verðmætt að minnka framleiðslu rafmagns þegar þörf er á . Eftir 15 mínútna hálfleik snúa Bretar sér aftur að sjónvarpinu og þá þarf að slá af framleiðslu rafmagnsins jafn hratt og hún var keyrð upp . Sá sem getur brugðist við því getur fengið greitt fyrir það — hér er ekki um magn af raforku að ræða heldur verðmæti í sveigjanleika afhendingar innar . Verð á skammtímamörkuðum Ýmis gögn eru til um langtímaverð á raforkumörkuðum í Bretlandi . Það er hins vegar á skammtímamarkaði sem verð- mæti sveigjanleikans kemur gleggst fram . Í Bretlandi er m .a . hægt að eiga viðskipti með rafmagn daginn fyrir afhendingu, einni klukkustund fyrir afhendingu og 15 mínútum fyrir afhendingu .13 Ennfremur 11 Sjá t .d . International Renewable Energy Agency, júní 2012, „Renewable Energy Technologies: Cost Analysis Series — Hydropower“ . 12 Sjá raforkutölfræði Íslands á heimasíðu Orkustofnunar . 13 Markaður fyrir afhendingu rafmagns er m .a . rekinn af N2EX í Bretlandi . er „refsi“-markaður fyrir þá sem afhenda ekki rafmagn á réttu augnabliki og/eða þá sem taka ekki það rafmagn sem þeir hafa lofað að taka .14 Reglan er einföld: Því skemmri tími sem er til stefnu, því meiri verðsveiflum má búast við . Sá sem hefur aðgang að bestu tækninni á slíkum markaði — t .d . vatnsafli — á því möguleika á að skapa sér miklar tekjur með því að haga viðskiptum sínum rétt . Þess vegna leggur fyrirsögn þessarar greinar áherslu á viðskiptatækifæri sæstrengs . Orkuöryggi Lunginn af raforkuframleiðslu Bret-lands er byggður á kjarnorku, kolum og gasi .15 Hvort tveggja er forgengilegt og sem dæmi er talið að Bretar hafi nú þegar dælt upp yfir 85% af gasbirgðum sínum úr Norður sjó .16 Á sama tíma hefur sam keppni aukist veru lega á heimsvísu um þær kol efna auð lindir sem eftir eru . Olíutunnan hefur hækkað úr 20 dollurum í 100 dollara frá alda mót um, kol rúmlega tvöfaldast í verði og gas marg faldast á sama tíma .17 Bretar og aðrar Evrópu- þjóðir leita nú að lausn um á orkuöryggi sínu til að tryggja aðgengi fyrirtækja og einstaklinga að rafmagni til framtíðar . Rekstrargrund völlur og hagsæld þessara landa byggir bæði á að orka sé til staðar og auk þess á tilhlýði legu verði . Í þessu efni hefur sýnt sig að ríkin eru reiðubúin að ganga langt og er heima öflun orku í 14 Þetta fyrirkomulag er til staðar í öllum þróaðri raforku- kerfum og sérleyfisaðilum falið eftirlits hlutverk . Á Íslandi er það í höndum Landsnets sem rekur jöfnunar orkumarkað fyrir allt landið . Skammtíma markaður með rafmagn á Íslandi er hins vegar ekki til staðar . 15 Orkumálaráðuneyti Bretlands, DECC, heldur utan um og birtir ítarleg gögn um eðli raforkuvinnslu í Bretlandi . 16 Sjá DECC, 6 . maí 2014, „Exploration and production — Oil and gas: field data“ . 17 Sjá International Energy Agency, „Key World Energy Statistics 2013“ .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.