Þjóðmál - 01.06.2014, Side 25

Þjóðmál - 01.06.2014, Side 25
24 Þjóðmál SUmAR 2014 á vindorkugörðum hefur í raun aukið enn á þetta vandamál vegna þess að þeir framleiða bara rafmagn á meðan vindurinn blæs — og slá svo skyndilega út ef vindhviður fara yfir 25 m/s . Vatnsafl er tæknilega einfaldasta leiðin til að bregðast skjótt við breytingum í raf- magnsþörf .11 Það gerist með því að vatns- rennsli er aukið eða minnkað eftir því sem við á . Í dag reynir mjög lítið á sveigjanleika vatnsaflsvirkjana hérlendis því um 80% framleiðslunnar er til stóriðju þar sem notkunin er fyrirsjáanleg langt fram í tímann .12 Með sæstreng myndi því opnast tækifæri til að selja þetta vatnsafl sem sérstaka þjónustu, þ .e . sem nýja „rafmagnsvöru“ frá Íslandi . Bent skal á að það er ekki síður verðmætt að minnka framleiðslu rafmagns þegar þörf er á . Eftir 15 mínútna hálfleik snúa Bretar sér aftur að sjónvarpinu og þá þarf að slá af framleiðslu rafmagnsins jafn hratt og hún var keyrð upp . Sá sem getur brugðist við því getur fengið greitt fyrir það — hér er ekki um magn af raforku að ræða heldur verðmæti í sveigjanleika afhendingar innar . Verð á skammtímamörkuðum Ýmis gögn eru til um langtímaverð á raforkumörkuðum í Bretlandi . Það er hins vegar á skammtímamarkaði sem verð- mæti sveigjanleikans kemur gleggst fram . Í Bretlandi er m .a . hægt að eiga viðskipti með rafmagn daginn fyrir afhendingu, einni klukkustund fyrir afhendingu og 15 mínútum fyrir afhendingu .13 Ennfremur 11 Sjá t .d . International Renewable Energy Agency, júní 2012, „Renewable Energy Technologies: Cost Analysis Series — Hydropower“ . 12 Sjá raforkutölfræði Íslands á heimasíðu Orkustofnunar . 13 Markaður fyrir afhendingu rafmagns er m .a . rekinn af N2EX í Bretlandi . er „refsi“-markaður fyrir þá sem afhenda ekki rafmagn á réttu augnabliki og/eða þá sem taka ekki það rafmagn sem þeir hafa lofað að taka .14 Reglan er einföld: Því skemmri tími sem er til stefnu, því meiri verðsveiflum má búast við . Sá sem hefur aðgang að bestu tækninni á slíkum markaði — t .d . vatnsafli — á því möguleika á að skapa sér miklar tekjur með því að haga viðskiptum sínum rétt . Þess vegna leggur fyrirsögn þessarar greinar áherslu á viðskiptatækifæri sæstrengs . Orkuöryggi Lunginn af raforkuframleiðslu Bret-lands er byggður á kjarnorku, kolum og gasi .15 Hvort tveggja er forgengilegt og sem dæmi er talið að Bretar hafi nú þegar dælt upp yfir 85% af gasbirgðum sínum úr Norður sjó .16 Á sama tíma hefur sam keppni aukist veru lega á heimsvísu um þær kol efna auð lindir sem eftir eru . Olíutunnan hefur hækkað úr 20 dollurum í 100 dollara frá alda mót um, kol rúmlega tvöfaldast í verði og gas marg faldast á sama tíma .17 Bretar og aðrar Evrópu- þjóðir leita nú að lausn um á orkuöryggi sínu til að tryggja aðgengi fyrirtækja og einstaklinga að rafmagni til framtíðar . Rekstrargrund völlur og hagsæld þessara landa byggir bæði á að orka sé til staðar og auk þess á tilhlýði legu verði . Í þessu efni hefur sýnt sig að ríkin eru reiðubúin að ganga langt og er heima öflun orku í 14 Þetta fyrirkomulag er til staðar í öllum þróaðri raforku- kerfum og sérleyfisaðilum falið eftirlits hlutverk . Á Íslandi er það í höndum Landsnets sem rekur jöfnunar orkumarkað fyrir allt landið . Skammtíma markaður með rafmagn á Íslandi er hins vegar ekki til staðar . 15 Orkumálaráðuneyti Bretlands, DECC, heldur utan um og birtir ítarleg gögn um eðli raforkuvinnslu í Bretlandi . 16 Sjá DECC, 6 . maí 2014, „Exploration and production — Oil and gas: field data“ . 17 Sjá International Energy Agency, „Key World Energy Statistics 2013“ .

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.