Þjóðmál - 01.06.2014, Side 72

Þjóðmál - 01.06.2014, Side 72
 Þjóðmál SUmAR 2014 71 en ekki stórfelldur munur . Styrjaldarótti hefur lengi fylgt manninum og þrátt fyrir atómsprengjuna höfum við nú lifað lengsta friðarskeið aldarinnar og það hlýtur að gera mann bjartsýnan á framtíðina . Ég held það hafi einmitt verið atómsprengjan sem haldið hefur heimsfriðinn frá seinna stríði . Ég er harður á því, að ef engin hefði verið atómbomban, þá hefði orðið stríð milli Bandaríkjanna og Sovétríkjanna snemma á 5 . áratugnum . Miller hugsar sig um . En þá vaknar nútímamaðurinn náttúrlega upp við voðalegt vandamál: Hvað á hann að gera við siðmenningu sína nú þegar stórstyrjaldir eru kannski úr sögunni! Ég hef ekki trú á að það verði stórastyrjöld . Samt gæti vonleysi kommúnistaríkja heimafyrir magnast svo að þau teldu það borga sig að fara í stríð . En ég efast um það . Eins og málin horfa nú, eru það Suðaustur-Asía og latneska Amríka sem eru suðupottar jarðarkringlunnar — og líka náttúrlega Mið-Austurlönd . En ég held að Evrópa skakklappist þetta áfram eins og hún hefur gert hingað til . Eiga leikskáld að vera þjóðfélags gagn-rýnendur? Já . Ef leikhúsið á að lifa, þá verður að vera þjóðfélagsádeila í leikritum . Öll bestu leik- skáld eru þjóðfélagsgagnrýnendur . Það er svo allt frá grísku meisturunum: Allir voru þeir að skrifa heimildir um þjóðfélagið, en ekki einhverjar einkasamræður úti í horni . Hvað finnst þér um bandarískt leikhúslíf á níunda áratugnum? Það er erfitt að segja nokkuð um það . Í heildina er það mjög súrrealískt, finnst mér: það er fullt af leik og stíllinn er háðskur — og það er skemmtilegt . Margt ungt og efnilegt fólk er að koma fram á sjónarsviðið og kannski fáum við að sjá eitthvað merkilegt næstu tíu árin eða svo . Annars er ég ekki svo mikið inni í þessu orðið; ég get ekki um þetta dæmt, því að ég sé ekki nema brot af því sem er að gerast . Glíma mannsins við lífið er mjög áberandi í leikritum þínum? Já, lífið fylgir manninum til grafar, það verður ekki undan því komist . Maðurinn stendur alltaf frammi fyrir þessari spurn- ingu: Hvernig á ég að lifa lífinu og hvernig á ég að lifa því mannlega . Leikrit mín glíma flest við þennan vanda — og það segir dálítið um nútímann, að þau skuli aldrei hafa verið vinsælli en einmitt nú . Ástæðan hlýtur að vera sú, að þau veki sömu spurningar með fólki og helst eru að vefjast fyrir því . Hvað um sjálfan þig — ert þú á flótta undan þínu eigin lífi? Nei, sem betur fer hef ég komist nokkuð auðveldlega í sátt við lífið . En það búa, því miður, ekki allir við mínar aðstæður . Ég hef getað fengist við það sem hugurinn stóð alltaf til og ég hef lifað athyglisverðu lífi . Samt er það nú svo, þegar allt kemur til alls, að lífið hefur verið mér lítið nema vinna . Ég hef unnið mikið um dagana og sannleikurinn er sá, að maðurinn finnur helst lífshamingjuna í vinnu sinni . Ég er sæll á meðan ég get unnið . Ég er alltaf að bisa við að klára húsið sem ég gróf fyrir ungur maður . En þeirri byggingu lýkur aldrei; ég er alltaf að skapa ný herbergi . Það er mitt líf . Það er kominn tími fyrir leikskáld að hitta útgefanda sinn . Á leiðinni út í mannhafið segir Arthur Miller: Ég finn iðulega til einangrunar gangandi um þessa borg sem ég ann svo mjög, og það er langtum magnaðri einangrun en ég hef nokkru sinni fundið einsamall í sveit inni . Ein angrunin á rætur sínar í tilfinninga lífi nu — ekki landafræði . lesbók Morgunblaðsins, 10 . september 1983 .

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.