Þjóðmál - 01.06.2014, Qupperneq 93

Þjóðmál - 01.06.2014, Qupperneq 93
92 Þjóðmál SUmAR 2014 Guðmundur Magnússon: Eimskipafélag Íslands í 100 ár — Saga félagsins, Eimskipafélag Íslands, Reykjavík 2014, 440 bls . Eftir Björn Bjarnason Þess var minnst hinn 17 . janúar 2014 að 100 ár voru liðin frá stofnfundi Eimskipafélags Íslands . Meðal þess sem gert var til hátíðabrigða var að gefa út þrjár bækur . Þar er mest saga félagsins sem Guðmundur Magnússon, sagnfræðingur og blaðamaður, hefur skráð . Í tilefni af 85 ára afmæli félagsins ritaði Guðmundur söguna frá 1914 til 1997 og kom hún út árið 1998 . Þremur árum fyrir 100 ára afmælisdaginn varð hann við ósk félagsins um skrá söguna til ársloka 2013 . Auk sögunnar eru bækur um skipa sögu Eimskipafélagsins sem Hilmar Snorrason hefur skráð og um listaverka safn félagsins sem Þorsteinn Jónsson skráði . Hér verður fjallað um söguna eftir Guð- mund Magnússon . Bók hans er ríkulega myndskreytt . Þar eru ekki aðeins myndir, alls um 400 að tölu, af mönnum, skipum og mannvirkjum heldur einnig sögulegum skjölum auk teikninga og korta . Höfundur fetar sig áfram á skipulegan hátt ár frá ári . Auk frásagnar af framvindu mála hjá Eim- skipafélaginu eru birt atriðisorð eða setn- ingar á spássíu um helstu atburði við kom- andi árs innan lands og utan . Í upphafi bókarinnar er megindráttum í aldarsögu lýst . Á bls . 113 er dregið saman yfirlit áranna 1914 til 1938 undir fyrirsögn inni: Sýnt fram á að Íslendingar geta annast eigin siglingar . Á bls . 149 er yfirlit áranna 1939 til 1945 undir fyrirsögninni: Skip skaðar og sífelld óvissa vegna ófriðarins . Á bls . 198 er yfirlit áranna 1946 til 1961 undir fyrirsögninni: Skipastóllinn endurnýjaður en reksturinn erfiður . Á bls . 281 er yfirlit áranna 1962 til 1978 undir fyrirsögninni: Tími framkvæmda og mikilla fjárfestinga . Á bls . 332 er yfirlit áranna 1979 til 2002 undir fyrirsögninni: Grundvallarbreytingar á stefnu og starfsemi . Á bls . 361 er yfirlit áranna 2003 til 2008 undir fyrirsögninni: Geyst farið á góðæristímum . Á bls . 384 er yfirlit áranna 2009 til 2013 undir fyrirsögninni: Gömul gildi og markmið hafin til vegs að nýju . Í þessum yfirlitsköflum dregur Guð mund- ur saman það sem hann telur mestu skipta í köflunum um einstök ár í sögu félagsins . Hann leggur með öðrum orðum áherslu á að halda að lesandanum meginþræði til glöggvunar . Með þessu er undirstrikað að bókina má einnig nota sem handbók Bókadómar _____________ Innan Eimskipafélagsins hafa menn lært af sögunni
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.