Þjóðmál - 01.06.2014, Page 93

Þjóðmál - 01.06.2014, Page 93
92 Þjóðmál SUmAR 2014 Guðmundur Magnússon: Eimskipafélag Íslands í 100 ár — Saga félagsins, Eimskipafélag Íslands, Reykjavík 2014, 440 bls . Eftir Björn Bjarnason Þess var minnst hinn 17 . janúar 2014 að 100 ár voru liðin frá stofnfundi Eimskipafélags Íslands . Meðal þess sem gert var til hátíðabrigða var að gefa út þrjár bækur . Þar er mest saga félagsins sem Guðmundur Magnússon, sagnfræðingur og blaðamaður, hefur skráð . Í tilefni af 85 ára afmæli félagsins ritaði Guðmundur söguna frá 1914 til 1997 og kom hún út árið 1998 . Þremur árum fyrir 100 ára afmælisdaginn varð hann við ósk félagsins um skrá söguna til ársloka 2013 . Auk sögunnar eru bækur um skipa sögu Eimskipafélagsins sem Hilmar Snorrason hefur skráð og um listaverka safn félagsins sem Þorsteinn Jónsson skráði . Hér verður fjallað um söguna eftir Guð- mund Magnússon . Bók hans er ríkulega myndskreytt . Þar eru ekki aðeins myndir, alls um 400 að tölu, af mönnum, skipum og mannvirkjum heldur einnig sögulegum skjölum auk teikninga og korta . Höfundur fetar sig áfram á skipulegan hátt ár frá ári . Auk frásagnar af framvindu mála hjá Eim- skipafélaginu eru birt atriðisorð eða setn- ingar á spássíu um helstu atburði við kom- andi árs innan lands og utan . Í upphafi bókarinnar er megindráttum í aldarsögu lýst . Á bls . 113 er dregið saman yfirlit áranna 1914 til 1938 undir fyrirsögn inni: Sýnt fram á að Íslendingar geta annast eigin siglingar . Á bls . 149 er yfirlit áranna 1939 til 1945 undir fyrirsögninni: Skip skaðar og sífelld óvissa vegna ófriðarins . Á bls . 198 er yfirlit áranna 1946 til 1961 undir fyrirsögninni: Skipastóllinn endurnýjaður en reksturinn erfiður . Á bls . 281 er yfirlit áranna 1962 til 1978 undir fyrirsögninni: Tími framkvæmda og mikilla fjárfestinga . Á bls . 332 er yfirlit áranna 1979 til 2002 undir fyrirsögninni: Grundvallarbreytingar á stefnu og starfsemi . Á bls . 361 er yfirlit áranna 2003 til 2008 undir fyrirsögninni: Geyst farið á góðæristímum . Á bls . 384 er yfirlit áranna 2009 til 2013 undir fyrirsögninni: Gömul gildi og markmið hafin til vegs að nýju . Í þessum yfirlitsköflum dregur Guð mund- ur saman það sem hann telur mestu skipta í köflunum um einstök ár í sögu félagsins . Hann leggur með öðrum orðum áherslu á að halda að lesandanum meginþræði til glöggvunar . Með þessu er undirstrikað að bókina má einnig nota sem handbók Bókadómar _____________ Innan Eimskipafélagsins hafa menn lært af sögunni

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.