Þjóðmál - 01.06.2014, Síða 71

Þjóðmál - 01.06.2014, Síða 71
70 Þjóðmál SUmAR 20142 hafa aftur á móti notið hylli í Evrópu . The American Clock, sem var nánast púuð niður á Broadway árið 1980, var sýnd í átta Evrópulöndum á liðnum vetri [1983] . Nýjasta verk hans, tveir stuttir einþáttungar undir nafninu 2 by A.M. hefur þó fengið ágæta dóma og góða aðsókn í hinu virta Long Wharf-leikhúsi í New Haven . Ég bið Miller að lýsa því hvað komi honum til að skrifa leikrit . Ja, ef ég vissi það nú, segir hann . Ég veit það eitt að ég get ekki skrifað um það sem ég skil til hlítar . Þegar ég skil eitthvert fyrirbæri, þá er minni reynslu af því þar með lokið . Ég get ekki skrifað um það, því að mér finnst það vera endurtekning . Ég verð að koma sjálfum mér á óvart . Yfirleitt þegar ég byrja á leikriti, þá hef ég einhverja tilfinningu fyrir framvindunni, en það er mjög hrá tilfinning . Leikritið skapa ég nær allt innan þess sjálfs, ef svo mætti að orði komast . Hvenær ertu best upplagður til vinnu? Á morgnana . Ég byrja eldsnemma í morg- unsárið og vinn jafnan framyfir hádegi . Og hvað tekur þá við? Þá tekur nú ýmislegt sýsl við — eftir efnum og ástæðum . Oft þarf maður að stússa í einhverju sem viðkemur heimilinu og fjölskyldunni; ég þarf að svara bréfum og stundum dunda ég mér nú við smíðar . Þá hef ég alltaf verið mikill lestrarhestur; ég les mikið af sagnfræði og skáldsögum og einnig blaðamennsku . Amerísk blaða- mennska er á köflum afburðavönduð: sérí- lagi er ég sólginn í að lesa um ýmsa félags- lega atburði og vandamál í þjóðlífinu . Sjón varp horfi ég hins vegar sárasjaldan á . En ég fer mikið í leikhús að sjá hvað er að gerast . Þá er ég mikill kvikmyndaunnandi: ég elska kvikmyndir . — Svo þú sérð að ég hef kappnóg við tímann að gera . Já, og svo hlusta ég mikið á músík . Það er ágætt tónlistarlíf þar sem ég bý í Connecticut; til að mynda leika þeir þar alltaf sumarlangt dásamlega nútíma tónlist . Miller hallar sér aftur í stólnum . Ég spyr hvað honum finnist um líf í nútímanum? Það er hættulegt, segir hann og hleypir í brýrnar: Hættulegt . Það er ónotalegt að vita af atómsprengjunni hangandi yfir höfði manns . En samt er ég nú ekki viss um að líf í nútímanum sé svo ýkja frábrugðið því sem var . Það er kannski einhver stigsmunur, Hjónaband Arthurs Miller og Marilyn Monroe vakti geysi- mikla athygli á sínum tíma . Þá gengu í eina sæng eitt virtasta og dáðasta leikskáld í heimi og frægasta kvikmyndaleikkona heim og kyntákn um víða veröld . Myndin er tekin stuttu fyrir brúðkaupið . Miller og Monroe voru gift í fimm ár (1956–1961) .
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.