Þjóðmál - 01.06.2014, Blaðsíða 13

Þjóðmál - 01.06.2014, Blaðsíða 13
12 Þjóðmál SUmAR 2014 Þjóðfundurinn árið 1851 markar tíma-mót í Íslandssögunni . Önnur tíma- mót urðu tæpri öld síðar er lýðveldi Ísl ands var stofnað árið 1944 . Í tilefni lýð veldis- stofnunar var Gunnlaugur Blöndal list- málari fenginn til þess að mála geysistórt verk þar sem viðfangsefnið var þjóðfundur - inn og mótmæli Jóns Sigurðssonar . Upphaf- lega var gert ráð fyrir því að verkið yrði tilbúið fyrir lýðveldisstofnunina, til minn- ingar um „frelsis baráttu þjóðarinnar“, eins og sagði í frétt Morgunblaðsins er verkið var afhjúpað tólf árum síðar, í Alþingishúsinu sumarið 1956 .1 Myndin af Jóni umkringdum öðrum þjóð fundarmönnum — meðal annars helstu samherjum sínum, þeim Jóni Guð- mundssyni, séra Hannesi Stephensen, Ólafi E . Johnsen, frænda sínum og mági, og Jens bróður sínum ásamt hinum danska stift- amtmanni, Trampe greifa, og kon ung- kjörnum þingmönnum, m .a . Páli Melsted, sýslumanni og forseta þjóð fundar ins, sem er fyrir miðri mynd, Þórði Svein björnssyni dómstjóra og biskupi landsins, Helga G . 1 Morgunblaðið 18 . júlí 1956, 161 . tbl ., bls . 1 . Thordersen — má líta á sem táknmynd fyrir íslensk stjórn mál um miðja 20 . öldina . Eftir næstum því aldarlangt karp, fyrst fyrir íslenskri stjórnarskrá og síðar sjálfstæði landsins, var lýðveldi loks í höfn sumarið 1944 . Sláandi andstæður myndarinnar eru „hinn hvíti Jón“ og sá svarthærði Trampe greifi í embættisbúningi stiftamtmanns danska ríkisins, með reitt sverð í vinstri hönd . Fas hins íslenska prestssonar er stefnu fast en þó tjáir augnaráðið vonbrigði þess sem órétti er beittur, en fas hins danska greifa valdsmannslegt og hörku má greina í augnaráðinu . Það er eðlilegt í ljósi sögunnar og tímans sem leið milli atburðanna tveggja að tilfinningaþungi hvíli yfir svip þjóð fundar- manna á mynd Gunnlaugs . En hvernig leið fundarmönnum í raun hinn örlagaríka dag er þjóðfundi var slitið 9 . ágúst 1851? Ólguðu sárindi í brjóstum þeirra eða voru þeir rólegir og yfirvegaðir þegar þeir hugsuðu um fundardagana í júlí og ágúst? Fróðlegt er að sjá hvað persónu legar heimildir, einkum sendibréf þeirra sem sátu fundinn, hafa fram að færa til svara . Margrét Gunnarsdóttir Að tjaldabaki þjóðfundarins 1851
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.