Þjóðmál - 01.06.2014, Side 68

Þjóðmál - 01.06.2014, Side 68
 Þjóðmál SUmAR 2014 67 ég — og einnig Ísland . Sölumaður deyr sýnir þó umfram allt bandarískt þjóðfélag, en ég hef þá trú að Kínverjar hafi getað sett sig í spor persónanna og skilið erfiðleika þeirra — eða öðruvísi get ég a .m .k . ekki skýrt þær vinsældir sem Sölumaðurinn hefur fengið austur þar . A rthur Miller fæddist á Manhattan-eyju í New York 17 . október 1915 . Foreldrar hans voru velstætt millistéttarfólk í þann tíð og átti Miller áhyggjulausa æsku í Brooklyn, þar sem hann ólst upp . Mjög kært var með Miller og föður hans — en samskipti föður og sonar eru einmitt ríkur þáttur í mörgum leikrita hans . Já, segir Miller, en ég held ekki að leikrit mín endurspegli tengsl mín við föður minn . Það er allt annað föður-og-sonar-samband í verkum mínum en var á milli okkar feðga . Og einmitt þess vegna hef ég nú getað skrifað um samskipti föður og sonar: Ef ég hefði einhvern tímann leitt hugann að því að ég væri að skrifa um föður minn (og mig) þá hefði ég aldrei getað það! Miller var ungur mikill íþróttamaður og í menntaskóla var hann fótboltahetja skólans . Hann langaði að halda áfram námi, en þá var kreppan skollin á og faðir hans varð illa úti í kreppunni og gat ekki sent son sinn í háskóla . Í tvö og hálft ár vann Miller í vöru húsi nokkru á Manhattan og lagði hverja krónu til hliðar, svo að hann kæmist nú einn daginn í háskóla . Tók hann örum breyt ingum þennan tíma: lagði íþróttaiðk- un mikið til af og sökkti sér ofan í bók- menntir . Hann notaði hverja frístund sem gafst til lestrar; í neðanjarðarlestinni til og frá vinnu sat hann og las heims bókmenntir . Við þennnan lestur allan kviknaði áhugi hans á leikritagerð og þar eð Miller vissi af frábærri leikritunardeild við háskólann í Michigan sótti hann um skólavist þar . En einkunnir hans úr menntaskóla voru ekki nema í meðallagi góðar, svo að hann tók sig til og skrifaði rektor háskólans persónulegt bréf og bað hann að gefa sér tækifæri í eitt ár — ef hann sýndi ekki góða ástundun og miklar framfarir, mætti hann vísa sér reiðilaust úr skóla . Rektor féllst á

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.