Þjóðmál - 01.06.2014, Síða 92

Þjóðmál - 01.06.2014, Síða 92
 Þjóðmál SUmAR 2014 91 Hinir umburðarlyndu í Bjartri fram-tíð, Vinstri grænum og Samfylk ing- unni hafa undanfarið hneykslast á oddvita Framsóknar í borgarstjórn fyrir efasemdir um lóðaúthlutun fyrir mosku í Reykjavík . Vilhallir fréttamenn þessa „umburðar lynda og víðsýna fólks“ hafa elt uppi forustu- menn Framsóknarflokksins til kreista fram fordæmingu á flokkssystur sinni . Ummæli sem fréttahaukarnir telja bera augljósan vott um rasisma og þjóðernisofstæki . Samt sem áður hefur oddviti Framsóknar ekki mælt styggðaryrði um múslima eða veist að trúarskoðunum þeirra eftir því sem ég veit best . Á sama tíma er upplýst að Kristín Soffía Jónsdóttir, frambjóðandi Samfylkingarinnar í Reykjavík, hefur látið frá sér fara mun alvarlegri ummæli um trúarhóp, en oddviti Framsóknar um múslima . Svo bregður hins vegar við að reynt er að þagga það niður og forustumenn Samfylkingarinnar eru ekki eltir á röndum til að fá afstöðu þeirra til ummæla Kristínar Soffíu Jónsdóttur . Ummæli Kristínar Soffíu, sem hér er vikið að um Aust-rómversku kaþólsku kirkjuna, eru: „Ömurlegt að Reykjavíkurborg sé búin að úthluta lóð til þessa skítasafnaðar . Þessi söfnuður má fokka sér .“ Ummælin viðhafði Kristín Soffía vegna viðhorfa safnaðarins til samkynhneigðra, sem eru raunar svipuð og rómversk-kaþólskra og mun mildari í garð samkynhneigðra og réttinda þeirra en afstaða múslima . Séu ummæli oddvita Framsóknarflokksins og frambjóðanda Samfylkingarinnar borin saman þá fela ummæli frambjóðanda Sam- fylk ingarinnar í sér mun meiri fordóma, skort á umburðarlyndi og skort á víðsýni og eru alvarlegri og fordæmanlegri ef eitthvað er . Samt sem áður er engin krafa gerð um að hún víki úr fjórða sæti framboðslista Sam fylk ingar- inn ar í Reykjavík . Fréttamenn elta heldur ekki Árna Pál Árnason, formann Sam fylk ingar- innar, vegna þessara ummæla flokkssystur hans, þó þeir hundelti Sig mund Davíð og tí- undi í hverjum fréttatíma að hann hafi ekki for dæmt ummæli flokks systur sinnar . Ummæli Kristínar Soffíu eru vissulega for- dæmanleg og ósæmileg . Athyglisvert er að í umræðu um málið segist hún sjá eftir því að hafa sagt þetta, en nefnir ekki sérstaklega hverju hún sjái eftir . Hún hefur heldur ekki beðist afsökunar á ummælunum sem telja verður lágmark þegar um svo alvarleg og lág- kúruleg ummæli er að ræða . Finnst Árna Páli Árnasyni og Degi B . Egg ertssyni forsvaranlegt að hafa Kristínu Soffíu á framboðslista Samfylkingarinnar eftir að opinberuð hafa verið þessi ummæli hennar . Finnst þeim eðlilegt að hún sitji á fram boðslistanum án þess að sinna þeirri lágmarkskurteisi að biðjast afsökunar? jonmagnusson .blog .is, 28 . maí 2014 Jón Magnússon Hinir umburðarlyndu
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97

x

Þjóðmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.