Þjóðmál - 01.06.2014, Side 41

Þjóðmál - 01.06.2014, Side 41
40 Þjóðmál SUmAR 2014 smokra sér aftur inn í kennisetninguna eftir fyrri skipbrot . Og nú án nauðsynlegrar tengingar við raunveruleikann . Hann segir ennfremur að „Hugmyndafræði deyr aldrei, þær umbreytast og endurfæðast í nýrri mynd rétt um það bil sem talið er að þær hafi endanlega verið grafnar“ (bls . 11) . Brýningarmenn sjálfshaturs hafa haft erindi sem erfiði, því að þótt almenningur gangi ekki um götur með hnútasvipuna á bakinu hefur sektarkenndin tekið sér bólfestu í huga hans eins og frásögn Sigurðar Boga og rétthugsunarorðræðan öll ber með sér . En lítum þá á „kenningu“ Brynjars sem Ögmundi var svo í mun að afneita . Feill Brynjars er að álíta að vinstrisinnuð frétta mennska sé uppspretta dugleysis vinstri manna . En sú þöggun sem frétta- víg lína vinstri manna gegn vestrænum áhrifum í þriðja heims ríkjum sem viðheldur jafnframt kalda- stríðs átökum síðnýlendutímans . flutningurinn stendur fyrir er aðeins afsprengi hugmyndafræði sem hefur verið að grafa um sig um nokkurt skeið . Hvernig varð hún til? Jú, hún kviknaði um svipað leyti sem áróðrinum um sektarkenndina var þröngvað upp á Vesturlandabúa . Hún kom inn bakdyramegin og á uppruna í skorti á vinnuafli til að reisa við stríðshrjáð lönd Evrópu . Fólk frá Norður-Afríku og þegnar fyrrum nýlendna flykktust til Frakklands, Bretlands, Hollands og hvert sem vinnu var að fá . Upphaflega var hugmyndin sú að þeir sneru aftur heim, en reyndin varð að þörfin fyrir vinnuafl varð sífellt meiri og að endingu fylgdu fjölskyldurnar, sem setið höfðu heima, á eftir verkamönnunum . Nýjungagjarnir hippar og vinstri menn féllu fyrir „annarleika“ þessa fólks; lit- skrúðugum fatnaði, framandi matargerð og menningu . Í krafti jafngildishugmynda skaut fljótlega nafnið fjölmenning upp kollinum . Eftir því sem innflytjendum fjölgaði var meiri áhersla lögð á sérstöðu hvers hóps fyrir sig og að sama skapi dregið úr kröfum varðandi aðlögun þeirra að menningu þjóðanna sem fyrir bjuggu . Nú er svo komið að innflytjendavandamál eru að vaxa flestum vestrænum þjóðum yfir höfuð . Vandinn er mestur þar sem múslimar eiga í hlut enda gera þeir, í krafti fjöldans, nú orðið víða kröfur um að frum- byggjarnir aðlagi sig að háttum þeirra . Nákvæm lega hvenær vinstri menn slógust í för með baráttu múslima gegn vestrænum gildum er erfitt að segja, en Bruckner rekur það til breskra trotskýista innan SWP (Socialist Workers Party) . Þeir hafi áttað sig á óreiðuaflinu sem býr í trúarlegum krafti múslima og séð sér færi að nýta það í baráttu fyrir sameiginlegum málstað, þ .e . gegn markaðsfrelsi vest ræns kapítalisma . Trotskýistar vinna sam kvæmt gamal- reyndri aðferðafræði sem felst í að koma sér fyrir í herbúðum óvinarins og vinna Nú er svo komið að inn-flytjenda v andamál eru að vaxa flestum vestrænum þjóðum yfir höfuð . Vandinn er mestur þar sem múslimar eiga í hlut enda gera þeir, í krafti fjöldans, nú orðið víða kröfur um að frumbyggjarnir aðlagi sig að háttum þeirra . Nákvæmlega hvenær vinstri menn slógust í för með baráttu múslima gegn vestrænum gildum er erfitt að segja, en Bruckner rekur það til breskra trotskýista innan SWP (Socialist Workers Party) . . .

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.