Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 05.06.2001, Qupperneq 3

Tímarit Máls og menningar - 05.06.2001, Qupperneq 3
„Hversu bundnir sem menn eru líðandi stund eða hugsandi um framtíðina og hvað gerast muni næstu árin stuðlar þó margt að því að rennt sé augum til liðins tíma.“ Tilvitnunin hér að ofan er sótt í inngang Kristins E. Andréssonar, stofnanda bók- menntafélagsins Máls og menningar, að bók- inni Enginn er eyland sem út kom árið 1971. Þessi orð er vert að hafa í huga þegar þess er minnst að þann 12. júní á þessu ári er rétt öld liðin frá fæðingu Kristins. Sjálfur vildi hann vekja samtíð sína til umhugsunar, kynna henni nýja strauma og stefnur í bókmenntum og kenna henni að horfa til framtíðar. Í bókinni Enginn er eyland lítur hann hins vegar til liðins tíma og lýsir því hvernig pólitík og menning tvinnuðust saman á öndverðri sl. öld, tímum rauðra penna. Þessarar samþættingar varð gjörla vart í bókaútgáfu þegar Kristinn var upp á sitt besta. Mál og menning var ekki stofnuð sem almenn bókaútgáfa, heldur miklu fremur sem bókaklúbbur. Félag byltingarsinnaðra rithöf- unda og bókaútgáfan Heimskringla tilnefndu menn í stjórn og var Kristinn E. Andrésson annar fulltrúa Heimskringlu. Ákveðið var að gefa út ársritið Rauða penna og aðra bók til á stofnárinu og samþykkt að stefnt skyldi að því að gefa út sex 10 arka bækur á ári fyrir aðeins 10 krónur. Í boðsbréfi sem Kristinn kynnti félögum sínum fyrir stofnfundinn sagði meðal annars: „Hið brennandi lífsmál alþýðunnar nú eru félagsmálin. Hún þarfnast fyrst og fremst bóka, sem geta orðið henni vopn í lífs- baráttunni. Hún ann að vísu sögu sinni og fornfræðum, en hún heimtar nýjan skilning á lífi sínu og viðfangsefnum. Hún heimtar nútímarit með nútímaviðhorfum gagnvart sögu sinni, lífsbaráttu og framtíð.“ Þegar Mál og menning var stofnuð hafði Kristinn stýrt bókaútgáfunni Heimskringlu um skeið. Þar hafði hann gefið út bækur eftir Halldór Laxness, Þórberg Þórðarson, Stephan G. Stephansson og fleiri svo og fræðirit um sósíalisma og barnabækur. Á sama hátt tvinnuðust pólitíkin og menningin saman í starfi hans fyrir Mál og menningu en fyrsta skáldsagan sem bókmennta- félagið gaf út var verkalýðssaga Maxim Gorkí, Móðirin, í þýðingu Halldórs Stefánssonar. Merk erlend bókmenntaverk og sígild íslensk skáldverk voru reyndar mest áberandi á fyrstu árum útgáfunnar. Minna var um ný íslensk skáldverk eða pólitísk áróðursrit. Um hugsjónir sínar og annarra stofnenda Máls og menningar sagði Kristinn í erindi sem hann flutti á aldarfjórðungsafmæli bókmenntafélagsins árið 1962: „Með útgáfu á ódýrum bókum vildum við brjóta niður múrinn milli skálda og alþýðu og fá stóran lesendahóp, ekki í neinu samúðarskyni við almenning, heldur til að vekja hann af svefni, flytja honum nýjar skoðanir, nýjan skáldskap, kveikja hugsjónir í brjósti hans. Við ætluðum að gerbreyta þjóðfélaginu, ryðja braut nýjum þjóðfélagsháttum og nýrri bókmenntastefnu, skapa víðari sjón- deildarhring, glæða frelsisþrá alþýðu, gera þjóðina frjálsa. Og við trúðum á mátt skáldskaparins og á mátt hugsjónarinnar, sem er hjartsláttur hans.“ Kristinn E. Andrésson hafði mikil áhrif í íslensku bókmenntalífi á sl. öld, bæði sem útgefandi og gagnrýnandi. Hann var ötull áróðursmaður nýrra bókmennta og iðinn við að hvetja menn til dáða á menningarsviðinu. Hann var jafnframt fylginn sér í skoðunum, þótt honum „skjátlaðist herfilega í pólitískum efnum,“ eins og Halldór Guðmundsson orðaði það í grein um sögu Máls og menningar sem birtist í TMM á 60 ára afmæli útgáfunnar. Kristinn E. Andrésson stýrði Máli og menningu allt til ársins 1971 en hann lést tveimur árum síðar. Hann var alla tíð iðinn við ritstörf og þegar hann lést skildi hann eftir sig tvö handrit tilbúin til prentunar. Eftir hann liggja fjölmargar greinar og nokkrar bækur um bókmenntir og menningarsögu sem „bera vitni glöggskyggni, hrifnæmi og góðri yfirsýn,“ eins og Halldór Guðmundsson skrifar í fyrrnefndri grein. Rit Kristins Íslenzkar nútímabókmenntir 1918-1948 kom út árið 1949 en ef til vill gefa ritgerðasöfn hans sem gefin voru út fyrir réttum aldarfjórðungi gleggsta mynd af skoðunum hans og skrifum. Bókmenntafélagið Mál og menning mun minnast aldarafmælis Kristins síðar á þessu ári. bls. 3 Aldarafmæli Kristinn E. Andrésson hefði orðið 100 ára þann 12. júní 2001 Kristinn E. Andrésson stofnandi bókmenntafélagsins Máls og menningar 1901 - 1973 tmm júní 22x27 Ó 5.6.2001 19:55 Page 3
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.