Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 05.06.2001, Síða 8

Tímarit Máls og menningar - 05.06.2001, Síða 8
Þriðjuvíddarlist í París Listamaðurinn Philippe Richard Gunnar Þorsteinn Halldórsson Það er vor í París, slæmt, og viðrar íslenskt. En borgin er smámsaman að færast í sumarliti og fólkið líka. Það er mórauður litur á Signu sem er enn að flóðvæta bakka og vegi svo bílar og fólk kemst ekki leiða sinna sem vant er; það eru ljósfjólublá blóm á akasíutrjám, og eru fegurst trjáblóma; gul blóm og hvít á öðrum, en tré öll grænlaufguð. Lögreglumenn pústa svartklæddir á vegfarendur á hverju horni því nú fjölgar óðum ferðamönnum einsog fuglum á Íslandi og París mannmörg og ákaflega þjóða- blandin, heimsálfablandin öllum hugsanlegum hörundslitum; já og hinir óteljandi húsastrompar teygja sig einsog tómir blómapottar í óskipulögðu kaosi uppaf hverju þaki, þeir eru ryðbrúnir. Skortir nú nokkuð á regnbogans liti nema fagurrautt og skær- blátt? Þá er vísust leið að ganga að Pompidousafni, Beaubourg, rörahúsinu fræga; þar eru loftræstirör blá en rautt þar sem fólk fer um, rúllustigar og lyftur, og allt utanáliggjandi. litir og list Það má víða leita litadýrðar að gleðja augað í París. Og víða má finna Íslandstengsl. Unga fólkið getur til að mynda brugðið sér á diskótek; þar kasta diskókúlur öllum litum í ljósi, um gólf og veggi, og gesti, og þar eru spilaðar heimagerðar diskó- versjónir af lagi Bjarkar, New world, af Selmasongs; nánast óþekkkjanlegt nema laglínan. Og sumir taka undir og kunna textann utanbókar, aðrir dansa bara; allir þekkja. En ég veit ekki hvort höfundurinn kunni að meta. Þeir sem gleðjast yfir annars konar list og litadansi hafa átt þess kost um skeið að skoða ákaflega sérstæða málverkasýningu listamanns að nafni Philippe Richard. Sú sýning er kveikja þessa bréfs og er ætlað annars vegar að kynna monsjúr þennan Richard, hins vegar að geyma hughrif mín af sýningunni; hún var svo skemmtileg viðbót á aðra list sem njóta má í París, hvort sem er hin þekktu málverk gömlu meistaranna á Louvresafni og Orsay, eða frönsk byggingarlist sem birtist manni fegurst í fornum kirkjum einsog St–Eustache og Sainte- Chapelle hinni földu; sú síðarnefnda byggð á 13 mánuðum en hin á einni öld; að ógleymdum sigur- bogum gömlum og nýjum, eða gosbrunnum á torgum þar sem byrja og enda breiðstræti Haussmans, Napóleonsvinar hins þriðja. Það er margt gaman í þessari borg. á dúk Stundum kvikna með manni slík hughrif á mynd- listarsýningu eða framan við einstakt verk að gleymist ekki. Sum listaverk kveikja hugrenningar um hversu lífið getur verið skemmtilegt, eða dapurlegt, allt eftir því hver stemningin er í hverju verki; önnur vekja bara spurningar en ekki svör og enginn skilur tilgang listamannsins sem er þá kannski einmitt sá að vekja skilningsleysið; kalla á ósvaranlegar spurningar og fá menn til að ranghverfa augum og stara forviða, velta vöngum og kolli. Og stundum horfir maður bara glaður á mynd án þess að hugsa nokkuð sérstakt, heldur segir við sjálfan sig: En hvað þetta er fallegt! Sýningin ofannefnd reyndist mér bæði falleg og ógleymanleg, og hún var í senn litrík og skemmtileg. Verkin eru sumstaðar flókin eins og stærðfræðiþraut en eiga það sameiginlegt með mörgum eldri verkum listamannsins að kalla fram hugrenningar um margbreytileik veraldar og margræðni, og um eðli sköpunar, en umfram allt um samband og samleik listamannsins og hins sem nýtur; um þátt þess síðarnefnda í sköpuninni. á Íslandi Philippe Richard fæddist árið 1962 í Dijon í Bourgognehéraði og ólst upp í litlu sveita- þorpi þar nærri. Hann má kalla enn íslenskari tmm júní 22x27 Ó 5.6.2001 19:55 Page 8

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.