Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 05.06.2001, Page 11

Tímarit Máls og menningar - 05.06.2001, Page 11
Gunnar Þorsteinn Halldórsson: Þriðjuvíddarlist í París bls. 11 Gunnar Þorsteinn Halldórsson er íslenskufræðingur. telja flekana eða reikna fjöldann. Sumar flekahliðar í öllum verkunum eru þaktar málverki til fulls; aðrar að hálfu; nokkrar nánast auðar. En þar sem er autt silkið sér í bakhlið verksins hinumegin; annað sjónarhorn; önnur sýn; annar hugblær. Sumstaðar er jafnvel máluð mynd yfir aðra öðruvísi svo sú undirliggjandi er horfin sýnum nema farið sé bak við flekann, þá blasir hún við bakverð þó horfin sé framanverð. Með þessum leik að dúk og lit, með flókinni uppsetningu verkanna svo fara má inn í þau og um, en ekki síst með breytilegum áhrifum ljóss á silkið – með því móti nálgast listamaðurinn þá þriðju vídd sem hann vill að birtist áhorfanda. Eða öllu heldur: Hann nálgast margar víddir. hughrif Verkin eru að formi lík og eiga sameiginlegt vel skipulagða formleysu. Í öllum þremur má greina megineinkenni Filipps í lit og munstri; í öllum gefur listamaðurinn áhorfanda kost á að sjá mörg verk í einu; og leyfir honum þannig að eiga hlutdeild í sköpun. Og öll kveikja hugrenningar um fjölbreytileik tilverunnar og hversu hafa má ólíka sýn á hana. Alstaðar litadýrð og gleði. En samt eitt svona lítið „og þó.“ Því gleðin er í litum einsog sumarið. Hún er græn og rauð og blá. En depurð er grá. Einsog síðvetur. Og sorgin svört einsog hávetur; dimmur. Já; það er svo. Hitt er nefnilega samt, að heildarblær verkanna er ólíkur. Hið fremsta og stærsta er í skærustum litum og skýrast munstrið; þar er óreiðan mest, vitanlega. Innar í sama sal er minnsta verkið; skýrir litir líka, bæði nótt og dagur; bústnar línur og bjartar kúlur; og minnir á græna þúfu í svörtum sandi. Í öðrum sal minni er þriðja verkið, sem enn einn heimur, mildastur. Það er ákaflega ljóðrænt og næstum dulúðugt; litir mjúkir og óræðari munstur; líkast bjartri júnínótt íslenskri; allt ávalara og bogadregið; en á einum afviknum stað dálítil sorg í svörtum bletti og mörk hans óljós; krassað; líkt og óvelkominn gestur. Úr þessum sal fer maður þögull og þenkjandi, angurvær og sæll í senn, einsog á þeim stundum í lífinu þegar tilveran er svo björt að vaknar tregi yfir að tíminn skuli ekki standa í stað. En til að komast út þarf að fara aftur inní verkið flókna, undir og gegnum; um skæran heim hádagsins; og maður andvarpar kominn í gegn rétt einsog glaður menntskælingur sem segir hjúkket af því honum gekk svo vel í stærðfræðiprófi. og kom sól Ég fór langa leið og óþekkta að gamla ráðhúsinu í Gennevilliers. Og hafði lesið vitlaust á kortið, og mætti alltof snemma, en kurteis kona hleypti mér samt inn dálítilli furðu lostin; bauð mér að fela bakpoka minn baksvæðis og bíða, en listamaðurinn væri því miður enn upptekinn að störfum annarstaðar. Ballið var ekki byrjað. Ekki bauð hún mér að bragða á veitingum og ekki gat hún leynt undrun sinni á þessum ofurstundvísa útlendingi. En þegar kom í ljós að ég var frá því landi sem listamaðurinn sótti svo til og hún reyndist vita, þá breyttist viðmótið og hún benti mér að ganga í sal að skoða. Og það var gæfa mín; ég gat gengið aleinn þar um og notið verkanna einn, áður húsið fylltist staðfræðikunnugri gestum að trufla. Og verkin þrjú sýndist mér sumsé að túlka mætti með ýmsum hætti. Og það mátti fást við þau lengi. Það var margræðnin. En svo varð mér að auki stöðugt hugsað: En hvað þetta er fallegt! Og gekk brosandi útí vorveðrið, og það var komin sól. Það er sama sól og heima. „Rekaviðurinn, málaður, var fyrst sýndur í París á sama tíma og flöskurnar flugu í sjóinn, og hefur þegar verið upp stillt á þremur sýningum í Frakklandi, og í Weimar í Þýskalandi.“ tmm júní 22x27 Ó 5.6.2001 19:56 Page 11

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.