Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 05.06.2001, Blaðsíða 25

Tímarit Máls og menningar - 05.06.2001, Blaðsíða 25
bls. 25 lausri mölinni, en með því að þræða kantinn fremur en miðja þjóðbrautina miðaði okkur hægt en jafnt. Enginn okkar vissi hvar þessi Ferstikla væri, en næsti bær hérnamegin við kirkjuna hafði einhver sagt. Loks komumst við að heimreið eða tröðum ofaneftir að bæ, og þar sem kveikt var á útiljósi ályktuðum við að þetta væri sá þráði staður. Sem og reyndist! Við þurftum ekki að berja á útidyrnar þar sem þær voru opnar, og síðan gengum við beint inn í stofu, venjulega betristofu á sæmilegum sveitabæ. Þar sá varla milli veggja fyrir þéttum tóbaksreyk, en um alla stofuna, bæði undir gluggum og meðfram innvegg voru lítil borð, og við hvert þeirra sátu menn, tveir eða þrír saman. Við einn gluggann stóð lítið saumaborð undan saumavél, og fótstigið enn á sínum stað. Við það sátu tveir ungir og þykkleitir menn og drukku kaffi. Á auðum stól lágu tvær loðhúfur, og upp úr loðnunni glitti á rauðar stjörnur með hamri og sigð. Við nálguðumst þá, einkum vegna þess að í síðustu fréttum voru fasistaherir hæl Hitlers rétt að umkringja Moskvu, og þessvegna vorum við í nokkurskonar sálufélagi við þessa ungu menn. „Tú Múrmansk,“ sögðum við til þess að koma upp gáfulegum samræðum. „A Múrmanskí,“ sögu þeir og bentu út um gluggann. „Da da!“ Þeir voru með upprúllaðar sykurpönnukökur í hendi og gáðu inn í þær, eftir bráðnum sykrinum, og bitu feginsamlega í, tæmdu síðan kaffið í bollunum. Þrekleg kona kom fram, að sjá eins og húsmóðirin, með bláa kaffikönnuna og rjómann, bætti í hjá þeim og tók pönnukökudiskinn. „Hvað áttu til?“ spurðum við. „Ja, það er nú ekki margt,“ svaraði konan. „Bátarnir búnir að koma í allan dag. En maltextrakt og svona límonaði, það er æði vinsælt hjá drengjunum.“ Við horfðum yfir að veggborðinu og sáum hvað hún meinti, því þar sátu tveir Norsarar og bættu út í límonaðið upp úr buxnastrengnum. „Tvær svoleiðis,“ sögðum við. Brátt kom konan aftur fram með tvær límonaðiflöskur og rétti okkur gegn bítalningu, og við lásum á miðann: „Litað sykurvatn með kjörnum.“ Ekki voru Rússkí með neitt útílát, en stóðu brátt upp, bentu niður að flæðarmáli, þar sem heyra mátti vélarsuð í báti, og við kvöddum þá báða með handabandi. „A Múrmanskí!“ sögðum við og veifuðum á eftir þeim. Síðan heyrðum við að hljóðið í bátnum hækkaði eins og gefið væri í, og við lá að við heyrðum í kjalsoginu út á myrkan fjörðinn. „Gú natt,“ sögðu Norsararnir og höfðu ekki lengur fyrir því að bæta sykurvatnið, heldur supu af stút. „Gú natt allesammen,“ og þar með var þessi alþjóðastofa orðin að einmana íslenskum sveitabæ með horfna ættingja hingað og þangað um veggi. Við kvöddum konuna líka með handabandi og sögðum guðlaun, héldum síðan aftur af stað úr þessum nafla heimsins í áttina til McDonalds, Ingvars með skaftið og Afturlæranna við Bláskegg. Svo kom haustið, hægt og hægt, McDonald var leystur frá störfum og transporteraður heim, Hannes Fíladelfíensis tók við reddarastarfi mínu og sjálfur ég fór aftur í skólann, síðasta bekk undir stúdentspróf og utanför, en eftir í mér sat minningin um stofugólfið á Hvalfjarðarströnd sem var mörgum einhver blessunarríkasta landjörðin í löngum ferðum yfir kafbátaslóðir fasismans, þrátt fyrir maltextraktið og litaða sykurvatnið með ímynd- uðum kjörnum hjá konunni góðu á bænum þar sem sálmaskáldið okkar veslaðist upp forðum tíð. Björn Th. Björnsson: Stofugólfið á ströndinni Björn Th. Björnsson (f. 1922) er listfræðingur og kenndi listasögu um áratugaskeið við KHÍ og HÍ. Björn hefur sent frá sér fjölda ritverka, en nýjasta bók hans, Byltingarbörn, kom út sl. haust. Frá byggingu olíustöðvarinnar í Hvalfirði 1942. Myndin er úr bókinni Vígdrekar og vopnagnýr – Hvalfjörður og hlutur Íslands í orrustunni um Atlantshafið eftir Friðþór Eydal. (Útg. Bláskeggur 1997). tmm júní 22x27 Ó 5.6.2001 19:57 Page 25
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.