Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 05.06.2001, Page 27

Tímarit Máls og menningar - 05.06.2001, Page 27
bls. 27 Samræðan fór fram í Kaffileikhúsinu miðvikudaginn 2. maí 2001. Þátttakendur voru Guðmundur E. Sigvaldason, jarðfræðingur, Halldór Ásgeirsson, myndlistarmaður, Pétur Gunnarsson, rithöfundur, og Þóra Ellen Þórhallsdóttir, grasafræðingur, auk Þorvarðar Árnasonar, náttúrufræðings og kvikmyndagerðarmanns, sem stýrði umræðunum og annaðist jafnframt gerð þessarar samantektar. Þorvarður: Í upphafi langar mig til að forvitnast um skoðanir ykkar á því hvort umhverfisvitund og náttúrusýn Íslendinga hafi á einhvern hátt breyst á allra síðustu árum – einkum þá hvort þjóðin sé orðin „náttúruvænni“ en áður, eins og iðulega heyrist sagt í fjölmiðlum. Ef þið eruð sammála þeirri fullyrðingu, þá væri einnig fróðlegt að vita hvort þið telduð ykkur geta rakið tilurð þessarar (meintu) vitundarvakningar til einhvers sérstaks atburðar eða e.t.v. einhverra tiltekinna umbreytinga sem íslenskt samfélag er eða hefur verið að ganga í gegnum? Þóra Ellen: Ég kýs að svara þessu bæði játandi og neitandi. Ég var nýlega á fundi austur í Árnesi þar sem verið var að ræða, enn eina ferðina, um virkjun í Þjórsárverum. Ef ég ber umræðuna á þeim fundi saman við umræðuna fyrir einum tíu árum, þá hefur þar orðið gífurleg breyting – það er ekki hægt að bera þetta tvennt saman, umræðan er komin á allt annað plan. Grundvallarsjónarmið náttúruverndar eru núna viðurkennd en voru það alls ekki fyrir „... alveg yndislegt eldgos!“ Hringborðsumræður um náttúru, vísindi og listir Þorvarður Árnason tmm júní 22x27 Ó 5.6.2001 19:57 Page 27

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.