Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 05.06.2001, Qupperneq 34

Tímarit Máls og menningar - 05.06.2001, Qupperneq 34
verðmæta með einhverjum formlegum hætti – þessu hefur alltaf verið sleppt í öllum rannsóknum og í mati á umhverfisáhrifum. Það virðist líka vanta aðferðirnar til að gera þetta – þrátt fyrir mikla leit og mikinn lestur þá fann ég eiginlega engar aðferðir sem hægt væri að nota hér, þær sem ég fann voru allar miðaðar við manngert umhverfi, þ.e.a.s allt aðrar aðstæður en þær sem við erum að fást við. Við urðum því að hanna okkar eigin kerfi sjálf nánast frá grunni, sú flokkun sem við notum byggir á tólf sjónrænum þáttum í landslagi, og þá fyrst og fremst á andstæðum, t.d. hvort sjóndeildarhringurinn er nálægur eða fjarlægur, hvort það er mikill eða lítill breytileiki í hæð lands og hvort það eru mikil eða lítil litbrigði í landinu. Einnig hvort landið er fínmynstrað eða grófmynstrað, hvort útlínur þess eru ávalar eða hvort hvöss og bein form séu ríkjandi, og hvort áferðin á landinu sé fjölbreytt eða fábreytt. Út frá þessum grunnþáttum er ætlunin að greina helstu gerðir landslags á miðhálendinu og erum við núna komin með 13 slíkar megingerðir landslags. Dæmi um megingerð er hin öldótta miðhálendisslétta, önnur er gljúfralandslag, hraunbreiðurnar eru þriðja gerðin, fjórða gróðurvinjarnar og svo framvegis. Þegar þessum þætti er lokið er ætlunin að reyna að raða einstökum svæðum sem tilheyra sömu megingerð eftir innbyrðis gildi þeirra eða verðmæti. Með þessum hætti teljum við okkur vera að komast aðeins framhjá þessum erfiðleikum við að meta landslag – við erum þá að minnsta kosti að bera saman svæði sem eru svipuð, tilheyra sömu megingerð. Að lokum er ætlunin að meta hversu mikil sjónræn áhrif virkjanamannvirki, hvort sem það eru stíflur eða lón, byggingar eða háspennulínur, munu hafa á tiltekið svæði – hversu mikið þau myndu draga úr gildi þess. Pétur: Það er heilmikil fagurfræði sem spilar inni í þetta! Þorvarður: En hvað kemur til að þú – sérfræðingur í plöntuvistfræði og prófessor í grasafræði – ræðst í þetta verkefni, hættir þér út á þennan hála ís þar sem náttúruvísindi og fagurfræði fléttast saman? Þóra Ellen: Þetta var hreinlega eitthvað sem nauðsynlegt var að gera – það blasti við að maður yrði að taka á þessu á einhvern hátt. Ef við lítum til ýmissa virkjanahugmynda sem eru til skoðunar innan rammaáætlunarinnar og líka þeirra sem nú eru uppi áform um, þá eru þetta framkvæmdir sem munu valda svo stórfelldri röskun á yfirbragði hálendisins að það yrði að margra mati alls ekki samt eftir. Einnig þarf að hafa í huga að þetta er land sem er óskaplega viðkvæmt fyrir inngripum af þessum toga – þarna er svo mikil víðsýni og landið sjálft er svo tómt og autt og líka að mörgu leyti mjög framandlegt. Þetta er land þar sem segja má að maðurinn eigi í raun og veru ekki heima. Fyrir vikið verða öll mannanna verk afar sýnileg – það er engin leið að fela þau með trjám eða skógi eins og víða er reynt að gera erlendis. Mannvirkin stinga mjög í stúf við það land sem fyrir er og þau sjást líka mjög langt að. Þorvarður: Mig langar að lokum að gerast ögn persónulegri og spyrja hvaða hlutverk náttúran sem slík leiki í ykkar eigin verkum og starfi? Er hægt að segja að hún hafi þar einhverja „sjálfstæða tilveru“ – að hún skipti höfuðmáli fyrir það sem þið eruð að gera – væru verk ykkar og störf á einhvern hátt frábrugðin því sem þau nú eru ef viðfangsefnið væri annað en náttúran? Guðmundur: Það er eðlilegt að náttúran skipti okkur jarðfræðingana máli, við erum alltaf að fást við náttúruna, þess vegna hlýtur hún að tengjast starfi okkar og hugsun og nánast öllum okkar athöfnum. Síðan er spurning hvað liggur því til grundvallar að maður velur sér starfsvettvang sem þennan – það geta verið flóknar ástæður fyrir því. Hvað mig varðar þá voru það kannski áhrif sem ég varð fyrir sem krakki í sveit sem gerðu það að verkum að ég valdi mér þetta starf. Þetta var á stríðsárunum, ég var á tíunda ári og var sendur á bæ upp á Kjalarnesi. Það hittist þannig á að ég átti afmæli um sumarið og fólkið á bænum gaf mér bók, hún var nú ekkert skemmtiefni og varla boðleg níu ára strák. En það var lítið annað að hafa, ekkert sjónvarp, ekkert útvarp, engin blöð, svo að maður reyndi að berjast í gegnum þennan texta. Þá kemur í ljós að þetta er bók um það hvernig eigi að safna grösum, þurrka þau og svo framvegis. Og það var fullt af blómum kringum bæinn, þannig að ég fer að prófa og þá verður þetta bara svona rokskemmtilegt. Svo reynir maður að lesa áfram og lærir þá að þekkja hvernig blöðin eru og frævurnar og allt það. Þetta verður til þess að maður sekkur sér ofan í þetta árum saman – þetta var svo gaman. Síðan breytist kannski áhugasviðið um tíma – maður fer út í aðrar stúdíur, fær önnur áhugamál, gerir eitthvað allt annað – en þessi áhugi á náttúrunni kemur alltaf aftur, það er alveg óviðráðanlegt, þó að grasafræðin hafi kannski vikið fyrir öðrum viðfangsefnum. Það er þessi sterka lifun, þessi sterka tilfinning að vera úti í náttúrunni bæði í blíðu og stríðu, hún breytir lífi manns. Þorvarður: Pétur, kemur ekki bók af þessum toga, þ.e. „alþýðlegt fræðirit“, talsvert við sögu í Mynd- inni af heiminum – einmitt á meðan söguhetjan er í sveit? Pétur: Jú, Hvers vegna, vegna þess – það er nú aldeilis skemmtileg bók sem kom út í tveimur bind- um, árin 1956 og 1957 að mig minnir. Slík bók gæti örugglega haft mikil áhrif í fásinni, eins og Guðm- undur var að lýsa, ef menn hefðu ekkert annað myndu þeir lesa þessa bók með þökkum! En sem svar við fyrri spurningu þinni, þá gæti ég helst tekið líkingu af rafhlöðu: Mér finnst ég vera eins og rafhlaða sem smátt og smátt afhleðst ef ég hef ekki möguleika á því að endurnýja kynnin við landið. Náttúran hefur einhverja andlega eiginleika sem eru mér nauðsynlegir. Ég finn það t.d. þegar ég er búinn að vera í stórborg í ákveðinn tíma, þá fer ég að sakna einhvers – það er einhver innantómleiki sem fer að gera vart við sig. Ég hef komist að raun um að það sé einmitt þessi lifun með náttúrunni sem ég sakna. Þess vegna skiptir það mig líka máli hvernig þessi náttúra er, sú náttúra sem maðurinn hefur um of sett mark sitt á, t.d. jökulá sem hægt er að skrúfa fyrir að vild eða beina í tilbúinn farveg – fyrir mér er slíkt annars konar fyrirbæri en það sem er sjálfsprottið og náttúrulegt. En yfirleitt finnst mér landið vera mér á einhvern hátt gjöfult, bara t.d. að búa í þessari borg og geta öðru hvoru séð til Bláfjallanna, Snæfellsjökuls, Skarðsheiðarinnar eða Esjunnar, eða þá til himinsins og skýjanna, eða gengið þó ekki sé nema um Öskjuhlíðina – þetta er endur- nærandi þáttur sem ég sæki í. Þóra Ellen: Ég fór upphaflega í líffræði vegna þess að ég hafði áhuga á umhverfismálum. Ég veit þó ekki hvaðan sá áhugi kom, ég man t.d. að ég var ein um hann í mínum vinahópi í menntaskóla – vinirnir höfðu engan áhuga á þessu, gerðu í mesta lagi góðlátlegt grín að þessu öllu saman. Það var síðan tilviljun að ég fór að læra grasafræði – ég hafði engan sérstakan áhuga á því sviði. En ég veit þó að ég hefði a.m.k. alltaf valið mér svið innan líffræðinnar þar sem ég hefði getað unnið úti – það finnst mér vera eitt það mikilvægasta í mínu starfi, að fá tækifæri til að vinna úti í náttúrunni, það gefur mér sjálfri óskaplega mikið. Það er bæði þessi almenna lífsfylling sem maður fær gegnum það að vinna úti í náttúrunni, og þá ekki síst uppi á hálendinu, eins og ég hef getað gert – ég er ekki í nokkrum vafa um það að þessi upplifun hefur breytt mér mjög sem manneskju, ég væri áreiðanlega öðruvísi ef ég hefði ekki átt hana. Þar kemur líka inn í sú almenna reynsla að vera úti í hvaða veðri sem er og það að upplifa náttúruna bæði í stóru og smáu. Inni á milli bætast síðan við einstakar upplifanir – vissir dagar eða einstök augnablik sem maður upplifir sérlega sterkt, slíkar upplifanir fylgja manni alltaf eftir, maður man þær ábyggilega allt til æviloka. Ég gleymi t.d. aldrei einni slíkri upplifun frá Þjórsárverum meðan ég var þar að vinna – það var seint í júní og við vorum að ganga heim á leið eftir mjög langan vinnudag. Það var um miðnætti, það var þoka, það var algjört logn, og nánast fullkomin þögn – heyrðist kannski einstaka sinnum tíst í fugli. tmm júní 22x27 Ó 5.6.2001 19:57 Page 34
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.