Tímarit Máls og menningar - 05.06.2001, Side 44
sem ætti að hafa þau áhrif að verð á konum mundi
hækka. Verðhækkunin endurspeglast fyrst og
fremst í betri samningsaðstöðu kvenna. Ef hjóna-
band er samningur tveggja aðila þá eru konur í mun
betri samningsaðstöðu en karlmenn sem þyrftu þá
að bjóða konunum meira en ef fjölkvæni og fjölveri
væri bannað. Þetta felur líka í sér að konum sem
frekar vildu deila manni, er gert það kleift. Á
hjónabandsmarkaðnum er hins vegar fjöldi karla
sem eru lágt verðlagðir og þeir hagnast því mest á
því að fjölkvæni og fjölveri skuli vera bannað. Þeir
þurfa að greiða lægra verð fyrir konur en ef fjölkvæni
væri leyft. Þeir karlmenn sem vildu eignast margar
konur tapa líka.(*14) Það eru fá eða engin rök fyrir
því að banna fjölkvæni. Miðað við þá lagahefð
sem myndast hefur á Vesturlöndum þá eru lög sett
ef gjörðir eins aðila valda öðrum verulegum
kostnaði. Þessu er ekki þannig farið við fjölkvæni
heldur ræðst niðurstaðan algjörlega af frjálsu vali
fólks. Lög eru í flestum tilvikum ekki sett til þess að
tryggja að allir fái að njóta ákveðinna takmarkaðra
gæða. Það er ljóst út frá ofangreindri nálgun að
það sem samtök kvenna ættu að berjast fyrir er
að fjölkvæni og fjölveri skuli leyft. Það eru fyrst
og fremst konur sem tapa á því að fjölkvæni og
fjölveri sé vera bannað á meðan ákveðinn hópur
karlmanna hagnast á því.
Það sem hefur þó haft einna mest áhrif á
kynlífsmarkaði að undanförnu er tilkoma veraldar-
vefsins. Vefurinn hefur aukið upplýsingastreymi til
mikilla muna auk þess sem hann hefur lækkað
tilfinningalegan kostnað fólks við að eiga viðskipti á
kynlífsmörkuðum. Miklu skilvirkari upplýsingar er nú
að hafa um vændishús og kynlífsþjónustu auk þess
sem aðilar á kynlífsmarkaði eiga nú auðveldara með
að auglýsa en áður. Í flestum löndum eru
auglýsingar um kynlíf annaðhvort bannaðar eða á
einhvern hátt takmarkaðar. Nú er hins vegar hægt
að nálgast mögulega viðskiptavini á miklu ódýrari og
skilvirkari hátt í gegnum vefinn og gerir það
kynlífsmarkaði ótvírætt skilvirkari. Netið lækkar
einnig leitarkostnað þeirra sem hafa óhefðbundnar
hvatir eða þarfir þar sem hægt er að leita að fólki
með svipaðar hvatir þar á ódýran og hagkvæman
hátt.
III. Markaðsbrestir og hagkvæmasta
löggjöf
Til að þessari hagkvæmni sé náð þarf að vera vel
skilgreindur eignarréttur til staðar. Á kynlífs- og
hjónabandsmarkaðinum felst þessi eignarréttur í
yfirráðum og ráðstöfunarrétti yfir eigin líkama.
Þannig má ætla að nauðgun og sifjaspell séu brot á
eignarréttinum og æskilegt sé að reyna að koma í
veg fyrir þessi brot með lagasetningu.
Það sem helst kemur í veg fyrir að hagkvæmasta
staða á hjónabands- og kynlífsmarkaðinum náist er
ófullkomin upplýsingamiðlun. Þótt fólk fari á
stefnumót og reyni eftir megni að leita sér
upplýsinga giftist það oft röngum aðilum og
slítur svo samböndunum eftir að hafa fengið
meiri upplýsingar um persónuþætti. Það er
viðurkennd staðreynd að mjög stór hluti
hjónaskilnaða verður fyrstu fjögur árin en að því
búnu minnka líkurnar á skilnaði til mikilla muna.
Þannig mætti líta á skilnaði sem skil á gölluðum
vörum. Það er líka staðreynd að fólk hefur litla
hugmynd um hversu mikla ánægju það hefur af
öðru fólki á markaðinum vegna takmarkaðra
upplýsinga. Frekari leit og betri upplýsingar ættu (að
öðru jöfnu) að valda því að fólk taki betri ákvarðanir,
en það hefur kostnað í för með sér. Bæði getur
þetta verið beinn kostnaður, eins og tími, eða að fólk
fer á mis við eða frestar mögulegum tækifærum.
Þannig getur verið skynsamlegt fyrir fólk að
hætta frekari leit að maka og einbeita sér að
einum. Þetta getur átt við fólk sem þó er öruggt
um að finna betri maka með frekari leit en þar
sem kostnaðurinn er meiri en nemur þessum
umframgæðum maka borgar það sig ekki.
Lög eru sett til að vernda eignarrétt fólks og refsa
fyrir brot á honum. Við ákvörðun refsinga er gengið
út frá því hversu alvarlegt brot er og hve miklar líkur
eru á því að upp um það komist.(*15) Þannig að því
alvarlegra sem brotið er og því minni sem líkur eru
á því að upp um það komist, þeim mun harðari
refsingar eru nauðsynlegar til að letja fólk til að
fremja þessi brot.
Skipulagt vændi er bannað í mörgum löndum.
Þrátt fyrir það þá virðist það blómstra. Færa má
rök fyrir því að það séu fyrst og fremst
vændiskonur sem beri kostnaðinn af þessu banni.
Meiri hætta er á því að þær séu beittar ofbeldi og
misnotaðar en fólk í löglegum atvinnugreinum.
Með því að lögleiða vændi ætti hættan á þessu að
minnka. Ríkið fengi einnig hlutdeild í hagnaðinum
sem verður til. Fyrirtæki sem selja hágæða vörur og
þjónustu ættu að hafa ástæðu til þess að láta fólk
vita af því, auk þess að benda á önnur fyrirtæki sem
selja ekki eins góða vöru. Þannig mætti gera ráð
fyrir því að virk samkeppni myndaðist en hún er ekki
til staðar í dag.
Hvaðan þörf fólks til að stunda kynlíf
sprettur er í sjálfu sér ekki hagfræðilegt
vandamál en ætla má að hún sé meðfædd og
mótist á þroskaskeiði okkar. Það er hins vegar
gefin staðreynd að fólk vill stunda kynlíf og
lítur á það sem leið að ákveðnum mark-
miðum. Eins og hér hefur verið fjallað um má
sýna fram á að verð á mismunandi kynlífsat-
höfnum skýri mismunandi kynhegðun. Því
hefur einnig verið haldið fram að hægt sé að
útskýra mismun kynjanna, bæði hegðun og
útlit, út frá kenningum um náttúruval og að
innri rökvísi af hagfræðilegum toga sé einnig
að verki í náttúrunni. Í þeim kenningum sem
hér hafa verið settar fram er því ekki hafnað
að fólk hafi tilfinningar og misjafnan smekk.
En tilhneigingar þess í kynlífsmálum ráðast af
utanaðkomandi aðstæðum, þeim mögu-
leikum og hömlum sem setja bönd á hegðun
fólks. Fólk stundar kynlíf vegna þess að það
er leið að ákveðnum markmiðum en þau
markmið geta verið af ýmsum toga. Í
hagfræði er gert ráð fyrir því að fólk leiti
skynsamlegra leiða til þess að ná markmiðum
sínum. Hér hefur verið reynt að lýsa
samskiptum kynjanna á þennan hátt.
Sólmundur Ari Björnsson (f. 1973) er hagfræðingur og starfar við
verðbréfamiðlun. BS ritgerðina, Rannsókn á kynlífs- og hjónabandsmörkuðum,
skrifaði hann hjá Birgi Þ. Runólfssyni en Andri Snær Magnason, Sigurður
Kjartan Hilmarsson og Heiðar Már Guðjónsson veittu góð ráð.
að eiga fleiri en einn maka. Spurn kvenna eftir kynlífi virðist minni en karla. Fjölgunarmöguleikar þeirra eru einnig minni þannig
að gera má ráð fyrir því að konur vilji síður eiga marga maka. Þetta þýðir að konur tapa hlutfallslega meiru á því að fjölkvæni
og fjölveri skuli vera bannað en karlar.
(*15) Þessi kenning um hagkvæmustu refsingar hefur að mestu verið sett fram af Gary Becker.
Heimildaskrá:
-Becker, Gary (1993). A treaties on the family.
USA: Harvard University Press.
-Becker, Gary (1976). The Economic Approach to Human
Behavior. Chicago: University of Chicago Press.
-The sex industry (1998, 14. febrúar). Economist (bls.23-25).
-Friedman, David (1996). Hidden Order. USA: Prentice Hall.
-Jóna Ingibjörg Jónsdóttir og Sigríður Haraldsdóttir.
Heilbrigðisskýrslur (Fylgirit 1998 Nr. 5). Reykjavík: Land-
læknisembættið.
-Ridley, Matt (1995). The Red Queen: Sex And Evolution
Of Human Nature. USA: Viking.
-Posner, Richard (1992). Sex and Reason. USA: Harvard
University Press.
tmm júní 22x27 Ó 5.6.2001 19:58 Page 44