Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 05.06.2001, Page 45

Tímarit Máls og menningar - 05.06.2001, Page 45
m, Eyjabakkagjörningur er heiti á athöfn sem átti sér stað þann 4. september 1999 á svæði sem náttúruverndar- sinnar kalla stærsta óspillta víðernið sem eftir er í Vestur-Evrópu, Eyjabökkum. Þennan unaðslega, sólríka dag slóst ég í för með u.þ.b. 130 manns, sem komu saman á Egilsstöðum og óku þaðan í bílalest tveggja klukkustunda leið yfir Fljótsdalshérað og upp á hálendið, að Eyjabökkum. Markmið Eyjabakkagjörningsins var að vernda landið; á sama hátt og þjóðin (fremur en ríkið) skipar helgan sess í hugum fólks helgaði gjörningurinn svæðið. Við sem fórum í þessa ferð urðum bæði áhorfendur að og þátttakendur í vígsluathöfn sem breytti náttúrulegu landsvæði í helgidóm. Leynd hvíldi yfir fyrirkomulagi vígsluathafnarinnar þar til hún hófst og það var mikil upplifun að fá að taka þátt í henni. Skilningurinn á því sem var að gerast rann upp fyrir okkur við athöfnina, gerði okkur að einni heild og um leið að smækkaðri mynd þjóðarlíkamans. Ég tók þátt í þessum mótmælum að hluta til vegna þess að ég vildi leggja málefninu lið. Ég mundi eftir deilum í upphafi 10. áratugarins vegna samnings Norsk Hydro og hins ríkisrekna Quebec Hydro um byggingu magnesínverksmiðju við Trois-Rivieres. Ríkisstjórnin lét ekki uppi raforkuverðið til Norsk bls. 45 Náttúran, mótmæli og nútíminn Náttúrusýn Íslendinga – með augum gestsins Anne Brydon tmm júní 22x27 Ó 5.6.2001 19:59 Page 45

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.