Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 05.06.2001, Blaðsíða 46

Tímarit Máls og menningar - 05.06.2001, Blaðsíða 46
fyrir því að á Íslandi þróaðist náttúruverndarhreyfing sem gæti mótað ný viðhorf til sambands manns og náttúru. Tilfinningasamur borgarbúi Þegar ég kom fyrst til Íslands 1988 höfðu fjölmiðlar og yfirvöld búið til árangursríka ímynd erlends hvalfriðunarsinna; tilfinningasaman borgarbúa sem var úr öllum tengslum við náttúruna. Ómögulegt reyndist að ræða af skynsemi um hinn margbrotna umhverfisþátt sem liggur að baki hvalveiðimálinu. Tilfinningar beggja vegna borðsins sneru málefninu fljótt upp í svarthvítt stríðsástand. Þaggað var niður í þeim 20-25% fullorðinna Íslendinga sem voru á móti hvalveiðum með því að lýsa hugmynda- fræðinni að baki verndun hvala sem dýravernd- unarheimspeki, er byggðist á óskynsamlegum og tilfinningalegum rökum. Umræður um málefni á borð við Kyoto- samninginn, sem ríkisstjórnin undirritaði reyndar ekki, hafa síðan þá upplýst almenning um gróður- húsaáhrif og hið alþjóðlega eðli umhverfis- vandamála og -lausna. En áður en umræðan um Eyjabakka og Fljótsdalsvirkjun kom til sögunnar hafði ekkert hvatt Íslendinga beint til umhverfis- verndartengdra mótmæla. Deilurnar um Eyjabakka og Fljótsdalsvirkjun voru fyrstu alvarlegu innbyrðis- deilurnar um umhverfismál á Íslandi, allt frá aðgerðum Skuldar á fyrstu dögum hvalveiði- deilnanna. Skuggi erlendra umhverfissinna sneri á forvitnilegan hátt aftur árið 1999. Í svörum Landsvirkjunar og Afls fyrir Austurland við gagnrýni var vísað til sams konar þjóðernis- raka og einkennt höfðu viðbrögðin við erlendum andstæðingum hvalveiða. Gagn- rýnendur virkjunar á Austurlandi voru ásakaðir um að taka náttúruna fram yfir fólk og vera tilfinningasamir og óskynsamir, alveg á sama hátt og Sea Shepherd og Grænfriðungar áður fyrr. Ólíkt því sem gerðist í hvalveiðimálinu fyrir áratug mistókst árásin á tilfinningar andstæðinganna. Blaðamenn og almenningur svöruðu: Hvað er að tilfinningum? Er eitthvað rangt við að njóta náttúrunnar? Táknrænar aðgerðir Eyjabakkagjörningur var hápunkturinn í röð táknrænna aðgerða. Árið 1998 stakk Guðmundur Páll Ólafsson niður 273 litlum íslenskum fánum við Fögruhveri sem síðan fóru undir vatn vegna miðlunarlóns við Hágöngur. Sjónvarpsútsending frá þessum áleitna atburði hafði mikil áhrif sem gjörla Hydro. Fullyrðingar um að verðið næmi vart fram- leiðslukostnaði gerðu íbúum Quebec gramt í geði, m.a. vegna þess að á þessum tíma fór raforkuverð til heimilanna í Quebec hækkandi. Stjórn Quebec ætlaði einnig að eyða 13 milljörðum dala (um 850 milljörðum króna) í risastóra virkjun í norðurhluta fylkisins, á landsvæðum Cree-indíána og Inúíta við Great Whale, jafnvel þótt Quebec Hydro hefði ekki kaupendur að þeim 3.000 megavöttum af viðbótarorku sem yrðu til við þessar framkvæmdir. Grænfriðungar komust yfir skjal sem staðfesti hið ofurlága raforkuverð sem Norsk Hydro var ætlað að borga. Skjalið sýndi einnig hversu miklu af skuldabyrðinni vegna framkvæmdanna yrði velt yfir á almenning í gegnum Quebec Hydro. Dómari úrskurðaði að quebeskir fjölmiðlar mættu ekki birta skjalið. Náttúruverndarsinnar og fjölmiðlar töldu þennan úrskurð brjóta gegn lögum um málfrelsi. Þeir smygluðu skjalinu yfir landamærin til Banda- ríkjanna og fjölmiðlar í New York og Vermont gerðu málinu skil og upplýstu íbúa Quebec um samningsatriðin. Í ljós kom að neikvæð áhrif framkvæmdanna á samfélag, efnahagslíf, stjórnmál og umhverfi yrðu mun meiri en sá hagnaður sem af þeim hlytist. Vísindamenn gátu ekki sagt fyrir um umfang náttúruspjalla vegna þess að margir þættir verkefnisins voru of flóknir til að hægt væri að draga af þeim ályktanir. Ráðgerðum virkjanaframkvæmd- um var frestað um óákveðinn tíma. Ég tók líka þátt í gjörningnum vegna þess að ég er mannfræðingur. Rannsóknir mínar í Kanada og á Íslandi hafa síðan 1988 snúist um áhrif nútímans á táknmyndir, þjóðernishyggju og menningarlegar sjálfsmyndir. Fyrir 12 árum, þegar ég vann að doktorsritgerð minni „Gests augað“ [The Eye of the Guest], rannsakaði ég menningarleg viðhorf í túlkun á og viðbrögðum við boðskap hvalfriðunarsinna eins og þau birtust á Íslandi. Þessi viðhorf eru enn hin sömu, hvenær sem hvali eða seli ber á góma. Þjóðernissinnuð varnarhyggjan sem spratt upp gegn alþjóðlegum hvalfriðunarsinnum mótar enn þann dag í dag skilning Íslendinga á umhverfis- málum. Sennilega hefur hvalveiðiumræðan tafið „Þjóðernissinnuð varnarhyggjan sem spratt upp gegn alþjóðlegum hvalfriðunarsinnum mótar enn í dag skilning Íslendinga á umhverfismálum.“ tmm júní 22x27 Ó 5.6.2001 19:59 Page 46
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.