Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 05.06.2001, Qupperneq 53

Tímarit Máls og menningar - 05.06.2001, Qupperneq 53
framandi menningu sem Saladin verður að sigrast á: „England var reyktur fiskur, fullur af beinum og broddum, undarlegur á bragðið, og honum yrði aldrei kennt að éta hann ... Það var fyrsti sigur hans að éta þessa síld, fyrsta skref hans í þá átt að leggja undir sig England.“ Veisla er haldin í kvikmyndaveri þar sem gestir eigra um í endurgerð á London Dickens- tímans. Hitabylgja umbreytir borginni úr gráma og hráslagalegum dumbungi í hitabeltisborg og í geðveikisköstum Gibreels birtist hún sem óraunveruleg borg, Alphaville, Mahagonny, Babylondon. Goðsögulegir og fjarrænir draumar Gibreels fleyga auk þess frásögnina svo að úr verður skáldverk í mörgum lögum þar sem hugmyndaauðgi, fyndni og sagna- gleði höfundarins njóta sín vel. Eftir að hafa fengið á sig líflátsdóm bókstafstrúarklerka í Íran vegna Söngva Satans skrifaði Rushdie litla bók, Harún og sagnahafið (Haroun and the Sea of Stories, 1990, ísl. útg. 1993 og 1995), skemmtilegt ævintýri um baráttuna gegn þeim illu öflum sem ætla að menga sjálfa uppsprettu frásagnanna, sagnahafið. Eins og efnið gefur tilefni til geymir sagan ófáar vangaveltur um skáldskapinn og stöðu hans í heiminum, en er jafnframt enn ein rósin í hnappagati sagna- mannsins Rushdies. IV Næsta stóra skáldsagan var Hinsta andvarp márans (The Moor's Last Sigh, 1995, ísl. útg. 1996), um fjölskyldu sem á rætur að rekja til portúgalskra kaupmanna sem settust að í borginni Cochin á sunnanverðu Indlandi í fyrndinni. Hér gengur Rushdie, eins og stundum áður, í smiðju Günthers Grass sem fann upp á því í skáldsögu sinni Blikk- trommunni að láta sögumann sinn hætta að vaxa. Sögumaðurinn í þessari bók Rushdies, Moraes Zogoiby, kallaður Mári, fæddur í Bombay árið 1957, er hins vegar með þeim ósköpum gerður að eldast helmingi hraðar en aðrir menn, enda er engu líkara en sagan þeytist áfram á tvöföldum hraða. Þess utan er hann með vanskapaða hægri hönd sem nýtist honum sem kylfa í fólskuverkum þegar frá líður. Eftir að hafa flúið land situr Moraes í stofufangelsi í höll geðsjúklings á Spáni og ritar frásögn sína af fjórum ættliðum da Gama-Zogoiby-fjölskyldunnar frá síðustu aldamótum fram á 10. áratuginn sem fléttast saman við sögu af miklum glæpum og stórfelldri spillingu í indverskum stjórnmálum. Í bakgrunni kallast á við nútímaviðburði sagan af því þegar márar og gyðingar voru flæmdir frá Spáni forðum og Alhambrahöllin blasir við í lokin sem glæsilegt tákn fyrir samruna ólíkra menningarheima, „minnismerki glataðs möguleika sem engu að síður hefur staðið áfram löngu eftir að þeir eru fallnir sem lögðu það undir sig; líkt og vitnisburður um horfna en ljúfustu ást, um ástina sem lifir handan ósigurs, handan tortímingar, handan örvæntingar; um hina sigruðu ást sem er meiri því sem sigrar hana, um þá brýnustu af þörfum okkar, um þörf okkar til að flæða saman, til að binda enda á landamæri, til að leggja niður takmörk sjálfsins“. Helstu áfangar í sögu Indlands á öldinni fléttast inn í frásögnina, sjálfstæðisbaráttan, skipting lands- ins, neyðarástandslögin, og sjónum beint að bókstafstrúarhreyfingu hindúa sem vaxið hefur mjög fiskur um hrygg undanfarna áratugi. Dregin er upp afar kaldhæðnisleg mynd af hindúaleiðtoganum Raman Fielding sem menn hafa litið á sem skopstælingu á leiðtoga einangrunarsinnaðra hindúa, Bal Thackeray. Þetta og fleira hneykslanlegt í bókinni, eins og að skýra hund í höfuðið á þjóðhetjunni Jawaharlal Nehru, er talið hafa valdið því að indversk stjórnvöld stöðvuðu innflutning á bókinni um tíma þegar hún var nýkomin út. En bókin var mikill listrænn sigur fyrir Rushdie sem skrifaði hana meðan hann fór huldu höfði vegna morðhótana Írana, umkringdur öryggisvörðum og á sífelldu flakki milli felustaða. Hann dregur upp mynd af hverri ógleymanlegri persónunni á fætur annarri, með afkáraskap sínum og öfgum, og sögunum vindur fram með feiknahraða í tragískri atburðarás, en bókin er jafnframt full af kímni og sköpun og ást. Listakonan Áróra Zogoiby, móðir sögumannsins, er ein af ógleymanlegum mannlýsingum sögunnar og í lýsingum á verkum hennar birtast atburðir og söguhetjur í máttugum stílfærðum myndrænum útfærslum. V Undanfarinn áratug hafa ýmsir skáldsagnahöfundar færst það óárennilega verkefni í fang að reyna að fanga kjarnann í margslunginni sögu ofanverðrar tuttugustu aldar innan ramma skáldverks. Í skáld- sögunni American Pastoral lýsir Philip Roth til dæmis róttækum umskiptum í bandarísku sam- félagi á 7. áratugnum með því að beina sjónum að einni mjög amerískri „fyrirmyndarfjölskyldu“ sem fer í hundana. Í hinum mikla doðranti Underworld lýsir Don DeLillo ofsóknarkenndinni í bandarísku samfélagi á tímaskeiði kalda stríðsins í mjög brotakenndri og margslunginni framvindu sem á sér upphaf í atviki í sögufrægum hafnarboltaleik sama daginn og Sovétmenn sprengdu fyrstu vetnis- sprengjuna. Salman Rushdie ætlaði sér ekki síður risavaxið verkefni með nýjustu skáldsögu sinni, Jörðin undir fótum hennar (The Ground Beneath Her Feet, 1999), sem nú er að koma út í íslenskri þýðingu. Hún fjallar öðrum þræði um menning- arlegar og hugmyndafræðilegar hræringar vítt og breitt um heiminn undanfarna áratugi. Fyrri skáldsögur hans voru gjarnan um sérstakar sögulegar aðstæður á afmarkaðra sögusviði þó svo að þær skírskotuðu langt út fyrir þann ramma. Í nýju sögunni mynda hins vegar þrjár heimsborgir nútímans, Bombay, London og New York, baksvið atburðanna. Bindiefnið í henni er tónlistin sem vakti svipaðar kenndir hjá milljónum manna og hljómaði um allan heim á þessu skeiði, rokktónlistin. Saga Rushdies fjallar um rokktónlistarmenn sem verða að heimsstjörnum, en hún byggir jafnframt á sögninni af hinum forna söngvara Orfeifi og Evridís ástkonu hans sem hann reyndi að sækja aftur úr ríki dauðra. Let me love you, let me rescue you Let me bring you where two roads meet Oh come back above Where there is only love Only love... Let me love you true, let me rescue you Let me bring you to where two roads meet Let me love you true, let me rescue you Let me bring you to where two roads meet tmm júní 22x27 Ó 5.6.2001 19:59 Page 53
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.