Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 05.06.2001, Qupperneq 55

Tímarit Máls og menningar - 05.06.2001, Qupperneq 55
ótal elskhuga. Þarna takast á hefðbundnar og nútímalegar hugmyndir um ást og tryggð. Því má heldur ekki gleyma að það er afbrýðisamur friðill Vínu sem segir ástarsöguna. Afstaða hans mótast af ást hans á Vínu, sem með öllum sínum brestum og öfgum er honum tákn um mennsku okkar, og hann heldur jafn- framt sögu elskendanna í írónískri fjarlægð. Rai býr yfir jarðbundinni skarpskyggni sem myndar mótvægi við sveimhygli og ójarðneskan hugarheim Ormusar og tísku- bábiljurnar sem Vína eltir. Orfeifssögnin er endurspegluð á óbeinan hátt og á ýmsa vegu. Vína leikur á vissan hátt hlutverk Orfeifs þegar hún kallar Ormus frá ríki dauðra eftir hörmulegt slys í Englandi. Hún er líka aðalsöngvarinn en ekki Ormus. Þegar jörðin gleypir Vínu í lokin og hún hverfur niður í undirheima fetar Ormus hins vegar í fótspor Orfeifs. Hann heldur í fyrstu til heljar eitur- lyfjaneyslunnar í leit að henni, það er eins og hann „fylgi látinni eiginkonu sinni eftir slóðum af dufti, lesi reykmerki hennar, finni nál hennar í æðum sér“, en snýr svo aftur án hennar. Þrátt fyrir hörmungar og náttúruhamfarir ferst heimurinn samt ekki. Að minnsta kosti ekki þessi heimur, þótt allt sé á tjá og tundri í hinum. Vína lifir áfram eftir dauðann í vissum skilningi. Hún er syrgð um allan heim og eftir að Ormus lætur lífið á dularfullan hátt, ef til vill til að sameinast henni aftur, heldur tónlist þeirra áfram að hljóma og yfirstígur þannig mannleg takmörk þeirra. Og í lokin hefur Rai sögumaður fundið aðra jarðneskja ást og annan söngvara. Svo vísað sé í einkunnarorð bókarinnar eftir skáldið Rainer Maria Rilke, sprettur söngurinn alltaf upp að nýju eins og rós á vori. Árni Óskarsson (f. 1954) er bókmenntafræðingur og hefur fengist við þýðingar. Þýðing hans á nýjustu bók Salmans Rushdies, Jörðinni undir fótum hennar, er væntanleg á næstu vikum. Jörðinni undir fótum hennar hefur verið lýst sem endursköpun á Orfeifsgoðsögninni. Hvers vegna þessi saga? Hugmynd mín var að skrifa stóra, samtímalega, epíska ástarsögu, ef ég gæti. Þá varð mér hugsað til einnar af mestu ástarsögum allra tíma, sögunnar af Orfeifi og Evridís þar sem spurt er mjög spaklegra spurninga um ástina: Getur hún lifað af dauðann? Hvað verður um ástina ef hún heldur áfram handan dauðans? Er það einfaldlega þráhyggja eða er í raun hægt að endurheimta hana? Ég fór að líta svo á að kjarninn í þessari sögu – bæði sögunni minni og goðsögninni – væri þríhyrningur og við horn hans væru listin (sem tónlistin, lagið, er fulltrúi fyrir), ást og dauði. Í goðsögnum eru tengslin milli þessara þriggja þátta skoðuð gaumgæfi- lega. Mig langaði til þess að bókin mín gerði eitthvað svipað. Getur listin, fyrir hönd ástarinnar, sigrað dauð- ann? Það er ein leið til að skilja Orfeifsgoðsögnina. Eða tragískari leið: dauðinn sigrar listina og eyðir þess vegna ástinni. Þessi hugmyndaþríhyrningur var í mínum huga grundvöllur bókarinnar og birtist þar í þremur manneskjum sem mynda þríhyrning. Sagan mín er um spennuna milli persónanna þriggja og undirliggjandi spennuna milli þessara hugmynda og þar er spurt áríðandi spurninga um ást og mannleg samskipti. Bókin þín spannar mestallan hnöttinn þar sem farið er frá Bombay til London til Bandaríkjanna, með smáviðkomu í Mexíkó. Mundir þú kalla hana hnattræna skáldsögu? Maður hryllir sig og engist við tilhugsunina um hnattræna skáldsögu vegna þess að það er oft skáldsaga sem gerist hvergi. En meðal annars vegna minnar eigin lífsreynslu og þess að ég er upprunninn á mörgum stöðum langaði mig til að kanna hvað það þýddi að skrifa skáldsögu sem gerðist í raun í mörgum heimsálfum. Það er ekki hægt að gera það ef hún þvælist bara um í millilendingarrými. Það verður að gera alla staðina trúverðuga – raunverulegt Indland, raunverulegt England, raunverulega Ameríku – og síðan er hægt að hleypa hugarflugi sínu inn á þá. Það var ein af stóru glímunum við skáldsöguna, að búa til raunveru- legan heim – ekki bara heim í hnotskurn heldur í rauninni stóra heiminn – og síðan að draga hann í efa með margvíslegum hætti til að gefa til kynna samhliða eða annars konar mögulega heima. Sem er það þel sem skáldskapurinn er spunnin úr, leið til að kanna tengslin milli hins ímyndaða og raunverulega. Þess vegna er þetta skáldsaga um okkar tíma, held ég. Tímaskeið hennar er um það bil mín eigin vitund; henni er ætlað að spanna allt. Til að færast það risavaxna verkefni í fang að viða saman efninu þurfti ég farartæki sem fór auðveldlega yfir landamæri. Þess vegna er tónlistin í skáldsögunni ekki klassísk tónlist; þetta er tónlistin sem ég ólst upp við – sem ólst upp með mér. Þetta er tónlist okkar tíma, aðallega rokktónlist. Stöldrum aðeins við þetta. Þessari bók hefur sums staðar verið lýst sem fyrstu rokkskáldsögunni, þeirri fyrstu sem lýsir tónlistarmenningu samtímans réttilega. Hvers vegna nákvæmlega þessi tónlist og þessi menning? Ég vildi nota tónlistina sem öllum finnst vera sín. Þegar ég hlustaði á Elvis og hina í útvarpinu í Bombay á 6. áratugnum fannst mér ég ekki vera öðruvísi. Hljóð sem vörubílstjóri frá Tupelo í Mississippi framkallaði virtust eiga erindi við miðstéttarungling sem ólst upp hinum megin á hnettinum. Þetta hefur alltaf heillað mig. Dægurtónlist okkar tíma hefur fært okkur sameiginlegt tungumál, sameiginlega goðafræði, sem er Árni Óskarsson: Viðtal við Salman Rushdie bls. 55 Skáldsaga sem spannar allt Viðtal við Salman Rushdie tmm júní 22x27 Ó 5.6.2001 19:59 Page 55
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.