Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 05.06.2001, Page 57

Tímarit Máls og menningar - 05.06.2001, Page 57
bls. 57Staðalmyndir myndirnar fyrir bæklinginn en fyrirsæturnar eru allar búsettar á Íslandi. Junio er Ingólfur Arnarson en sjóarinn í Sæþoku Gunnlaugs Scheving heitir Tómas Nyung Hjartarson. Rung Arun Sorada er í hlutverki fjallkonunnar. Íslenska búninginn sem hún klæðist hannaði Sigurður Guðmundsson, málari, sem mestan heiður átti af skreytingum á 1000 ára afmæli Íslandsbyggðar 1874. „Ég komst að því eftir að myndin var tekin að mynstrið er gert úr haka- krossinum sem þá hafði allt aðra merkingu en í dag,“ segir Vala. „Það má þó lesa eitthvað úr þessu ef fólk vill.“ Staðalmyndir „Fordómar stafa af því að fólk er dæmt eftir staðalmyndum. Mig langaði að setja fólkið sem dæmt er inn í íslenskar staðalmyndir,“ segir Vala Þóra Sigurðardóttir, nýbakaður grafískur hönnuður, um lokaverkefni sitt frá Listaháskóla Íslands. Verkefnið var bæklingur þar sem nokkrar dæmigerðar íslenskar ímyndir hafa skipt litum. Fjallkonan, Ingólfur Arnarson og sjóari Gunnlaugs Scheving eru, í meðförum Völu, orðin að tákni fyrir litbrigði nútímans á Íslandi. „Umræðan um fjölmenningarlegt samfélag er áberandi hvar sem maður kemur,“ segir Vala. „Ég vildi nýta hana og vekja fólk til umhugsunar. Hugmyndin kviknaði þegar ég vann að BA-ritgerð minni um tákn og merkingu í myndmáli þar sem ég var að skoða hvernig fólk upplifir myndir og tákn.“ Texti bæklingsins er fenginn úr bók Guðrúnar Pétursdóttur, Fjölmenningarleg kennsla, og fjallar meðal annars um rasisma, ný-rasisma og þjóðhverfu. Vala segir þó að bæklingurinn sé ekki hugsaður sem áróðursefni heldur fyrst og fremst fræðsluefni. „Ég vildi gera þetta án þess að predika,“ segir hún og neitar því að hún ætli að einbeita sér að pólitískri eða hugmyndafræðilegri hönnun í framtíðinni. Jean Marie Babonneau tók tmm júní 22x27 Ó 5.6.2001 19:59 Page 57

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.