Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 05.06.2001, Qupperneq 61

Tímarit Máls og menningar - 05.06.2001, Qupperneq 61
verða sögurnar flóknari. Í stað hraðrar atburðarásar koma lýsingar og í öllum bókunum eru sagðar sögur í sögunni. Í sumum eru þær ríkur þáttur í verkinu og eru fyrst í stað skemmtisögur til að hægja á frásögn (t.d. sögur dýralæknisins í Perlu- ræningjunum) en í síðari bókunum ekki síður dæmisögur um hlutskipti dýra í samfélaginu (t.d. harmsaga kanaríhænunnar Pipinellu í Fuglaóperunni og sögur músanna í Dýragarðinum sem eru rúmur þriðjungur þeirrar bókar). Eftir því sem á líður flokkinn fækkar atburðum en áherslan vex á hið almenna, hvernig farið er með dýr í ensku samfélagi. Dagfinni fylgja hin hagsýna en geðstirða Dugga önd, hinn skjótráði Snati hundur og hinn hégómlegi, huglausi, ímyndunarveiki og gráðugi Kubbur grís sem um margt minnir á lítil börn. Þá á Dagfinnur hjálparkokk sem í fyrstu íslensku bókinni heitir Katta-Jói en síðan Matti muggur. Hann er fyrrverandi tugthúslimur, fulltrúi hins fátæka almúga sem sýnir ranglátu ensku iðnbyltingarsamfélagi enga hollustu en Dagfinni sjálfum þeim mun meiri og reynist nýtur borgari í fyrirmyndarsamfélagi Dagfinns. Eiginkona Matta, hin digra Þeódósía, kemur einnig við sögu. Þau hjónin eru andstæður, hún er bæði greindari og hagsýnni. Raunar gildir almennt í bókum Loftings að konur og kvendýr eru hagsýnar (Táta ugla, Palla páfagaukur, Dugga önd og Þeódósía) en karlmenn ofurseldir draumórum (Dagfinnur sjálfur, Matti, hundurinn Snati og Kubbur). Í tveimur bókum um Dagfinn á íslensku er ritari læknisins, Tommi Stefáns, sögumaður en annars er sögumaðurinn fjarlægur (jafnvel í tíma). Sjónarhornið er hjá Dagfinni og félögum en sjaldan beinlínis hjá lækninum sjálfum. Ýmsar raddir í sögunni (dýra og manna) lýsa Dagfinni með aðdáun en hann er luralegur í útliti og klaufi að mörgu leyti, helst t.d. aldrei á peningum. Þó er hann svo réttsýnn og heilsteyptur að það gæti orðið leiðigjarnt ef félagar hans væru ekki nærri til að skapa spennu og átök í sögunni. Það gera dýrin og Matti muggur. Hagsýni Duggu rekst á við draumóra Snata og hégóma Kubbs og aldrei er Matti kátari en þegar Dagfinnur er öfugum megin við lögin. Dýrin hafa yfirleitt hvert sitt viðhorf til manna og málefna þannig að í sögunum er algengt að ýmis sjónarhorn séu á einn og sama viðburð eða sömu persónu. Börn eiga engan kost á að samsama sig Dagfinni. Til þess er hann of yfirvegaður og of mikill hugsjónamaður. Samúð þeirra hlýtur þó að fylgja honum eins og dýr hans. En þó að dýrin fylgi Dagfinni gegnum þykkt og þunnt draga þau samt úr útópísku eðli bókanna. Dagfinnur þráir fyrirmyndar- samfélagið en dýrin eru ekki til fyrirmyndar – eiginlega eru þau talsvert mennskari en hann! Dugga vill komast af og halda utan um heimilið, Kubbur lætur alltaf undan eigin hégóma og græðgi og selurinn Soffía sem Dagfinnur vill frelsa reynist honum erfið byrði vegna tilfinningasemi hennar; reglulega á ferðinni fer hún að trega Kamp, eigin- brimil sinn, og gleymir allri hættu. Oft víkja hugsjónirnar fyrir eigingirninni hjá dýrunum en um leið varpar t.d. stöðugt nöldur Duggu ljósi á það hversu eigingjarnt hugsjónastarf Dagfinns getur verið gagnvart hans nánustu. Þannig má segja að talsverðrar tvísýni gæti í frásagnarlist bókanna. Þó að höfundur og lesendur standi heilshugar að baki hugsjónum Dagfinns er efinn um þetta brölt aldrei fjarri. Um leið er frásögnin iðulega spaugileg á kostnað Dagfinns og dýranna. Þau eru í raun fjarska klunnaleg í brölti sínu þó að heppni og góður málstaður fleyti þeim áfram. Það er þessi tvöfalda sýn á allt starf Dagfinns sem gerir að verkum að lesa má bækurnar aftur og aftur. Þó að Dagfinnur megi einum þræði kallast hetja pósitívismans hefur efahyggjan haldið innreið sína í paradís fyrirstríðsáranna. Hugh Lofting vill trúa á hugsjónir sínar um betra samfélag en hann efast samt. Ævintýr, uppreisn og efi Bækurnar um Dagfinn dýralækni eru hálfgerðar vísindaskáldsögur eða hvaðef-bókmenntir og að því leyti arftakar sagna franska pósítívistans Jules Verne. Á næsta lagi fyrir ofan eru þær táknsögur sem flytja kraftmikinn boðskap um jöfnuð og réttlæti. Hann færi þó fyrir lítið nema fyrir fjörlegan frásagnarhátt og mikla íróníska fjarlægð við Dagfinn og lið hans. Líf hugsjónamannsins er ekki leiðinlegt. Bókaflokkurinn um Dagfinn var í stöðugri þróun, alvaran eykst sífellt og nánast í hverri bók eru tilraunir með ný form. Það ágerist að í hverri sögu séu sagðar margar sögur sem saman gera mósaíkverk um kúgun og erfitt hlutskipti hinna smáu. Fyrir þá berst Dagfinnur sem tákngervingur trúarinnar á alheimstunguna sem eflir skilning. Hann bjargar mörgum en baráttunni lýkur aldrei og efinn er stöðugur fylginautur hugsjónamannsins. Ármann Jakobsson (f. 1970) vinnur að doktorsritgerð í íslenskum bókmenntum við HÍ. Meistaraprófsritgerð hans, Í leit að konungi, kom út hjá Háskólaútgáfunni árið 1999. tmm júní 22x27 Ó 5.6.2001 19:59 Page 61
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.