Félagsbréf - 01.07.1960, Blaðsíða 7
RITSTJÓRNARGREINAR
E'rainlmrður íslrn/krar <ungu.
Islendingar lögðu ávallt rœkt við málfar sitt, voru fremur sein-
mœltir, en urnfram, allt skýrmœltir. Er pað sjálfsagt að einhverju
leyti að þakka lestri og rimnakveðskaþ á kvöldvökum. Lestrarmenn
°g þú einkum kvœðamenn hafa orðið að bera skýrt fram, svo að
hvert orð þeirra heyrðist og heegt vœri að fylgjast með efni því, er
þeir fluttu. Þessir menn hafa orðið framburðarkennarar hinna,
sem á hlýddu. Enn meiri áhrif hefur það þó sennilega haft, hvílíka
alúð foreldrar, afar og ömmur lögðu við að kenna börnunum skýrt
rnál. Viða erlendis þykir fagur o'g skýr framburður öruggt vitni um
góða menntun. Á íslandi hefur þessu aldrei verið þannig farið. Hér
hefur fallegur framburður aldrei myndað nein skil milli lcerðra
°g ólœrðra, heldur miklu fremur milli vel gefinna og illa gefmna.
Óskýrmœltir íslendingar hafa aldrei verið öfundsverðir, þeir urðu
kœrkomið viðfangsefni sveitarskops og skotspónn hagyrðinga, sern
bundu óskýran talsmáta þeirra i visum og kviðlingum. Þó kastaði
Lúlfunum, ef skakkt var talað, setningar vitlaust myndaðar eða
orðin rangt beygð; þeir sem það gerðu voru álitnir hálfgerðir fáráð-
lirtgar. í íslendingasögum er mcelgi yfirleitt talin einkenni heimsku
°g vaðalskollar hafðir að athlcegi. Er góð varðveizla islenzkunnar
oafalaust að einhverju leyti þessari afstöðu þjóðarinnar að þakka.
Hreyttir iíniar.
En þjóðfélag vort. hefur breytzt — borgarlif orðið sveitarlifi yfir-
sterkara, hraði og annir gerzt mikilsráðandi þættir i lifi hvers og
eins i sveit og við sjó. Ekki þarf að fara i grafgötur um það, að