Félagsbréf - 01.07.1960, Blaðsíða 28

Félagsbréf - 01.07.1960, Blaðsíða 28
26 FÉLAGSBRÉF Þá, sem dreymir frægð og langlífi í íslenzkum bókmenntum og sögu, mundu margir hafa viljað gefa nokkuð til að hafa verið meðal stofnenda Fjölnis, og satt er það, að h'ann mun lengi forða nafni Brynjólfs frá al- gjörri gleymsku, en hinu má ekki gleyma, að hann var miklu virkari þátt- takandi á öðrum vettvangi. Hann var, ásamt Jóni Sigurðssyni, í fylkingar- brjósti í upphafi sjálfstæðisbaráttunnar og fram til æviloka. Þar varA vegur hans mestur og því rétt að gera nokkra grein fyrir því, þó að stiklað verði á stóru. Þegar Brynjólfur kom til Kaupmannahafnar 19 ára gamall, var Baldviu Einarsson mjög fyrir íslenzkum stúdentum. Hann gaf út Ármann á Alþingi. og hann stofnaði félagsskap meðal íslenzkra námsmanna, sem hann nefndi Alþingi. Annars er fátt um það vitað. Meðal danskra stúdenta voru mavgir helztu baráttumenn fyrir þingræði í Danmörku samtímis Brynjólfi og fé- lögum hans. Undirbúningurinn að stofnun stéttaþinganna í Danmörku fæddi af sér kröfuna um endurreisn Alþingis, sem Baldvin kom fyrstur fram með, og Kristján konungur VIII. gerði að veruleika. En þegar gengið skyldi frá skipulagi þingsins, þótti hinum þingræðissinnuðu Hafnarstúdentum stakkur þingsins sniðinn um of eftir dönsku stéttaþingunum og brotið í bága við fyrirmæli konungs, að þingið skyldi sniðið sem mest eftir Alþingi hinu forna. Þegar þetta gerðist, var Brynjólfur sjálfboðaliði í skrifstofu í rentu- kammerinu, sem fór með mál Islands, og það er varla tilviljun, að í til- lögum rentukammersins leggst það eindregið á sveif með bænarskrám og álitsskjölum íslenzkra Hafnarstúdenta um málið. En hann lét ekki þar við sitja. Alþingismálið Var til umræðu á Hróarskelduþingi sumarið 1842. Brynjólfur fór á laun á fund ungs og atkvæðamikils þingmanns og fékk hann til að bera fram gagngerar breytingartillögur varðandi þinghald og þingfulltrúafjölda. Þingið samþykkti að vísu flestar þessar breytingar. enda fóru þeir Brynjólfur og Jón til Hróarskeldu daginn áður en lokaumræður og atkvæðagreiðslan var haldin til að vinna þingmennina á sitt mál. Þetta bar þó ekki árangur, því að kansellíið fór eftir tillögum embættismanna- samkomunnar, er það gekk frá lögunum um þinghaldið. En Brynjólfur og Jón Sigurðsson sáu eina leið til úrbóta. Alþingi gat borið fram tillögur uin skipulagsbreytingar og því fyrr, því betra, „því að aldrei verður alþingi til nokkurs gagns, meðan það er í þessu formi“, sagði hann í einu béfa sinna. Meðal Hafnarstúdenta voru það einungis þeir Jón Sigurðsson og Brynjólf- ur, sem hugðu á þingmennsku. En til þess að vera kjörgengur var krafizt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.