Félagsbréf - 01.07.1960, Blaðsíða 59

Félagsbréf - 01.07.1960, Blaðsíða 59
félagsbréf Á þessum fimm árum hefur AB gefið út fimmtíu bækur — sú fimmtugasta er Dagbók í Islandsferð — 1810, sem kom út 30. júni sl. Þó eru hér ekki taldar með tvær gjafabækur félagsins. Auk þess hafa komið út 17 hefti Félagsbréfa. í fyrstu voru starfshættir AB sams kon- ar og annarra bókafélaga, það gaf út 5 félagsbækur ó óri, og urðu félagsmenn að taka þær allar gegn ákveðnu árgjaldi. Jafnframt voru gefnar út nokkrar auka- bækur, sem félagsmenn fengu við vægara verði en bókhlöðuverð var. I ársbyrjun 1958 var útgáfunni breytt 1 það horf, að félagið fór að gefa út eina bók í hverjum mánuði, að undanteknum einum eða tveimur sumarmánuðum og svo janúarmánuði. Var þetta gert í því skyni að gefa félagsmönnum kost á að velja milli bóka, en þeir þurftu ekki að taka á ári fleiri en fjórar af útgáfubók- um félagsins til að teljast fullgildir félags- menn. Verð bókanna til félagsmanna hef- ur verið bagað þannig, að það sé að minnsta kosti þriðjungi lægra en venju- tagt bókhlöðuverð. Félagsbréf fá þeir sent endurgjaldslaust. Þessi skipan hefur gefizt mjög vel. Menn nota sér hið frjálsa val í æ ríkara mæli og taka ekki aðrar bækur en þær, sem þeir hafa áhuga á. Sú venja hefur komizt á, að félagið gefi út gjafabók í desembermánuði ár hvert. Er sú bók ekki til sölu, og hana fá þeir félagsmenn einir, sem tekið hafa það ár ékveðinn fjölda af bókum félags- ms. Hefur liingað til verið miðað við sex úa?kur sem lágmark. Eru gjafabækurnar orðnar tvær, Landið helga — ferðasaga frá Palestínu eftir Jóhann Briem, mynd- skreytt af höfundi, og Þrjú Eddukvæ'ái 1 útgáfu Sigurðar Nordals, myndskreytt af Jóhanni Briem. Árið 1958 ákvað stjórn félagsins, að efnt yrði til bókmenntaverðlauna á vegum þess. Má veita þau verðlaun einu sinni á ári fyrir frumsamið íslenzkt verk, sem út kæmi á árinu. Verðlauna má hvert það verk, sem félagið gefur út eða því er sent til samkeppni um verðlaunin, enda eigi félagið þess kost að kaupa hluta af upplaginu fyrir félagsmenn sína. Bók- menntaráð AB tekur ákvörðun um veit- ingu þessara verðlauna. Hafa þau verið veitt tvisvar sinnum. Árið 1958 hlaut þau Loftur Guðmundsson fyrir skáldsögu sína GangrimlahjóliS, en 1959 Hannes Péturs- son fyrir ljóðabókina / sumardölum. Árið 1959 festi Almenna bókafélagið kaup á Bókaverzlun Sigfúsar Eymunds- sonar. Hefur það rekið hana síðan. en lengstaf í bráðabirgðahúsnæði, því að verið er að reisa stórhýsi á lóð hóka- verzlunarinnar við Austurstræti. Standa vonir til, að bókaverzlunin geti tekið til starfa í hinu nýja húsnæði næsta haust. Síðan Bókaverzlun Sigfúsar Eymunds- sonar komst í eigu Almenna hókafélags- ins hafa komið út þrjár bækur á forlagi hennar. Eru það Sunnanhólmar, Ijóð eftir Ingimar Erlend Sigurðsson, 6 Ijóöskáld, úrval Ijóða eftir þá Einar Braga, Hannes Pétursson, Jón Óskar, Matthías Johannes- sen, Sigurð A. Magnússon og Stefán Hörð Grímsson. Fylgir þessari bók talplata með upplestri þessara skálda á ljóðum úr bók- inni. Loks er nýkomin út á forlagi Bóka- verzlunar Sigfúsar Eymundssonar bókin Ljós yfir land — hirðisbréf herra Sigur- bjarnar Einarssonar liiskups. Félagsmenn Almenna bókafélagsins geta fengið bækur þær, sem Bókaverzlun Sigfúsar Eymunds- sonar gefur út við miklu lægra verði en aðrir, en þær er að sjálfsögðu ekki hægt að taka í stað mánaðarbóka félagsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.