Félagsbréf - 01.07.1960, Blaðsíða 21

Félagsbréf - 01.07.1960, Blaðsíða 21
kélagsbréf 19 svip og líktist gríðarstórum, gegnsœjum safírsteini, og síðan smaragð. Ég var dapur í bragði.... Héðan, ofan af hœðarbrúninni, fékk kirkjuturninn i þorpinu á sig tígulegt yfirbragð. Skœrbláar, gljáandi skífurnar tindruðu í tœru síð- degisloftinu. 1 svipinn sá ég þar fyrir mér í fjarska turnspíru dóm- kirkjunnar í Sevilla og þrá mín eftir að komast til borganna, sem ávallt ágerðist á vorin, hlaut þar dapurlega huggun. Á heimleið. . . ., hvert? hvaðan? til hvers?... . En ilmurinn af liljun- um, sem ég bar í fanginu, varð enn höfgari í ferskum andvara nœt- urinnar, sem fœrðist nœr. Ilmur þeirra varð enn höfgari og jafnframt óljósari en ilmur ósýnilegra blóma vallarins, eins og þœr vœru orðn- ar að engu nema ilmi, sem umlukti bœði sál og líkama í einmana- legri dimmunni. — Sál mín, þú ert sem lilja í dimmu skuggans! — sagði ég við sjálfan mig. Og skyndilega mundi ég eftir Glóa, sem ég hafði gleymt, þótt ég saeti á baki hans, eins og hann vceri hluti af líkama mínum. VOR ,,Ö, hve allt ilmar og skín! 0, hve engin fagna og hlakka! 0, nú ómar gleði og gaman!" (úr gömiu þjóoiagu. Ég hrekk upp af vœrum morgunblundi við ógurlegan hávaða i krökkunum, og ég er í slœmu skapi. Eg get ekki sofið lengur og loks- ins fer ég önugur fram úr rúminu. En er mér verður litið út um glugg- ann kemst ég að raun um að það var kliður fuglanna, sem rofið héfur svefnfrið minn. Ég rölti ofan í garðinn og syng þakkir til guðs þessa heiðríka dags. hetta eru ókeypis tónleikar ótal syngjandi fuglsradda, ferskur og endalaus söngur. Svalan, þessi skrautlegi fugl, kvakar á brunnbarminum; svartþröst- urinn stendur og blístrar uppi á appelsínu, sem fallið hefur til jarðar; logaskœr gullþrösturinn flögrar skríkjandi milli grenitrjánna; bláleit
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.