Félagsbréf - 01.07.1960, Blaðsíða 43
félagsbréf
41
DRENGURINN (rekur höfuSið í gœttina): Hún mamma segir að fiskurinn
fari að úldna ef þú kemur ekki.
(Rödd konunnar): Ég tek matinn af borðinu ef þú kemur ekki strax.
BÓAS(um leiö og hann ýtir drengnum inn í ganginn): Svona reyndu að
koma þér innfyrir. (Hallar hurSinni aftur). Allaf þarf þessi systir
manns að vera að jagast. Hvað var ég að segja. — Já, tvö hundruð
krónur.
INNHEIMTUM. (svo varla heyrist): 198 krónur.
BÓAS: Já, 198 krónur, og hvað verða svo þessar 5 þúsund krónur sem
eru varla fyrir tveggja mánaða húsaleigu eftir 35 ár. Hreint ekki
neitt. Þér sjáið því að það horgar sig að gefa þeim trygginguna.
(Innheimtum. horfir ringlaSur á Bóas, síSan á reikninginn).
BÓAS: Allt sem þér skiljið er þessi reikningur, reikningur.
INNHEIMTUM. (sem er farinn aS riSa slynur upp): Ég þarf að fara í
fleiri hús.
BÓAS: Já, auðvitað, rukkarar þurfa að fara í mörg hús. En á ég að segja
yður annað.
(í þessu kallar konan hátt innanfrá): Þú getur hirt þessa gorma þína.
Þeir liafa ekkert að gera í eldhúsinu. (Um leiS heyrist eitthvaS skella
í hurSinni).
BÓAS (opnar liurSina og tekur gormana. ViS sjálfan sig): Ekki hefur mað-
ur einu sinni frið með gormana. (Teygir þá og brosir. ViS manninn):
Fínir gormar.
STULKAN (kemur í dyrnar): Hún mamma er orðin reið af því þú kemur
ekki að borða.
BÓAS (teygir enn gormana): Ég er ekkert svangur. Þú getur sagt henni
það. Ég er að tala hérna við manninn.
STÚLKAN: Af hverju hýðurðu honum þá ekki inn? Hann hlýtur að vera
orðinn þreyttur.
(Innheimtum. horfir þakklœtisaugum á stúlkuna).
BÓAS: Vertu ekki með þ essa vitleysu. Hjálpaðu henni mömmu þinni held-
ur að vaska upp.
STÚLKAN (striSnislega): Á ég kannski að biðja hana um að elda handa
þér nýjan fisk?
BÓAS: Hvaða derringur er í þér? (Ýtir viS henni).