Félagsbréf - 01.07.1960, Blaðsíða 47

Félagsbréf - 01.07.1960, Blaðsíða 47
BÆKUR Jón Dan og bandingjar hans* Jón Dan lætur að þessu sinni frá sér fara tvær langar smásögur, sem hann hefur valið samheitið Tvær Bandingja- sögur, enda fjalla j>ær um mannleg ör- lög og ástríður, sem eru náskyldar í eðli sinu, þótt þau beri ólikt að í hvorri sög- unni um sig og sögurnar séu ólikar, bæði ' byggingu og efnismeðferð, jafnvel í stil, Fyrri sagan ber heitið Nótt í Blæug og cr aðalpersóna hennar ungur, gjörvi- legur sveitamaður, Hrafn Ketilsson að nafni, hálfþrítugur að aldri. Á auðsjáan- Irga að vera samband millum hans og þess heitis, sem höfundur hefur valið sög- unni, þvi blængur mun þýða það sama og hrafn. Ætlast höfundurinn' sjálfsagt til að þessar nafngiftir gefi sögunni enn •nyrkari og drungalegri blæ. Hrafn Ketilsson er yngstur þriggja bræðra frá Hofdal. Móðir hans lézt við fæðingu drengsins, en faðir hans, Ketill, hafði orðið bráðkvaddur, er hann var hominn nálægt fimmtugu. Þótti það í rjálfu sér ekkert sérlega voveiflegt. Fimm arum siðar deyr svo elzti bróðirinn, Ás- takur, og líklegast varð hann einnig Jón Dan: Tvær bandingjasögur, 301 bls. mánaöarbók Almenna bókaíélagsins i febrúar 1960. bráðkvaddur, þótt liann hafi dottið af hestbaki. Skömmu eftir að sagan hefst fellur svo miðbróðirinn, Björn, einnig frá á ungum aldri og fer úr slagi, að þvi er virðist. Hrafn er því einn eftir. Þessi miklu dauðsföll í fjölskyldu hans hafa að sjálfsögðu mjög djúp áhrif á hann, og það sem verra er, fólk litur á hann sem feigan mann. Bætir þetta ekki úr biturleika hans gagnvart lífinu og örlög- um sínum. Ifann er í eðli sínu ákaflega örgeðja og tilfinningaríkur, þannig að jaðrar við ofsalegan blóðhita, og þessi þungi skuggi dauðans, sem grúfir yfir honum og virðist eitra allt líf hans og ástir, verður ekki til þess að stilla skap- ofsa hans og athafnir, því nú er ráða- hagur hans við Þrúði á Melsöndum, sem hann hafði tekið frá Vilhjálmi á Mýri, runninn út í sandinn. Þe(g.ar sannað þykir að Hrafn verði skammlífur og gangi með „byggingargalla“, snýst Har- aldur, faðir Þrúðar, öndverður við ráða- hagnum. Þótt hún elski Hrafn eftir sem áður, lætur hún samt að vilja föður síns og ágengni Vilhjálms, sem aftur er farinn að draga sig eftir henni. En áður en endanlega verður af ráðahag hennar og Vilhjálms, biður hún Hrafn að korria til sín og dvelja þau saman heila nótt. Tilkynnir hún þá Hrafni ásetning sinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Félagsbréf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Félagsbréf
https://timarit.is/publication/1060

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.