Félagsbréf - 01.07.1960, Blaðsíða 22
20
FÉLAGSBRÉF
iðan hlœr létt og lengi uppi í krónu myrtusviðarins; og uppi í hœstu
furutrjdnum rífast sparrarnir í dkafa.
Hvílíkur dagur! Sólin breiðir gull- og silfurgleði sína yfir jörðina;
marglit fiðrildi flögra um allt, milli blómanna, gegnum húsið — nú
inn, nú út —, flögra yfir vorið. Hvarvetna springur jörðin og ndttúran
öll út barmafull af nýju, fersku lífi.
Það er eins og við séum komin inn í stóran hunangskamb gerðan
úr ljósi, sem gœti verið hjartað úr fagurrauðri rós.
BRAUÐ
Eg hef sagt þér það, Glói, að sdl þorpsins okkar sé vínið, er það
ekki? Nei; sdl þorpsins okkar er brauðið. Það er eins og hveitibrauðs-
hleifur, hvítt að innan, og gyllt að utan eins og mjúk skorpan.
Um hddegisbilið þegar sólin er heitust og hœst d lofti tekur til oð
rjúka úr þorpinu, og það ilmar af furueldi og heitu brauði. Allt þorpið
opnar munninn. Það líkist gríðarstórum munni, sem etur geysistóran
brauðhleif. Brauðið er lífið, það er ja'fn ljúffengt með hverju sem er;
matarolíunni, stöppunni, ostinum og þrúgunum; það gefur kossinum
bragð; með víninu, súpunni, svínasteikinni, með sjdlfu sér, brauð
með brauði. Það getur líka verið eitt saman eins og vonin, eða
draumsýn ein....
Sendisveinar bakaranna koma trítlandi á hestunum sínum og stanza
framan við hverjar dyr. Þeir klappa saman lófunum og kalla:
„Brauð! Brauð!"
Það md heyra dynkinn í stóru brauðhleifunum, þegar þeir fallct
ofan í körfurnar, sem haldið er uppi af berum handleggjum; og þegar
litlu brauðin falla ofan d þau stóru....
Og fdtœku börnin koma þegar þjótandi og hringja bjöllunni vi’3
jdrngrindahliðin, eða banka d þungar hurðir, og dapurt bergmdlið
af köllum þeirra berst eftir steingöngunum:
„Gef mér svolítið af brauði!. ..."